Vísir - 23.06.1961, Blaðsíða 7

Vísir - 23.06.1961, Blaðsíða 7
Föstudagur 23. júní 1961 V I S 1 R 7 HANN ÞOLIR IKKI DAGSBIRTU. Óuiw/i ofntcnti* si*na þjáir shaziiun tlrcaty. Snemma á hverjum morgni fer frú William Mclntosh, sem búsett er í Edinborg í Skot- landi, með átta ára gömlum syni sínum, Freddie, í strætis- vagni. systur. Hann verður bókstaf- lega að vera í umbúðum, því að læknar hafa dæmt, að hann hafi ofnæmi fyrir ljósi. í hvert skipti sem ljós kemst að hör- undi hans, hleypur þar upp í rauðum útbrotum og kláðinn er óskaplegur. Þess vegna verð- ur Freddie að ganga með um- búðir um hendur og andlit og ekki kemur til mála, að hann sé með ber hné eins og margir strákar. „Koddinn hans var oft löðr- andi í blóði, af því að hann klór- aði sér svo mikið,“ sagði faðir hans einu sinni við fréttamenn. „Okkur grunaði, að hann hefði ofnæmi fyrir einhverju, og breyttum mataræði hans, fatn- aði, og konan losaði sig til dæm is við fiðursængurnar. Við vor- um jafnvel hrædd við að láta hann horfa á myndvarpið. Sjálfur hefi eg mikla ánægju af garðyrkjustörfum, en eg gróf upp hvert blóm í garðinum okkar af því að eg óttaðist, að þau ættu einhverja sök á þessu.“ En allt kom fyrir ekki, og læknir fjölskyldunnar hefir einnig sagt: „Eg hefi nú verið starfandi læknir í 25 ár, en eg hefi aldrei komizt í kynni við annað eins.“ Húðsjúkadómasér- fræðingar við borgarsjúkrahús- ið í Edinborg segja líka, að of- næmi fyrir birtu sé afar sjald- gæf, og muni það stafa af því, að húðina vantar eitthvert varnarefni gegn áhrifum sólar- innar. Þeir segja hiklaust, að þeir kunni engin ráð við þessu, en þetta sé ekki hættu- legur sjúkdómur, þótt hann hljóti að vera ósköp þreytandi og óþægilegur. Þeir gera til- raunir með að láta birtu kom- ast að örlitlum bletti á líkama hans til að ganga úr skugga um, hvort þar getur myndazt ónæmi. Ef það ber ekki árang- ur, standa þeir uppi ráðalausir, en vonast aðeins til þess, að hann losni einhvern veginn við þetta, þegar hann nær kyn- þroskaaldri — verður 12 ára gamall. En það finnst átta ára snáða óratími, og hann spyr pabba sinn oft: „Pabbi, læknast eg nokkru sinni?“ Því að þessi fjögur ár verða ár einveru og myrkurs. Það var aðeins fyrir nokkru, að Greddie var leyft að fara aftur í skólann eina klukkustund, þegar umbúðun- um hafði verið skipt í‘ borgara- sjúkrahúsinu. Börn annað hvort forðast hann eða stríða honum og einu vinir hans eru foreldr- ar hans og strætisvagnastjórar borgarinnar. „Börn geta verið grimmlynd, en þó eru fullorðnir hálfu verri,“ segir faðir hans. „Sumt fullorðið fólk hefir verið ó- skaplega ruddalegt, því að það hefir sagt börnum sínum að forðast Greddie — jafnvel þótt það viti, að útbrotin eru ekki smitandi.“ Háskólanum færðar góðar bókagjafir. „Geimfarinn“ Freddie. Ökumaðurinn gerir að gamni sínu við mæðginin og segir: — Hvað segir geimfarinn okk- ar í dag? Þá brosir Freddie gegnum götin, sem gerð hafa verið fyrir augu og munn og augu hans ljóma. En aðrir far- þegar eru ekki eins skilnings- ríkir, og það kemur fyrir, að konur halla sér að móðurinni og segja: — Brenndist hann mjög illa? Þá svarar móðirin með þolinmæði: — Nei, hann er bara haldinn húðsjúkdómi. f)g þá á hún von á að konur í vagninum stingi saman nefj- um og hvísli sín á milli: — Sennilega stafar þetta af lé- legri umhirðu. Þetta særir hana mjög, en hún getur aðeins bros- að til Freddies, þegar hún stíg- ur úr vagninum hjá borgar- sjúkrahúsinu. Hinn 30. maí s.l. afhenti sendiherra Kanada á íslandi, dr. Robert MacKay, Háskóla íslands bókagjöf frá ríkisstjórn Kanada. Bækur þessar varða einkum atvinnu- og menningar- sögu svo og stjórnskipun Kan- ada. Hinn 16. júní s.l. bárust Há- skóla íslands tvær bókagjafir ásamt afmælisóskum gefenda. Frá utanríkisráðherra ísraels, frú Goldu Meir, var afhent rit- safn frá söguslóðum biblíunnar, en utanríkisráðherra sýndi há- skólanum þá sæmd að heim- Kflli frændi! sækja hann, er hún dvaldist hér á landi fyrir skömmu. Þá færði sendifulltrúi Karl Row- old, staðgengill þýzka sendi- herrans, háskólanum 80 bindi af merkum vísindaritum þýzk- um, einkum í tæknifræðum og læknisfræði.Fyrr á árinubárust háskólabókasafni um 50 bindi af þýzkum vísindaritum um hendur þýzka sendiráðsins. Bókagjafir þessar eru frá „Deutsche Forschungsgemein- schaft“. Háskóli fslands flytur gef- endum þakkir fyrir þessar á- gætu bókagjafir. (Frétt frá Háskóla íslands.) Sýnóduser- indi séra Arn- ar Friðriks- sonar hlakkaði sg ekki neitt sérlega til að heyra, því að reynslan hef- ur kennt mér, að misjafnlega getur tekizt til um það, sem flytja skal í an- dagt á hátíðlegum samkomum andlegra leiðtoga, en sannar- lega lagði ég eyrun við. Séra Örn ræddi neyðina og hjálpar- þörfina í heiminum, neyð af völdum náttúruafla, fáfræði, kunnáttuleysis, styrjalda og pólitískra ofsókna, og hann gerði grein fyrir þeirri stað- reynd, sem einhvern tíma hefði þótt ólíkleg, að ýmsar og óiíkar kirkjudeildir hafa sam- einazt um að bæta úr eftir getu og aðstæðum, sýndi meðal ann- ars fram á, að trúboð og hjálp- arstarfsemi fara nú yfirleitt saman. Hann lét þess og getið sem sinnar skoðunar, að kristn- ir menn gætu ekki boðað trú sína á áhrifameiri hátt en með hjálp við þurfandi, sjúka eða ofsótta meðbræður. Hann minntist á það, sem oft kemur fram’ hér hjá okkur í blöðum og í einkaviðtölum, að menn láta í ljós, ef fé er varið til hjálpar bágstöddum mönnum í fjarlægum löndum, að nær hefði nú verið að verja þessum fjármunum til gagnlegra hluta hér á landi. En það mundi sannast mála, að sá, sem ekki heyrir kveinstafi kvalins ná- unga síns, þótt höf og lönd skilji, og finnst nær að verja guðsþakkarkrónunum í að stækka félagsheimilið eða bæta veginn en að láta þær lina þján- ingar einmana barns eða sjúkr- ar móður í framandi landi fyrir milligöngu alkirkjuráðsins eða til dæmis þeirra trúboðsfélaga, sem nú skírskota til samvizku hins menntaða heims út af hryðjuverkum portúgalskra harðstjóra suður í Angola, hann mundi gjarnan láta sér í léttu rúmi liggja sitthvað það þurfandi, sem næst honum er, því að hann sér ekki eins langt og nef hans nær. Auk þess sem það hefur sitt siðferðilega gildi fyrir hvern einstakan að sjá neyð náunga síns, þó að fjöll og sær sé á milli, er beinlínis framtíðarheill alls hins vest- ræna heims undir því komin, svo sem nú er orðið málum skipað, — og þá ekki sízt kot- þjóða, sem allt sitt eiga undir sannri menningu þeirra, er meira megna, að takast megi sem fyrst að forða frá hörm- ungum og kvalræði bjargar- ! leysis, þekkingarskorts og kúg- unar sem allra flestum, er þessa jörð byggja, hvernig sem þeir eru litir og hvar sem þeir líða sína nauð. Erindi séra Arnar vitnaði um víðsýni og alvöru og djúpan og einlægan skilning á veigamestu skyldum hvers þess manns, sem hefur orðið þeirrar blessunar aðnjótandi að vera fæddur og uppalinn við þá mannhelgi, er smátt og smátt hefur til orðið fyrir áhrif krist- innar trúar — og jafnvel þeir' eiga við að búa, sem ekki telja sig kristna — góðu heilli. Guðmundur Steinsson rithöf- undur flutti erindi, sem höf- undur Nashyrninganna, Eugéne lonesco hefur samið um til- raunaleikhús. í erindinu birtist frjáls og rökvís hugsun mikils hugsjónamanns, — þar sem hann er, þar getur ekki bein- línis að líta neinn sósíalrealísk- an gjammrakka í hlekkjafesti einræðis og harðstjórnar! Þýð- ing Guðmundar var með ágæt- um, og hann flutti erindið af tilgerðarlausum þrótti. G. G. H. Gestur Pálsson - FrL. af 4. síðu: — Það er langt síðan eg ákvað að endurskoða og leiðrétta prófritgerð mína um Gest, og í fyrrahaust tókust samningar við Menn- ingarsjóð að hann gæfi bók- ina út. — Stór bók? — Hún gæti orðið eitthvað í kringum 400 síður, þó ekki fyllilega ráðið, enda hef eg ekki lokið við handritið. Það er heldur ekki ráðið hve- nær hún kemur út, en um það hefur þó verið talað að eg skilaði handriti á kom- andi hausti. — Doktorsrit? — Engan veginn. Aðeins bók handa almenningi til að lesa. Örlögin hafa leikið Freddie grimmilega. Fyrir ári var hann alheill og hi’austur snáði, sem lék sér með jafnöldrum sínum i sólinni. Nú verður hann að vera inni öllum stundum, má ekki umgangast börn á líku reki og hittir enga aðra en for- eldra sína, tvo bræður og tvær I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.