Vísir - 23.06.1961, Blaðsíða 10

Vísir - 23.06.1961, Blaðsíða 10
10 V I S I R IMapoIeon* Föstudagur 23. júní 1961 Það er ekki eins títt hér við land, að menn eigi skemmti- eða hraðbáta sér til dægrastyttingar eins og með ýmsum öðrum þjóðum. Það stafar vafalaust af því, að slíkir gripir eru dýrir. Þar fyrir hafa menn skemmtun af slíkum tækj- um, eins og sjá hefir mátt undanfarið, þegar vélbáturinn „Silfurrörin“ hefir brunað um höfnina á góðviðrisdögum. Framh. af 9. síðu. þreytu og sultar hersveita sinna varð hann að hvíla þær um hríð og gefa sér tóm til að skipuleggja aðdráttar- leiðir sínar. Einn af hershöfðingjun- um varaði Napóleon við þessu mikla kappi, því að riddaraliðið væri að bugast, en hann lét ekki sannfærast, og Murat rak riddara sína áfram með svo miklu ofur- kappi, að hann eyðilagði bókstaflega þetta dýrmæta vopn Frakka. Á fimm vikna sókn hafði Napóleon gert fjandmanninum lítið mein, en misst um þriðjung liðs síns vegna þreytu o. þ. h. og hinir voru allir illa á sig komnir. Vildi knýja fram orustu. Keisarinn velti nú fyrir sér tveim kostum. Annar var að búast um í Vitebsk sem bezt, unz Rússar fgngj- ust til að leggja til atlögu eða halda sókninni áfram og reyna að neyða Rússa til orustu. Hann valdi síðari kostinn og taldi hann á all- an hátt betri. Hann trúði líka, að gengið mundi til orustu, af því að hann vildi Ed. Murrow - Tramh. af 8. síðu. imdir Vínarfundinn, ef það var þá eitthvað. Mr. Murrow: Við vorum hafðir með í ráðum. Við vorum látnir vita hvað yrði tekið með til Vínar af stjórn arskjölum. En aðalhlutverk okkar var' að útbreiða og túlka skoðanir og stefnu Bandaríkjanna á fundinum. Mr. Spivak: Voruð þér með í ráðum um stefnu- myndun stjórnarinnar fyrir fundinn? Mr. Murrow: Nei. Mr. Spivak: Gerðuð þér yður grein fyrir hinum mörgu hættum í sambandi við áróðurinn, þegar forset- ,mn ákvað að fara til fundar við Krúséff, í ljósi þess, sem gerzt hafði á síðustu stór- veldafundum? Mr. Murrow: Svona fund- um fylgja ætíð nokkrar áhættur, en ég held ..að stefna og tilgangur stjórn- arinnar hafi frá upphafi gert mönnum Ijóst, að ekki var að vænta ákveðinnar niður- stöðu. að þessar viðræður voru aðeins til að forða frek- ari misskilningi, sem byggð- ur væri á skökkum útreikn- ingum. Mr. McCormick: Hvernig ætlið þér að meta það á það, og treysti því, að hann mundi hafa sigur, af því að það var honum nauðsyn. Hann var ekki í vafa um, að aðallinn mundi neyða keisarann til að semja frið, því að sá árangur var undir- staðan í öllum útreikning- um hans. Kæmi það fyrir, að hann sæi afleiðingarnar, sem yfir vofðu, þurfti ekki nema smá atvik, svo sem komu nýliða eða fagnaðaróp hermanna, til þess að telja honum hug- hvarf. Þá var hann reiðubú- inn til að hætta á hvað sem var til að vinna sigurinn. Klaufska Rússa varð til bjargar. Hann gaf þess vegna fyr- irskipun um, að haldið skyldi til Smolensk. Rétt í svip var hamingjan honum hliðholl, því að rússnesku herirnir, sem höfðu verið sameinaðir og fengið liðsauka, svo að þar var um 130.000 manns að ræða, stefndu nú fram og bjuggust til átaka. En tilgangur Rússa og tækifæri Napóleons fóru að mestu út um þúfur vegna lélegrar herstjórnar Rússa. Rússar fylktu nefnilega her sínum í tvennu lagi og herhlutarnir hvaða hátt Voic'e of America útvarpsstöðin á að meta nið- urstöður Vínarfundarins? Mr Murrow: Við reynum auðvitað ekki að meta þær fyrr en einhver árangur er sjáanlegur’. Við verðum að bíða eftir þeim, einkum sjá hvað gerist á þeim tveim Genfar-ráðstefnum, sem nú standa yfir Mr. McCormick: Álítið þér ekki að rétt sé að hafa yður með í ráðum, þegar tekin er stefna í utanríkis- málum? Góður orðstír okk- ar erlendis er jafnmikilvæg- ur og grundvallarstefnan. Mr. Murrow: Ég held við getum sagt með sanni að góð stefna sé góður áróður. Þeg- ar ég sagði að ég væri ekki með í ráðum um stefnumót- un, átti ég við að ég er éng- inn utanríkisráðherra. En á hinn bóginn er ég spurður hvað ég álíti um viðbrögðin erlendis við ákveðnum at- riðum í stefnu Bandaríkj- anna. Mr. McCormick: Fylgizt þér með daglegum gangi af- vopnunarráðstefnunnar og ráðstefnunnar um bann við kjarnorkuvopnum? Vitið þér nákvæmlega hvað þar er að gerast? Mr Murrow: Vissulega, Viðtalið var mun lengra, en hér er aðeins unnt að gefa fáein sýnishorn. misstu síðan tengslin inn- byrðis. Þá var ekki lengur hægt að gera heildarárás á Napóleon og ekki um ann- að að ræða en hörfa til Smo- lensk og búast þar um á eystri bakka Dnjepr-fljóts. Þann 15. ágúst var Napó- leon kominn með her sinn til Smolensk, og sá þá, að Rússar gerðu sig líklega til að hörfa rétt einu sinni. Fyrstu áhrifin, sem þetta hafði á hug hans, var að fá hann til að hallast helzt að gætilegri áætlun. Hann kvaðst ætla að treysta tök sín á því landi, sem hann hafði náð á vald sitt í Rússa- veldi — gera það að ógnandi fleyg inn í ríki keisarans og „sjá til hvað Alexander finn- ist um það“. Berthier mar- skálkur, yfirmaður herráðs- ins, lét í Ijós vafa um, að þetta áform mundi verða langlíft — að hann sæi sig um hönd. Það kom brátt á daginn, að hann , átti koll- gátuna. Rússar brenna Smolensk. Jafnskjótt og Rússar fengu pata af því, að Napó- leon ætlaði að reyna að kom- ast að baki þeim, forðuðu þeir sér enn einu sinni og kveiktu í borginni. Napóle- on varð fullur af trúnaðar- trausti, þegar hann hélt inn í brennandi borgina, og sagði: „Eftir mánuð verð- um við komnir til Moskvu, og eftir sex vikur verður friður kominn á.“ Þarna tóku Frakkar rússneskan herforingja til fanga, og Na- póleon sýndi, að hann gerði sér ekki grein fyrir, hvaða tilfinningar hann hafði vakið með Rússum, því að hann sagði, að heiður beggja hefði fengið fullnægingu, ef þeir legðu aðeins til orustu. En nú var prédikað heilagt stríð gegn Frökkum. Hvergi var hestúr eða vagn skilinn eftir — og varla var nokk- urn mann að finna, sem hægt var að neyða tii að segja til vegar. Þeir brenndu hverja vöruskemmu og gripahús. og brenndu borgirnar áður en þær voru yfirgefnar. Góður gestur. Frú Muriet C. Heath frá London, er nýkomin til Rvíkur í framhaldi af ferð um Norður- lönd. Hefur frit Heath heim- sótt þar félagsdeildir í kristi- legum bindindissamtökum kvenna. Allt frá unglingsárum hefur frú Heath haft mikinn áhuga á öllum málum, sem varða sið- ferði og þjóðfélagsleg velferð- arstörf. Langur starfsferill í alþjóð- legum kristilegum bindindis- samtökum kvenna, hefur veitt I Síldin - Framh. af 1. síðu. hækkun en samið hefur verið um annarsstaðar. Kaupfélagið bar á staðnum hefur samið við verkamenn um 12 prósent hækkun á vinnulaunum þar sem það er eitt aðili að samn- ingum. Hinsvegar á kaupfélag- ið hlut í tveimur söltunarstöðv- um og gildir samningur kaup- félagsins við verkamenn ekki í því tilfelli. Verksmiðjurnar tilbúnar. Síldarverksmiðjurnar eru til- henni góða þekkingu á ýmis konar fræðslustarfsemi bind- indishreyfinganna. Verkefni hennar hafa verið margvísleg, æskulýðsstarf, skyldur og rétt- indi borgara, útgáfustarfsemi og hvers konar bindindisstarf- semi. Sem aðalritari heimssamtak- anna hefur frú Heath ferðazt mjög mikið til þess að efla og auka starfsemina í mörgum löndum. Hún hefur haldið fjölda fyrirlestra í útvarp og sjónvarp á þingum og fundum víða um heim. Frú Heath og eiginmaður hennar herra H. Cecil Heath lögfræðingur, eru kvekarar. — Herra Heath á sæti í mörgum mikilvægum nefndum, sem fást við vandamál siðferðis og þjóðarhags og tekið virkan þátt í löggjöf um áfengismál. Frú Heath mun halda fyrir- lestur í húsi KFUM, Amt- mannsstíg 2B í kvöld kl. 8.30 e. h. búnar að taka á móti síld þegar búið er að semja. Hér er hægt að taka móti 70 þúsund málum í þrær. Söltunarstöðvarnar eru líka tilbúnar að taka á móti síld um leið og samið verður. íþróttir - Framh. af 2. •iiðu. Tugþraut. Kutienko, Sovét 8.12V Kuznjetsov, Sovét *) 7.672 Djatjko, Sovét 6.691 *) Árangur Kuznjesovs í tugþraut nær einungis til níu greina. Hann slasaðist á hendi og vildi ekki kasta spjóti. , Árangur Kuzenzovs í tug- þraut er ekki sambærilegur við afrek annnarra, þar eð hann varð, vegna meiðsla, að sleppa einni grein, sjótkastinu, en þar er hann mjög sterkur. Eins og frem kemur í þess- ari skrá, eru það Suður-Evrópu- búar, sem hafa yfirhöndina í spretthlaupunum, A.-Evrópu- menn hafa unnið flest beztu afrekin í millivegalengda- hlaupunum, en Rússar eru beztir ( langhlaupunum — þeir eru einnig sterkastir í báð- um grindahlaupunum og hindr- unarhlaupi. f stökkum eru Rússar einnig sterkastir, en í köstunum ber mest á hinum „gömlu“ stjörn- um frá fyrra ári, Rowe, Piat- kowski og Lievore. Um síðustu helgi biðu 11 manns bana í umferðarslys- um í Svíþjóð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.