Vísir - 23.06.1961, Blaðsíða 13

Vísir - 23.06.1961, Blaðsíða 13
Föstudagur 23. júní 1961 7IS1R 13 Og svo fylgir ókeypis listi yfir öll þau lönd þar sem bannað er að nota hann. Háskólahátíðin í haust. 50 ára afmælis Háskóla ís- lands verður minnzt í byrjun næsta háskólaárs, 6. og 7. okt. Röskulega 40 háskólum hefir verið boðið að senda fulltrúa á háskólahátíðina. Einstakar deildir háskólans háfa ákveðið að sæma nokkra menn doktors- nafnbót honoris causa í tilefni afmælisins og hefir þeim verið skýrt frá því. Síðar verður skýrt frá dagskrá hátíðahaldanna. Háskóla fslands bárust kveðj- ur og árnaðaróskir frá ýmsum aðiljum hinn 17. júní, þ. á m. frá menntamálaráðherra Dan- merkur, Jörgen Jörgensen, og frá nokkrum erlendum háskól- um og einstökum vísindamönn- um. Eimskipafélag íslands. Brúarfoss er i Reykjavík. Dettifoss fór frá Dublin 21. þ.m. til New York. Fjallfoss er í Reykjavík. Goðafoss fór frá Gautaborg 21. þ.m. til Reykjavíkur. Gullfoss kom til Reykjavíkur í gær. Lagarfoss fór frá Antwerpen í gær til Hull og Reykjavíkur. Reykja- foss fór frá Siglufirði 22. þ.m. til Ólafsfjarðar, Dalvikur, Hríseyjar og Húsavíkur. Sel- foss fór frá New York 16. þ. m. til Reykjavíkur. Tröllafoss er í Reykjavík. Tungufoss fór frá Hull í gær til Reykjavik- ur. Eimskipafélag Reykiavikur Katla fór í gær frá Rúðu- borg áleiðis til Archangel. — Ask.ja fer væntanlega í dag frá Heröya til Næstved. Skipadeiíd SÍS. Hvassafeli kemur til Grims- by 24. þ.m. frá Onega. Arnar- fell kemur til Rouen 24. þ.m. frá Arehangelsk. Jökclfell iestar á Austfjarðahöftium. Dísarfell fer væntanlega i dag frá Ventspils áleiðis til Islands. Litlafeil er í Hafnar- firði. Helgafell er á Skaga- strönd. Hamrafell er í Bat- umi. Jöklar h.f. Langjökull fór frá Vest- mannaeyjum í gær áleiðis til Noregs, Rússlands og Ham- borgar. Vatnajökull fór í gær frá Grimsby áleiðis til Brem- erhaven, Hamborgar. Amster- £ dam og Rotterdam. Skipaútgerð ríkisins i Hekla fer frá Gautaborg í kvöld til Kristiansands, Fær- eyja og Reykjavíkur. Herj- ólfur fer frá Reykjavík kl. 21 £ í kvöld til Vestmannaeyja. Sauöfé leggur eyði- garða* Mikil brögð hafa verið að því undanfarið, að sauðfé hafi eyði- lagt trjágróður og blóm í görð- um fólks í Keflavík, og þykir þeim mjög sárt, sem fyrir skaða og eyðileggingu verða. Traust girðing er í kringum allt bæjarlandið og grindahlið á veginum beggja vegna við bæinn, og hefir verið kostað til þess tugum þúsunda. Reykja- nesskaginn er sérlega lélegt beitiland utan girðingar Kefla- víkur og gerist því féð, sem er að jafnaði umhirðulítið, mjög ásækið í gras og annan gróður í Keflavík. Féð þjáist einnig af þorsta við að naga þurra, ryk- uga mótoppana utan girðing- ar. Fólk í Keflavík hefir treyst girðingunni um bæjarlandið og því horfið frá háum, gripheld- um girðingum um hverja lóð, bæði vegna kostnaðar og einn- ig vegna þess að lítil prýði er oft að slíkum girðingum. Nú hefir fé verið innan girð- ingar og eyðilagt verðmæti fyrir þúsundir króna í trjá- plöntum og blómum, auk þess sem rollurnar hafa etið upp allan áhuga fólks fyrir að rækta og fegra umhverfi sitt. Grunur er á um það, að eigend- ur hins vanhirta sauðfjár hjálpi því gegnum gönguhliðin eða á annan hátt gegnum girð- ingu bæjarlandsins til að bæta því í munni með kjarngresi og skrautblómum Keflvíkinga. UTVARPIÐ 1 dag. Kl. 18.30 Tónleikar: Har- monikulög. 18.50 Tilkynning- — ég veit vel að þér sögðuð mér upp í síðustu viku, það er allt í lagi — ég er bti að fyrirgefa yður. ÍUVNVWWWWWWWAVft ar. 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. — 20.00 Éinsöngur: Walter Anton Dotzer syngur óperettulög eftir Johann Strauss og Franz Lehár. 20.15 Efst á baugi (Björgvin Guð- mundsson og Tómas Karls- son). 20.45 Tónleikar: Spænsk ir dansar eftir Granados (Hljómsveit tónlistarháskól- ans í Paris leikur; Enrique Jorda stjórnar). 21.00 Upp- lestur: Björn Daníelss. skóla- stjóri á Sauðárkróki les frum- ort kvæði. 21.10 Islenzkir pia- nóleikarar kynna sónötur Mozarts: XIIÍ: Guðmundur Jónsson leikur sónötu í B-dúr (K333). 21.30 Útvarpssagan: „Vítahringur" eftir Sigurð Hoel; XIII. (Arnheiður Sig- urðardóttir). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsag- an: „Þríhyrndi hatturinn" eftir Antonio de Alarcón; VIII. (Eyvindur Erlendsson). 22.30 1 léttum tón: Islenzk dægurlög leikin og sungin. — 23.00 Dagskrárlok. Loftleiðir. Föstudag 23. júní er Leifur Eiríksson væntanlegur frá New York kl. 06.30. Fer til Luxemborgar kl. 08.000. Kem- ur til baka frá Luxemborg kl. 23.59. Heldur áfram til New York kl. 01.30. Þoríinn- ur karlsefni er væntanlegur frá New York kl. 09.00. Fer til Oslo, Kaupmannahafnar og Hamborgar kl. 10.30. — Snorri Sturluson er væntan- legur frá Stafangri og Oslo kl. 23.00. Fer til New York kl. 00.30. í Vísi 23. júní 1911 birtist eftirfarandi auglýsing: Chr. Junchers Klæðaverksmiðja í Randers. Sparnaðurinn er vegur til auðs og hamingju og því ættu allir sem vilja fá gott og ó- dýrt fataefni (einnig fær- eyskt húfuklæði) og láta ull sína og ullartuskur verða að notum, að skrifa klæðaverk- smiðju Chr. Junchers í Rand- ers og biðja um hið marg- breytta þrufusafn hans. Það er einnig til sýnis á afgreiðslu stofu Vísis. Skýringar á krossgátu nr. 4412: Lárétt: 1 slunginn (þf.) 3 stúku. 5 kös. 6 lít. 7 efni sem ofið er úr. 8 stafur. 10 líns. 12 garg. 14 stanga. 15 dýrs (ef.) 17 tveir eins. 18 trylltari. Lóðrétt: 1 duglega. 2 er (erl.) 3 þeir sem halda á. 4 talar án vits. 6 hitagjafi. 9 aðför. 11 söguhetja. 13 varúð. 16 sólguð. Laus á krossgátu nr. 4411: Lárétt: 1 Kös. 3 sos. 5 el. 6 SÓ. 7 fel. 8 UN. 10 koll. 12 Ron. 14 Nóa. 15 nös. 17 NN. 18 öspina. Lóðrétt: 1. Kelur. 2 öl. 3 Sólon. 4 siglan. 6 sek. 9 nóns. 11 lóna. 13 nöp. 16 si. Þann 16. júní opinberuðu trúlofun sína ungfrú Dagný Gísladóttir, Tunguvevi 10, og Ragnar Tómasson stud. jur., Grenimel 19. •jíf Það hefir vakið nokkra gremju í Bretlandi, að sex Iítil herskip, freigátur hafa komið í kurteisisheimsókn til Lissabon. Brezkur maður hefir fengið 1000 punda skaðabætur vegna fótaráverka, sem hef- ir í för með sér, að hann getur ekki dansað „jive“. MiWiíBítwaSD Föstudagur 23. júní 1961. 174. dagur ársins. Eldríðarmessa. Sólarupprás kl. 01.58. Sólarlag kl. 00.31. Árdegisháflæður kl. 01.32. Síðdegisháflæður kl. 13.17. Ljósatimi bifreiða er eng- inn frá 14. maí til 1. ágúst. Slysavarðstofan er opin allan sólarhringinn. Lækna- vörður er á sama stað, kl. 18 til 8, sími 150300. Næturvarzla þessa viku er í Ingólfsapóteki, sími 11330. Holtsapótek og Garðsapó- tek eru opin virka daga kl. 9 —19. iaugardaga kl. 13—16. Kópavogsapótek er opið alla virka daga kl. 9,15—8, laugardaga frá kl. 9,15—4, helgid. frá 1—4 e.h. Simi 23100. Slökkvistöðin hefur 'síma 11100. Lögregluvarðstofan hefur síma 11166. Minjasafn Reykjavíkur, — Skúlatúni 2, er opið daglega kl. 14—16 e.h„ nema mánud. Þjóðminjasafn fslands er opið alla daga kl. 13.30—16. Listasafn ríkisins er opið daglega kl. 1.30—16. Listasafn fslands er opið sunnud., þriðjud., fimmtud og laugardaga kl. 13.30—16. Ásgrímssafn. Bergstaðas! 74 er opið þriðjud., fimmtud og sunnudaga kl. 13.30—16. Bæjarbókasafn Reykjavíl ur. Aðalsafnið, Þingholtstr 29A: Útlán 14—22 alla virka daga, nema laugard. 13—16 Lokað á sunnudögum. Les stofa: 10—22 alla virka daga nema laugardaga_ 10—16. LoK' að á sunnud. Útibú. Hólm garði 34: Opið 17—19 ali virka daga nema laugard. Útibú. Hofsvallagötu 16. Opi<' kl. 17.30—19.30 álla virka daga nema laugardaga. THE SUItrKSEP KA5O0NS LAFSE7 IMTO SILENCE WHEN THEY HEAK.7 A WHITE MAN SPEAIC THEIE LANSUAGE- Tarzan var fljótur á sér og ávarpaði hópinn. Bíðið, sagði hann. Nú skora ég á foringja ykkar til átaka Aparnir þögnuðu skyndilega þegar þeir heyrðu hinn hvíta mann tala mál þeirra. Einn grimmilegur Baboon kom fram og það RJTONE FIECCE MAN7KILL V\V NOT FALTEK.'vERy W^' TV t mAIhii H ' * var ekkert hik á honum. — Allt í lagi. Við skulum berj- ast, urraði hann.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.