Vísir - 23.06.1961, Blaðsíða 1

Vísir - 23.06.1961, Blaðsíða 1
I VISIR 51. árg. — Föstudagur 23. júní 1961. — 140. tbl. Árás á Ak- ureyri. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í gær. Aðfaranótt s.l. íaugardags urðu tveir Akureyringar fyrir árás og hnjaski af hálfu gest- komandi manna í bænum og er þetta mál nú í rannsókn hjá bæjarfógeta. Um þrjúleytið umrædda nótt kom maður í lögreglustöðina á Akureyri og kærði árás á sig og félaga sinn, sem hann kvað liggja rotaðan úti á götu. Lög- reglan fór á stúfana og fann meðvitundarlausan mann liggj- andi á þeim stað sem henni hafði verið vísað á. Flutti hún manninn í sjúkrahús þar sem hann komst fljptlega til með- vitundar aftur. Voru ekki frek- ari meiðsli sjáanleg á honum og fékk hann að fara heim til sín daginn eftir. Mál þetta er enn í rannsókn, en eftir því sem næst verður komizt hittu tveir Akureyring- ar fjóra aðkomumenn á Ráðhús- torginu aðfaranótt 17. júní. Tóku þeir tal saman, en fljót- lega kom þó til missættis, enda voru mennirnir eitthvað við skál. Jókst sennan orð of orði, þar til orð þóttu engan veg- inn fullnægjandi til að sann- færa hver annan og heppilegra myndi vera að nota hnefana til þess arna. Voru heimamenn að því leyti grátt leiknir að annar var rotaður eins og að framan segir, en hinn slapp við minni háttar harsmíð. Var það sá, sem kærði árásina til lög- reglunnar. Færri skip í höfninni Heldur liefur fækkað' skipum í höfninni að undanförnu SÍS- skipin, sem stöðvuðust, fóru að sjálfsögðu út, er SÍS samdi. Eftir liggja nú Tröllafoss, Brúarfoss og Fjallfoss frá Eim- skipafélaginu, Esja, Herðubreið og Skjaldbreið frá Skipaútgerð ríkisins. Auk þess eru um 10 togarar stöðvaðir hér í höfn- inni, en þeir eru ekki allir frá Reykjavik, t. d. er Víkingur frá Akranesi enn hér í höfninni. Hinir sigruðu ganga af fundi Hlífar í gær. Kommúnistar trylltust á fundinum undir forystu Hannibals, en biðu algeran ósigur fyrir verkamönnum, sem fannst verkfalllið orðið nógu langt. Á myndinni eru þessir menn: Sigvaldi Andrésson, einn kommúnistanna, sem sagði sig úr stjórn Hlífar, af því að verkfallið varð ekki lengra, Jón Bjarnason, blaðamaður við Þjóð- viljanot, sem jafnan er notaður til þess, sem aðrir treysta sér ekki til að gera, nefnilega skrá hetjusögur um Hannibal, Guðmund J. og aðra slíka í verkfallinu, Hannibal og kommúnisti úr Reykjavík, sem hann hafði með sér til stuðnings. Frá fréttaritara Vísis. Raufarhöfn í morgun. Frá því klukkan 7 í gær- morgun þar til klukkan 8 í morgun fengu 50 skip síld á Hornsbanka og í Reykjafjarðar ál. Skipin héldu til Sigluf jarðar með síldina en mest af henni mun fara í bræðslu þar sem búið er að salta upp í samninga af síld með lágri fituprósentu er Finnar kaupa. — Síldin er hinsvegar ekki það feit enn, að hún sé hæf til söltunar sem feit-síld í aðra sölusamninga. Fyrir Norðurlandi er nú hið bezta veður og blíða um allan sjó. Enda þótt svo sé, er dauft yfir veiðunum og síldar hefur ' \ , Dagsbrún neitar að leysa verkfallið. ekki orðið var neinsstaðar ann- arsstaðar en á Hornsbanka og í Reykjafjarðarál. Enn sem komið er hefur síld ekki sézt vaða. Flugvélarnar fara af stað í dag í síldarleit. Varla nokkur bátur er nú á austursvæðinu, enda finnst mönnum þar ekki veiðilegt um þessar mundir. Straumur fer nú stækkandi og gera menn sér vonir um að veiðin glæðist í næstu viku þegar straumur er mestur. Menn telja síld vera á austursvæðinu, enda þótt hún finnist ekki á mæla. Ósamið á Raufarhöfn. Enn er ósamið um kaup við síldarverksmiðjur ríkisins á Raufarhöfn og við síldarsalt- endur. Samningar hófust í gær, en tókust ekki. Verkamanna- félagið á Raufarhöfn hefur krafist eins prósent meiri Frh. á 10. s. Bjargar barni Á sáttafundinum í gærkvöldi hafði Dags- brún það í hendi sér að leysa verkfallið með því að ganga að sömu kjor- um og um var samið í Hafnarfirði í gær. Buðu atvinnurekendur samninga samhljóða Hlífar- samkomulagir.u. Því neitaði Dagsbrún, þar sem gert er ráð fyrir að styrktarsjóðn- um stjórni óháð stjórn, cn hann sé ekki undir félags- stjórnina seldur. Með þessu hafa kommúnistarnir í Stjórn Dagsbrúnar enn einu sinni framlengt verkfallið og gjalda verkamenn þess nú að kommúnistar vilja halda öllum yfirráðum yfir styrktarsjóðnum. — En hver er ástæðan til þess að þeir vilja ekki að stjórn hans sé óháð? Verður því ekki á móti mælt að ábyrgðin á verkfall- inu hvílir nú öll á herðum kommúnistanna í Dagsbrún, þar sem vinnuveitendur hafa marglýst sig fúsa til þess að semja um 11% kauphækkun. Þjóðviljinn í morgun segir að verkfallið kosti þjóðina um 10 millj. króna á dag. Þá vita menn það. Með því að neita að semja um kjör, sem eru verkamönnum hag- stæðari en Dagsbrún sjálf heimtar, baka kommúnistar íslendingum 10 millj. króna fjárhagstap á dag, að þeirra eigin sögn. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. Síðastliðinn þriðjudag bjarg- aði 10 ára drengur tveggja ára barni, sem hrint hafði verið í sjóinn við Hafnarstræti, frá drukknun. Skeði þetta fyrir framan hús númer 49 við Hafnarstræti, en það stendur við sjó fram og er grjóthleðsla frá lóðinni niður í sjóinn. Fyrir utan húsið var 2ja ára drengur að leika sér, Hjörtur Guðmundsson að nafni og átti hann heima í húsinu. Bar þá að stálpaðan dreng sem gerði sér lítið fyrir og hrinti Hirti litla fram af uppfylling- unni og út í sjóinn, en hljóp síð- an á brott sjálfur. Tíu ára . gamall drengur, sem var á hjóli þar skammt frá, sá þegar þetta skeði, flýtti sér á staðinn og óð út eftir barninu, sem lá hjálparvana í sjónum og hefði drukknað ef hjálp hefði ekki borizt jafn skyndilega. í fallinu niður steinvegginn hafði barnið slegizt við stein og hlotið áverka á höfuðið. Var farið með það í sjúkrahús, þar sem gert var við sárið. Enginn sátta- fundur Engir sáttafundir verða með Dagsbrún og vinnuveit- endum í dag. Fundur hefur hinsvegar verið boðaður með rafvirkjum og meisturum þeirra kl. 4 í dag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.