Vísir - 23.06.1961, Blaðsíða 16

Vísir - 23.06.1961, Blaðsíða 16
VISIR Föstudagur 23. júní 1961 Hehndallarferi um helgina. Fyrsta ferð Heimdallar, FUS, á þessu sumri verður nú um helgina. Ferðinni er heitið í Raufarhólshelli og verður lagt af stað frá Valhöll við Suður- götu kl. 2 á laugardag. Fyrst verður ekið að Gull- fossi og Géysi og þaðan að Laugarvatni, þar sem gist verð- ur í tjöldum. Eftir hádegi á sunnudag verður ekið að Raufarhólshelli og hann skoðaður. Þátttakend- ur þurfa að hafa með sér nesti og tjöld, ef þeir geta, en heitt kaffi verður framreitt á tjald- stað. Ferðin kostar 200 kr. All- ar nánari upplýsingar um ferð- ina verða veittar í skrifstofu Heimdallar, Valhöll (sími 17102). Þátttakendur eru beðn- ir að skrá sig sem fyrst. Óloft í Frisco Hitabylgja hefir gengið yfir San Francisco og var hún heit- asta borg Bandaríhíjanna í lok sl. viku. Komst hitinn þá upp í rúm- lega 38 stig á Celcius, og olli það miklum erfiðleikum í 'borginni. Um 40 manns vorú fluttir í sjúkrahús, af því að þeir höfðu örmagnazt af hitan- um, en um dauðsföll var ekki að ræða. Vinna hófst í Hafnarfirði í morgun. Benzín fæst þar þó ekki. Vinna hófst aftur í Hafn- arfirSi eftir að verka- mannafélagið Hlíf í Hafnar- firði hafði samþykkt svo til einróma samninga þá sem meirihluti stjórnarinnar hafði gert við atvinnurek- endur. Eftir hið langa verkfall tekur það nokkurn tíma að atvinnulífið komist í jafn- vægi. Utgerð báta hefur til dæmis stöðvast og er það fyrst í dag að dragnótabát- ar og humarbátar komast á sjó. Afla af þeím er ekki að vænta fyrr en á morgun. Vinna er því ekki almennt hafin í fiskiðjuverunum. Aðeins einn togari lá þar í höfn. Er það Surprise og hófst Iosun á fiski úr honum í morgun. Togar- ar bæjarútgerðarinnar eru á veiðum og eru ekki væntanlegir á næstunni. Benzínskortur er enn í Hafn- arfirði. Fá Hafnafirðingar benzín frá Reykjavík og verða vandkvæði á útvegun benzíns þar til samið verður við Dags- brún. Reykvíkingum þýðir því ekki að leita til Hafnarfjarðar til að fá benzín. Hafnfirðingar búa enn við kartöfluskort eins og Reykvíkingar, að öðru leyti er atvinnulíf þar að færast í eðlilegt horf. Samkomulag Hlífar við at- vinnurekendur var samþykkt með 158 atkvæðum gegn 5 og var almennur fögnuður á fund- inum yfir samningum sem liækka kaup verkamanna um 11 prósent og orlof verði 6 pró- sent af launum. í hinni 11 pró- sent kauphækkun er gert ráð fyrir að greitt verði 1 prósent af launum í sjúkrasjóð. Krakkar kveikja í verðmætum. Litlu munaði í gærkveldi að stórtjón hlytizt af er eldur kviknaði í bragga þar sem neta- verkstæði er til húsa og mikil verðmæti geymd. Voru það krakkar sem hlut áttu að ikveikju í bragganum sem er í Knoxbúðum. Höfðu þau brotið gat á vegg og síðan troðið inn um það fatadruslum og alls konar drasli og kveikt í. Eldurinn komst í lítið afþiljað herbergi sem var þar inn af og brann það talsvert, en slökkviliðið kom nógu fljótt á vettvang til að koma í veg fyr- ir að eldurinn kæmist inn í sjálft verkstæðið. Þar voru verðmæti geymd, sem voru mjög eldfim og skiptu tugþús- undum króna. Þessi kvaðning slökkviliðsins var rétt fyrir klukkan 8 í gær- kveldi, en slökkvistarfið gekk vel og tjón varð, sem betur fór, lítið. Meðan stóð á Hlífarfundinum í gær, stóð þessi bill — R-10313 — allan tímann fyrir dyrum úti. Var hann hin bezta sönnun þess, að kommúnistar töldu sér pólitíska nauðsyn á að halda verkfallinu áfram, því að ökumaðurinn er fram- kvæmdastjóri kommúnistaflokksins, og flýtti sér á brott til að segja sorgartíðindin, þegar fundinum var lokið. Æra kommúmstans tald- ist sáralítiii skudduú. únistafomstuna. Ölgerðin Egill Skallagríms- son mun í dag kæra nokkra verkfallsmenn m. a. Guðmund J. Guðmundsson og Eðvarð Sig- urðsson fyrir að hafa með of- beldi hindrað löglega starfsemi fyrirtækisins. Á þriðjudagskvöld kom til nokkurra átaka er verkfalls- menn hindruðu með valdi af- greiðslu á öli til kaupmanns, sem hafði komið að sækja það sjálfur. Síðan ha(a verkfalls- verðir staðið vörð og hindrað afgreiðslur, sem óskað hefur verið eftir. Málflutningsmaður Ölgerð- arinnar verður Hilmar Garðars héraðsdómslögmaður. Þjóðviljinn gerir mikið veður út af því í morgun, að Her- stcinn Pálsson ritstjóri hafi ver ið dæmdur fyrir ummæli, sem birtust hér í blaðinu á sl. ári um einn starfsmann Þjóðvilj- ans. Þegar kommúnistar og aðrir andstæðingar vestrænnar sam- vinnu efndu til fundar að Þing- völlum á sl. hausti, kom í ljós einn morguninn,. að á annan vegg Almannagjár hafði verið málað „Ami, go home“, sem er eitt helzta slagorð kommúnista víða um heim. Var talið sennilegt, að Guð- geir Magnússon, auglýsinga- stjóri Þjóðviljans, hefði gert þetta, en hann stefndi ritstjófa Vísis fyrir að nefna hann í þessu sambandi. Telur Þjóðviljinn í morgun, að kommúnistinn hafi unnið mikinn sigur, þar sem ummælin um hann voru,dæmd dauð og ómerk — þar sem verknaðurinn sánnaðist ekki — en Hersteinn hlaut smávægi- lega sekt og Guðgeir dálitlar miskabætur. Heldur minna verður þó úr sigrinum, þegar litið er á dóm- kröfur þær, sem kommúnistinn gerði: 1) Hann krafðist þyngstu refs • ingar, sem lög leyfa. Dóm- urinn: Sekt, sem nemur 800 kr., og þekkist vart minni sekt i slíkum málum. 2) Hann krafðist 15.00 — fimmtán þúsunda — króna í miskabætur fyrir meidd- an heiður! Dómurinn: Æran taldist sködduð svo að nam 2000 krónum aðeins. 3) Hann krafðist íjárhæðar til að standast kostnað af að birta dóminn! Dómurinn: Talið nægilegt, að hann fái rúm, er kostar kr. 300.00. Má af þessu sjá, að dómarinn hefur ekki litið kvörtun komm- únistans alltof alvarlegum aug- um eða talið höggvið mjög nærri heiðri hans. Ný fram- haldssaga. í gær hófst í blaðinu ný framhaldssaga eftir ensku skáld konuna Denise Egerton. Sagan heitir „Grunaður um glæp“ og fjallar, eins og góðri framhalds- sögu sæmir, um ástir og af- brot. Hún er full spennandi og óvæntra augnablika og allir þeir, sem lesið hafa söguna, eru sammála um, að atburðarásin sé óvenju hröð og lifandi. Ráðleggjum við sem flestum að fylgjast með frá byrjun. Veðurhorfur: Breytileg átt, súld, léttskýj- að síðar. ////'/</ '' íáí *' ‘

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.