Vísir - 23.06.1961, Blaðsíða 6

Vísir - 23.06.1961, Blaðsíða 6
6 Ví SIR Föstudagur 23. júní 1961 Berlín og Tokyo voru verst famar allra borga að síðari heimsstyrjöldinni lokinni — fyrir 15^-16 árum. Hundruð þúsunda húsa í Tokyo voru brennt til ösku með íkveikjusprengjum. Af sjö milljónum íbúa Tokyo, er þar bjuggu 1941, voru tæp- lega þrjár miíljónir eftir í stríðslok. Á hinum afarstóm iðnaðar- svæðum stóðu einungis eftir einmanalegir reykháfar og ein og ein skæld og af sér gengin stálgrind. En í dag kemur Tokyo mönnum svo fyrir sjónir, að styrjöldin hafi algerlega þyrmt henni. Á fáum árum hefur hún orðið að stærötu borg í heimi. Hún ólgar öll af lífi og fjöri á daginn, en um nætur er hún uppljómuð eins og Broadway. Ibúafjöldi Tokyo er 8.913. 000. Fólksfjölgunin er um 250.000 á ári. Ibúar Tokyo eru duglegir. Nú rísa upp mörg stórhýsi í borginni. Hús úr pappír og tré hverfa. Hringbrautir á háum súl- um em yfir hinum mjóu göt- um, og hæsta sjónvarpsmast- ur í heimi getur að líta í To- kyo. Þetta mastur er hærra en Effeltuminn. Borgin er hávaðasöm, ryk- ug, og umferðin afar mikil. Hún er eins og hús, sem verið er að byggja, og f jöldi smiða, múrara, blikksmiða, raffræð- inga og verkamanna em að vinna við. Þessi gauragangur,. sem borginni fylgir dregur að henni fjölda ferðamanna. Lestimar flytja þrjár milljónir manna daglega úr úthverfunum inn í miðhlut- ann og síðan heim aftur að kvöldi. Svo mikil þrengsli em í lestunum að hafa verður kon- ur og böm í sérstökum vögn- um. Að öðmm kosti træðust böm og konur undir í fólks- mergðinni. Umferðin á göt- unum er afskaplega mikil. Þar er fjöldi almennings- vagna, sporvagna, hjólhesta, skellinaðra, leigubíla og vöm- vagna með tréhjólum. Árlega deyja 800 manns vegna umferðarslysa, og þúsundir meiðast meira og minna. Séð af þaki skýjakljúfs í miðri Tokyo, virðist borgin stórt ólögulegt hrúgald, sem dreift hefur verið, án skipu- lags, yfir Kwanto-sléttuna. Skrautlegar stórverzlánir fullar með bílífisvörur rísa hátt við hlið húsahjalla, sem komnir em að hmni. Ræfils- leg tjöld með berstrípuðum dansmeyjum, er fleygja klæð- um sinum að sveitafólki, sem gapir af undrun, standa við hlið hrifandi hofa eins og t. d. Kwannonhofsins, en Kwan- non er gyðja miskunnseminn- ar. 1 miðri þyrpingu eða hverfi glæsilegra húsa getur að líta daunillar sútunarverksmiðjur og litunarverksmiðjur. Þetta herfilega misræmi í TOK YG Harold H. Martin útliti borgarinnar á að nokkru leyti rót sína að rekja til þeirrar stöðnunar, sem átti sér stað viðvíkjandi borg- inni eftir uppgjöf þjóðarinnar í stríðslokin. Keisarinn bað þjóðina að þola hið óþolandi. Um sjö ára skeið var lítið unnið að endurreisn borgar- innar, sem áður hafði verið glæsileg í augum Japana. Friðarsamningurinn 1952 veitti Japan sjálfstæði. Þá fengu íbúar Tokyo sinn gamla áhuga og framtakssemi end- urheimt. Þeir hófust handa með endurreisn borgarinnar. Japanir hafa í hyggju að endurreisa stærstu borg heimsins og hafa hana feg- urri og bjartari en nokkur önnur borg er. Þeir ætla smám saman að rífa öll gömlu og ljótu húsin og byggja fögur hús í þeirra stað. Tokyo ætla þeir að gera jafnoka Parísar, Washington og Rómar hvað glæsileik við- víkur. Verkefnið er margbrotið og erfitt, sem Japanir eiga fyrir höndum. Tokyo var eftir stríðið meira en pólitiskur höfuð- staður. Hún var einnig menn- ingarleg, vísindaleg, f járhags- leg og iðnaðarleg miðstöð eða brennipunktur. Þessi margvíslegu verkefni eiga að samræmast í eina heild. Ef allt gengur vel mun To- kyo árið 1975 vera orðin fyr- irmyndar höfuðborg, vel skipulögð, glæsileg og alþjóð- leð eða heimsborgaraleg. í hjarta borgarinnar verða bankar, skrifstofubyggingar, hótel og gildaskálar, stór verzlunarhús og glæsileg í- búðarhús. Iðnaðarreksturinn eða verk- smiðjumar verða á afskekkt- um svæðum svo reykur og hávaði, sem af þeim stafa, valdi mönnum ekki leiðind- um. Hin nýja Tokyo mun hafa marga skemmtigarða og í- þróttasvæði. Trjágróður mun verða mikill og blómarækt. Samgöngur munu fara fram á þrem hæðum, (þ. e. niðri í jörðinni á henni og yfir). I stórum boga utan við miðju borgarinnar verður tíu kílómetra breitt belti með gróðri. Þar munu sjúkrahús, lækningastofnanir og háskól- ar standa. Umhverfis þessar byggingar verða skógar, ræktuð jörð og skemmtigarð- ar, vötn, söfn og jurtagarð- ar. Ennfremur flugvellir. Bak við græna beltið, er áformað, að hinir svonefndu „plánetu'1 bæir eða borgar- hlutar komi. Hver iðnaðarteg- und fær sitt afmarkaða svæði með grænu belti umhverfis. Upphafsmaður skipulagn- ingarinnar álitur, að borgar- stæði með 100 kílómetra ,,ra- díus“ frá miðdepli borgarinn- ar muni, er tímar líða, geta gefið rúm fyrir tuttugu og sex milljónir manna. Engin borg í Asíu hefur eins iðjusama menn og To- kyobúa. Og á kvöldin og um nætur er hvergi meira líf og fjör en þar. í Tokyo eru 50 þús. knæpur, næturklúbbar og gildaskálar. „Býflugnadrottningin" er víðkunnur skemmtistaður. Til eru svo litlar ,,sake“- knæpur í Tokyo, að þar eru einungis þrír stólar. Víða eru dansmeyjarnar léttklæddar, sums staðar með brjóstahaldara og lendaleppa eina klæða. I hinum glæsilegu salar- kynnum „Sherobasha" er allt fyrsta flokks, skreytingar miklar og fagurt dýrindis, gamalt franskt postulín prýð- ir borðin. Sama er að segja um veit- ingastaðinn Albion. Hann er mjög fullkominn. Þar eru af- greiðslustúlkurnar næstum naktar, og vagga sér eftir hrynjandi kalypsohljómlistar eða laga. En í „Páfagauknum" er klæðleysið mest. Hvergi í Tokyo eru afgreiðslu- og dansmeyjar eins fáklæddar og þar. Þar eru þær ögrandi og til í tuskið. „Páfagaukur- inn“ er opinn alla vikuna jafnt á sunnudögum og virk- um dögum. I Jajan, sem er mikið fram- leiðsluland, er fjöldi af kaffi- knæpum. I Tokyo eru 4000 kaffikrár. Þetta þykir ein- kennilegt að flestra dómi. Yf- ir kaffinu situr unga fólkið svo klukkustundum skiptir, og hlustar á jazz, sígilda hi- fi,, frönsk chansons eða þýzk j Lieder. Rock’n roll er uppá- haldshljómlist unga fólksins. Það parar sig á knæpunum. I skemmtistað sem nefnist Tennessee, er japönsk hljóm- sveit, sem er í kúrekastígvél- um og hefur stóra Texashatta á höfðinu. Allt, sem er amerískt, ep fljótt að komast í tízku í To- kyo. Eftir komu bumbu- kóngsins Gene Krupa fengu margir ungir Japanir trommu dellu. Eftir að Armstrong heim- sótti Japan og lék þar, iðk- uðu þúsundir ungra jap- anskra manna hornablástur. Háruppsetning sú, er Au- drey Hepbum’ hafði, er hún lék í kvikmyndinni „Prins- essan tekur sér frídag“ var stæld af fjölda japanskra kvenna, og þúsundir ungra Japana keyptu svarta vélhjóls leðurjakka eins og þann, sem Marlo Brando hafði verið í. En þrátt fyrir ákafa stæl- ingu á öllu amerísku kólnar hugur Japana í garð Amerí- kana. Himdruð af knæpum og næturklúbbum hafa sérstakt skilti yfir dyram, er gefur til kynna, að Ameríkönum sé bannaður aðgangur, eða þeir séu ekki afgreiddir. Ef það vill til, að Ameríkani kemur inn í þvílíka bannkrá, er hon- um kurteislega sagt að hypja sig. En þá sjaldan að gestgjafi í einni þessara knæpa, lætur bera veitingar fyrir Amerí- kana til þess að losna við ill- indi, gera hinir gestimir mik- ið uppsteit. Taka frakka sína og regnhlífar og fara út úr knæpunni. Þjóðfélagsfræðingar hafa brotið heilann um það, hverju það sæti, að Japanir innleiði allt amerískt hjá sér, en sýni Ameríkönum kulda og óvin- gjamleik. Svar fræðimann- anna er á þessa leið: Japanir eru í leit að nýrri menningu í stað hinnar gömlu siðvenju, sem féllu í rúst, er hið nýja lýðveldi var stofnað. Nú fleygja Japanir öllu frá sér, er þeir hafa lært allt frá bamæsku. Við það kemur fram sektartilfinning og hat- ur til þeirra, sem þeir stæla. Greinilegur vitnisburður um breytingar á japönskum lögum og réttarfari, er fylgdi lýðveldisstofnuninni, era f jöl- skvldudómstólamir i Tokyo. Nú koma árlega h.u.b. 2400 hjónaskilnaðarmál fyrir dóm- stólana. Tveir þriðju af mál- um þessum eiga upptök sín hjá konunum. Konur hafa nefnilega fengið jafnrétti við karla. Fyrir stríðið vora allar hjónabandsdeilur afgreiddar af æðstu persónu í ætt hverri. j Karlmönnum gekk greiðlega ; að skilja við konur sínar sam- kvæmt hinum gömlu jap- önsku lögum, en konunni var næstum ómögulegt að fá skilnað frá manni sínum. „Sonur minn nýtur minna frelsis en faðir minn hafði“, sagði fyrrverandi dómari í fjölskyldurétti, Ringi Kondo, og andvarpaði. Hinsvegar mun dóttir hans fá meira frjálsræði, en móðir hans hafði. I gamla daga voru piltar og stúlkur ekki uppalin saman — allt frá því er bömin hófu nám í undir- búningsskóla (forskóla) og þar til foreldramir höfðu á- kveðið giftingu bamanna, var ekki um samnám kynjanna að ræða. Hefði ungur maður og ung stúlka leyft sér, í gamla daga, að leiðast á götum úti, mjmdu þau hafa sett bæinn á annan endann. En nú á dögmn er það al- gengt meðal unga fólksins 1 Tokyo, að piltar og stúlkur leiðist úti og haldist í hend- ur inni í veitingastöðum. (Avec’er er það nefnt eftir franska orðinu avex). Köku- búðin og krár era full af pör- um, sem sitja og „flétta fing- ur“. Upplausn hins gamla fjöl- skyldukerfis, sem hin nýju frelsishugtök hafa haft í för með sér hefur komið mikilli ringulreið af stað meðal ungl- inga og æskulýðs í Japan. I Tokyo era heilir herskarar af ringluðum, rótslitnum æskulýð, sem fremur lagar- brot, og kemst í kast við lög- regluna. Miðað við æskulýðsafbrot í Evrópu, era Japanir enn langt á eftir i þessu tilliti. Hjá þeim er aðallega um að ræða fjarveru úr skólum og af vinnustöðum, ólæti á götum úti, óhlýðni við for- eldra og hnupl. Árásir era sjaldgæfar. En Japanir álíta skróp og óhlýðni afbrot, sem fara eigi fyrir dómstólana. Við réttar- höldin fá foreldramir ákúrar engu síður en syndaselimir. Það er álit manna að Jap- anir muni, er tímar líða, sam- lagast hinu nýja lýðveldi, en móta það eftir sínu höfði eins og þeir á sínum tíma not- færðu sér hina kínversku menningu og iðnaðarframfar- ir Vesturlanda. Japanir era gæddir mikilli orku, og sameinist þeir um að ná því marki að gera Japan að „sterkbyggðasta" ríki í Asíu, mun þeim takast það. Og Tokyo munu þeir geta gert að fegurstu höfuðborg í heimi. (Úr Sat. Evening Post). Borðvín í Færeyjum? Fulltrúi borgarflokksins í bæjarráði Þórshafnar í Fær- eyjum hefur lagt fram tillögu um, að hætt verði áfengis- veitingum í veizlum ráðsins. Samtök bindindismanna i Færeyjum hafa borið fram sömu kröfu að því er varðar veizlur, sem stjórn eyjanna efnir til, og hefur hún borið þann árangur, að í þeim er gestum nú aðeins borin borð- vín.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.