Vísir - 23.06.1961, Blaðsíða 4

Vísir - 23.06.1961, Blaðsíða 4
4 V I S I R Föstudagur 23. júní 3 961 1 ! V I \ I \ l I ♦ Heimilda afiað Gest Pálsson. Menningarsjóður mun áð- ur en langur tími líður gefa út ævisögu Gests Pálssonar, mikið rit og ítarlegt, eftir Svein Skorra Höskuldsson magister. Sveinn Skorri hefur viðað að sér miklum heimildum um Gest Pálsson og þá fé~ laga fjóra, sem hlut áttu að útgáfu tímaritsins Verðandi 1882, en það voru auk Gests þeir Bertel Þorleifsson, Ein- ar Hjörleifsson og Hannes Hafstein. í þeim tilgangi hefur Sveinn Skorri dvalið bæði í Danmörku og Kan- ada til að kanna heimildir, sem ekki var unnt að grafa upp hér heima. Er hann ný- kominn vestan um haf. — Hvað kom til þess að áhugi þinn vaknaði íyrir Gesti Pálssyni? spurði Vísir, er blaðið hitti Svein Skorra að máli fyrir skemmstu. — Það er fyrst þar til að taka að eg hafði mætur á ^ögum í stíl raunsæisstefn- unnar en Gestur Pálsson er einn höfuðboðgerx hennar í íslenzkum bókmenntum. En það vildi auk þess þannig til að þegar eg kom í ís- lenzkudeild Háskóla íslands haustið 1950 þá flutti dr. Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor fyrirlestra um höf- unda á seinni hluta 19. ald- arinnar og þ. á m. Gest '■ Pálsson. Þá tók eg strax þá ákvörðun að skrifa aðra prófritgerð mína til fyrri hluta prófs um þetta efni og tók fyrir þrjár fyrstu sögur Einars H. Kvaran. En seinna þegar eg fór að hugsa til að- alprófs ritgerðar minnar varð Gestur Pálsson og rit hans fyrir valinu. Það var 1958. — Og þú hefur haldið tryggð við það efni síðan? — Mig langaði til að afla frekari gagna um líf og störf Verðandi-manna, fyrst og fremst þó um Gest Pálsson. í því skyni fór eg að prófi loknu til Khafnar og dvaldi þar veturinn 1958—’59 við grúsk. — Varð þér sæmilega á- gengt? — Það eru miklar heim- ildir varðveittar um alla Verðandirpenn í Khöfn, sér- staklega í bréfasöfnum Kon- unglegu bókhlöðunnar, í skjalasafni Garðs — þar þó einkum varðandi þá Einar og Hannes — og auk þess víðar. Margt af því sem þar er að finna hefur ekki verið dregið fram í dagsljósið áð- ur. — Síðan hélstu þessum eftirgrenslunum þínum á- fram vestan hafs? — Þeir Einar Hjörleifs- Gestur Pálsson. son og Gestur Pálsson flutt- ust báðir vestur um 'haf. Eiríár var þár í 10 ár, en Gestur ekki nema rúmt ár, 1890—91, og dó þar 19. ág- úst 1891. Eg bjóst að vísu ekki við miklum upplýsing- um þar um Gest Pálsson, en vildi þó engan veginn láta undir höfuð leggjast að afla þeirra heimilda, sem hugs- anlegt væri að fá þar. — Hvenær fórstu vestur? — í septembermánuði í fyrra og naut til þess styrks frá Canada Council. Um leið notaði eg tækifærið og lét innrita mig í tvo „kúrs- usa“ í enskri bókmennta- sögu við háskólann í Winni- peg. — Gastu aflað þér þar upplýsinga um Gest Pálsson? — Lítið, en þó ekki minna en eg bjóst við. Eg hitti þar líka að máli fólk sem mundi Gest og haft hafði persónuleg kynni af honum. Að því var mér tölu- verður fengur. Meira varð mér ágengt um heimildir varðandi Einar Hjörleifsson, enda dvaldi hann þar lengi og kom mjög við sögu í póli- tísku og menningárlegu lífi Vestur-fslendinga. Hann um var meðal stofnenda beggja blaðanna Lögbergs og Heims kringlu og hafði ritstjórn þeirra á hendi, en þó ekki ritstjórn Heimskringlu nema skamma hríð. Gestur var rit- stjóri Heimskringlu þann tíma sem hann dvaldi vestra og lenti þá m. a. í hatrömm- úm blaðadeilum bæði við Einar Hjörleifsson og síra Jón Bjarnason. Við pann fyrri um stjórnmál og þann síðarnefnda um trúmál. — Er skáldskap Gests að finna frá þessum tíma í Vesturheimi? — Ekki örugglega. Það er eitthvað af gamanþáttum eftir hann í Heimskringlu, en allur skáldskapur hans, sem máli skiptir, er eldri. Tími hans vestra hefur að mestu farið í blaðagreinar og deilur. Sumt skrifaði Gestur undir nafni, en annað verður með öruggri vissu rakið til hans þótt nafn- laust sé. — Hér heima hefurðu líka aflað gagna varðandi Gest? — Já, eg hefi viðað að mér öllum þeim upplýsing- um um hann og heimildum sem eg hef getað. Mest vann eg að heimildasöfnun um Gest árið 1956. Þá náði eg til margra manna, sem þekkt höfðu Gest og gátu frætt mig um ýmislegt varðandi hann. Sumir þeirra heim- ildarmanna eru nú látnir svo það var eiginlega á síð- ustu stundu að eg byrjaði að Sveinn Skorri. afla þessarra gagna. Annars hef eg leitast við að hafa upp á sem flestum, sem per- sónuleg kynni höfðu af Gesti. — Og nú ertu að skrifa bók um Gest Pálsson? Framh. á bls. 7. i i i j $ Bréf: Líkamsrefsing og frelsissvifting. Ég hef stundum verið að velta því fyrir mér undanfarin ár, hvort manndýrkun væri í uppsiglingu í íslenzku þjóðlífi. Þróunin hjá ýmsum opinber- um fyrirtækjum, hvernig þau eru túlkuð (presenteruð) gagn- vart almenningi, bendir ein- dregið í þá átt. Þar vdrðist helzt koma til greina, að ráða- menn þessara stofnana líti em- bættissögu sína svo stórum augum, að þeir ætlist til dýrk- unar, eða að þarna hafi átt sér stað mistök undirmanna, sem hafa viljað koma sér vel við yfirmenn sína. Eins og sæmir í menningar- þjóðfélagi höfum við íslend- ingar orðið nokkuð fastmótað skipulag, og þá að sjálfsögðu mörg embætti, sem annast hin ýmsu hjól þjóðfélagsvélarinn- ar. Það væri ekki óeðlilegt, að embætti þessi hétu einhverjum nöfnum og í raun og veru gera þau það. En svo einkennilega hefur samt viljað til, að heitin hafa oft færzt yfir á embættis- heiti stjórnenda þeirra og heita því stjóra embætti. Ef við flett um upp í Símaskrá 1961 og lít- um yfir nöfn margra þessara embætta finnum við „stjóra“ heitin nokkuð víða. Tökum þokkur dæmi: Tollstjóraskrif- stofurnar. Því ekki bara ToII- skrifstofurnar? Lögreglustjóra- skrifstofurnar. Er ekki nægi- legt að hafa aðeins Lögreglan? Svo geta komið undirfyrirsagn- ir eins og Varðstofa, Almenn skrifstofa, Lögreglustjóri o. s. frv. Sakadómaraskrifstofurnar. Væri ekki heldur nær að þær hétu Sakadómur Reykjavíkur? Oft heyrist talað um að menn séu dæmdir í sakadómi en aldrei í dómi sakadómara. — Raforkumálastjóri. Raforku- málaskrifstofan eða Raforku- málastjórn væri mun betra. Það er að minnsta kosti hálf óviðkunnanlegt ef við þurfum að finna Rafmagnseftirlit rík- isins í símaskránni, eða svo virðulega stofnun sem Raf- magnsveitur ríkisins, að þá verður að fletta upp í Raforku- málastjóra. Er þetta hægt? Ef við þurfum að finna Heilbrigð- iseftirlitið er það undir Borg- arlækni. Því ekki að láta emb- ættið heita Heilbrigðiseftirlit- ið og Borgarlæknir sem aðrar deildir þess kæmu sem undir- fyrirsagnir. — Borgardómari, Borgarfógeti. Allt er þetta á sömu bókina lært. Þó kastar fyrst tólfunum þegar kemur Verðlagsstjórinn, skrifstofa. — cvo kemur Eftirlit með verð- innfiuttra vara, Eftirlit með iðnaði og verzlun og síðast klykkir aftur út með Verðlags- stjóri og aðalfulltrúi. Þetta er fáránlegt. í meðvitund fólksins er þetta Verðlagseftirlit, hvað sem stjóranum líður, og er það ekki nóg? Allt eru þetta hin virðuleg- ustu embætti, og þedr menn, sem skipa topp-stöður þeirra, mega vera full sæmdir af þeim, þó þeir sjái ekki alltaf eða heyri sín persónulegu emb- ættisheiti bundin hverju smá atviki tengdu embættinu. Þó að hér hafd verið nefnd nokkur dæmi, eru þau þó sjálf- sagt til miklu fleiri, og víðar en í Reykjavík. Það eru líka mörg embætti, sem eru laus við þennan „ósóma“, t. d. Raf- magnsveita Reykjavíkur, Bæj- arskrifstofumar, Vegamála- stjórnin (mættd þó gjarnan vera Vegamálaskrifstofumar) Póstur og sími o. m. fl. Símaskráin er nýkomin út. Hún má heita aðal eða eina „addressubók" okkar íslend- inga. Vonandi kemur hún út aftur áður en langt um líður. Ég vona, að þessum „stjóra"- embættum gefist þó nægur tím,i til að íhuga þessar ábend- ingar og láta breyta ofan- greindum heitum í algjör emb- ættisheiti fyrir útkomu næstu símaskrár. Valur. Mynt Péturs Eins og fram mun hafa kom- ið á prenti, hefur Pétur H. Salómonsson, fyrrum í Sels- vör, látið slá peninga nokkra til minningar um dvöl sína þar. Er hér um að ræða gullpening, silfurpening og koparpening. Pétur leit inn á skrifstofu Vísis nýlega, og kvað myntina slegna fyrst og fremst til minn- ingar um sjósóknir sínar þaðan í 18 vertíðir, og hins ýmsu ævintýri sem hann hefur þar ratað í, þ. m. talin víg margra manna, innlendra sem útlendra — og síðast en ekki sízt athafn- ir sínar á Gullströndinni, en það er úr góðmálmum þaðan sem peningarnir hafa verio gjörðir. Selsvarardalir heita þeir, og er öðrum megin mynd af Pétri, en hinum megin er skjaldar- merki sægarpsins, sem er bryn- tröll, en bryntröll var eitt af skæðustu vopnum fornaldar- innar. Gullpeningur Péturs er 32 grömm að þyngd, af 14 karata gulli. — Silfurpeningurinn er 25 gr. og er af sterlingssilfri. Verð silfurpeningsins er 150 kr., koparpeningsins 50 kr., en sak- ir ókunnugleika Péturs á gull- verði hefur hann ekkj enn verð- lagt gullpeninginn. — Þeir eru allir til sölu hjá Pétri sjálfum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.