Vísir - 23.06.1961, Blaðsíða 8

Vísir - 23.06.1961, Blaðsíða 8
8 VlSIR Föstudagur 23. júní 1961 ÚTGEFANDI: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIB Ritstjórar: Hersteinn Pólsson Gunnar G Schram. Ritstjórnarskrifstolun Laugavegi 2? Auglýsingar og afgreiðsla: Ingóifsstrceti 3. Áskriftargjald er lcrónur 30,00 ó mónuði - 1 lausrrrBlu krónur 3,00 eintakiS. - Slmi 11660 (5 linurl - Félags prentsmiSjan h.f.. Steindórsprent h.f.. Edd h.t, .___________________________________________________ j Hæstiréttur götunnar „Ríkisvaldið hefir þar með gripið til nýrra örþrifa- ráða til að reyna að knésetja verkamenn,“ segir í for- síðugrein Þjóðviljans í gær um lögbannið á Dagsbrún. Síðar í þessari grein er því oftar en einu sinni lýst yfir að „lögbannið sé lögleysa“. Hér heldur kommúnistablaðið því fram að ríkis- valdið og dómstólarnir séu eitt og hið sama, en ekki tveir sjálfstæðir aðilar. Blaðið reynir að telja fólki trú um að ríkisstjómin hafi notað dómstólana sem verk- færi, einskonar gaddasvipu til þess að berja á verka- mönnum með. öllu liðinu skal sannarlega á vígvöllinn stefnt til þess að Kristján í Kassagerðinni geti haldið áfram að vinna! Þessi furðulegu ummæli Þjóðviljans sýna sannleik hins forna orðtaks að margur heldur mig sig. I kom- múniskum löndum er nefnilega engin sundurgreining milli framkvæmdavaldsins og dómsvaldsins. Þar eru dómstólarnir einhver áhrifamestu tækin til þess að koma fram vilja valdhafanna. Sjálfstæði eiga þeir þar ekki. Með hrópum sínum um það að úrskurðir kveðnir upp af dómstólum landsins séu lögleysur eru kommún- istar vísvitandi að grafa undan trausti almennings á því réttarríki, sem íslenzka þjóðin býr við. Hið sama gildir um ámátleg áróðursóp þeirra gegn bráðabirgða- lögunum um framhald flugsins. Þeir vita að stefna þeirra og barátta þrífst ekki innan ramma réttarríkis- ins. Því bera þeir dómstólunum á brýn lögleysur og hyggjast með því brjóta það niður. Hið fróðlegasta við slík áróðursbrögð er að hér opinbera kommúnista fyrir þjóðinni hvern hátt þeir myndu hafa á réttlætinu, kæmust þeir eitt sinn til valda. Víst yrði hæstiréttur götunnar ekki lengi að skilja sauðina frá höfrunum, ef hann væri skipaður mönnum eins og Einari, Brynjólfi eða Þorvaldi Þórarinssyni. En hvort þeir úrskurðir vrðu uppkveðnir samkvæmt íslenzkum lögum skal látið ósagt. Hækkað síldarverð Kommúnistar hafa verið að reyna að kenna ríkis- stjórninni um það, að síldarverðið skuli ekki hafa stór- hækkað í fyrra. Með því gefa þeir raunverulega í skyn að ríkisstjórnin eigi að ráða heimsmarkaðsverðinu á síldarafurðum, en þótt hún sé máttug mun það henni samt um megn! öllum er kunnugt um hið mikla verðfall, sem varð á þessum afurðum á heimsmarkaðnum í fyrra, en nú er verðið heldur á uppleið. I gær var því unnt að hækka hrásíldarverðið að mun frá því í fyrra, í 126 krónur málið. Eru það góðar fregnir og mun þær flesta gleðja nema kommúnista, sem hér missa áróðursspón úr aski sínum. Edward Hlurrow. Snemma í júni áttu fjórir blaðamenn sónvarpsviðtal við Edward Murrow nýskip- aðan yfirmann bandarísku upplýsingaþjónustunnar. — Hér var um að ræða lið í föstum þætti NBC- útvarps- og sjónvarpsstöðvarinnar, sem nefnist „Meet the Press“. Viðtalið fjallaði um störf bandarísku upplýsinga þjónustunnar almennt og þátt hennar í bandarískum utanríkismálum. Blaðamenn irnir voru Robert McCor- mick frá NBC, May Craig frá Portland Press-Herald, Kenneth Crawford frá News week og Lawrence E. Spi- vak, sem er reglulegur þátt- takandi meðal spyrjenda. í upphafi spurðu blaða- mennirnir um þátt upplýs- ingaþjónustunnar í undir- búningi bandaríska - utan- ríkisráðuneytisins fyrir Vín- arfund KennedysBandaríkja forseta og Krúséffs forsæt- isráðherra Sovétríkjanna. — Murrow kvað starfið aðal- lega hafa verið fólgið í því að flytja fréttir frá ráðstefn unni, túlka og kynna sjón- armið Bandaríkjanna. Því næst var vikið að gagnrýni þeirri sem komið hefur fram á upplýsingaþjónust- unni. Hún var mjög hörð á tímabili og komu upp raddir um, að rétt væri að leggja hana niður. Murrow varði stofnunina. Mr. Spivak: Eins og þér vitið, þá eru þeir margir í þessu landi, sem vilja láta leggja niður þessa stofnun, sem þér stjórnið. Hvað mundi gerast, ef farið væri að vilja þeirra? Mr. Murrow: Ég er nú sennilega sízt maðurinn, sem gæti gert hlutlaust mat á því, en ég get bent á ýmis- legt, sem mundi gerast. Þær 5 milljónir bóka, sem eru í umferð gegnum bókasöfn okkar, mundu fara úr um- ferð. Hundrað og fimmtíu milljónir manna, sem nú horfa vikulega á frétta- myndir okkar, myndu ekki lengur geta séð þær. Þær 300 þúsundir manna, sem nema ensku í skólum okk- ar, yrðu að hætta því. Auk þess yrði að leggja niður út- varpssendingar okkar, sjón- varpsstöðvar og bókaþýð- ingar. Svo ég held, að tjón- ið yrði verulegt. Mr Spivak: Álítið þér, að við séum að vinna fólk á okkar band með útvarps- og sjónvarpssendingum til Sov- étríkjanna, svo dæmi sé tekið? Mr. Murrow: Ekki í Sov- étríkjunum. En ég get sagt yður tvær stuttar sögur, ef þér hafið áhuga. Við opnuð- um bókasafn með 1500 bind- um 1 litlum bæ í Afríku. Eftir þrjár og hálfa viku var það tómt. Öðru sinni þegar við opnuðum bóka- safn, varð að fá lögregluna til að halda aftur af mann- grúanum, sem vildi komast inn. Fyrstu mennirnir inn í bókasafnið voru lögreglu- þjónarnir. Einu sinni höfð- um við samkeppni í Voice of America-útvarpinu á ensku og buðum útvarps- tæki í verðlaun. Við fengum 67 þúsund bréf á einni viku. Mr. Spivak: Má ég benda á eitt tilfelli, sem sérstak- lega var deilt um, það er að segja þá ákvörðun að eyða 900 þúsund dollurum í sýn- ingarferð með leikritið „Á yztu nöf“ og tvö önnur. Ég veit að þér álítið það hafa verið þess virði. Getið þér sagt mér, hvaða árangur þetta hafði? Mr. Murrow: Þetta heyrir til hins óáþreifanlega. Það er verið að kynna banda- ríska menningu, bandaríska leiklistarkrafta. Ferðin var farin að undirlagi utanríkis- ráðuneytisins. Ég get aðeins bætt við þetta, að ég hef lesið ummæli gagnrýnenda frá Madrid, um Niðurlönd til Mið-Asíu og þau voru alls staðar okkur mjög í vil. Nú get ég á hinn bóginn ekki sagt, hvaða áhrif það hafði á almenningsálitið al- mennt, Þetta eru slitrur úr seinni hluta viðtalsins. Rétt er að birta nokkur svör hans í sambandi við Vínarfundinn, en viðtalið hófst á viðræð- um um hann. Mr. Spivak: Eisenhower- stjórnin var gagnrýnd tals- vert fyrir að hafa ekki sam- ráð við upplýsingaþjónust- una, þegar húrí var að und- irbúa fund æðstu manna s.l- ár. Getið þér sagt okkur, hvaða hlutverk stofnun yð- ar lék í undirbúningnum Framh. á 10. síðu ilc intAl' tl ar.g4cr.de ibet «I«ldlg- enneskellgt' gorrUer sA fodt »dn., rnonne»ke(lgt niuli'st. Mcn pllgtgn kan lkk« Indbe- tatte det umenneikellfc, at man akul- le eprenfe ain bevMsthed pi det íoglsk umulifé,' og da det ikke er Joglsj^muligtiitjnvende ‘de to' 1 be- ' » kriterier sam- 9i'Æ m,-jg attc^Hrat. ’at man míi «n#idc Æ lom hovedpAf C\mú\ forst, og derniSr Æ Jmt krlteriuro tages’ I hJTg n jMtrMnlng, dct er mulíft Mcn M-z&cMoi d^íors’ta krltérlum.’ Del samme m4 ogsl Danmarks’ Lserer- prave’ og dcr hcITér ikke ses nógcn anden mullghed for famvacr p4 lo- vens grund. kan úmn iéB. v dcrborn nok, nu var man for alsldlg- bederís skyld pA udklg efter et lenc- grevebam af paasende dumhed! hvnr ’br’.ii^É til for' Mt andft gsel *rýne bag þa; sl er ‘rlm.eligt angicnde dci nlríg af holde |4 fald i kfce’hari udtrykJ tr helB som WMHr.cr wWeviden pi be- kostning af dcn personlige frihed og Uvcts rct tO at vokso tlí og fra. SA iænge’. staten Ikke truea ’l sín'eksi- fteni, mA folk seiv om,. hvordan de vtl .sammensxUe slg" — ’t skorah. og. rlmellghcd dlklerer mlg, iðct jcg anlsgcr, .at jég vllla mene det sam- ma, s«lv oip jcg v*r ansat I «n an- den skoleform.’ nemllg. at det ville vxre for: fcfaj •ealafj elever, fordelt pá to klasser'. Med dem, der er betegnede som .egn'ede*. mA der lkke anstlllés nogen optagel- tespreve. Mcn hvle dcr nu cr fler end 48 e______' i? DenJ og ton "Áilslorer 'ogsA, át sagens kerne'.fkke er en’strid mellem ckole- former, men dep demokratiske ret med at A íterlum ha*vll s fdygtighedskrlterlet eller.hlríl andet’ dunkle. Vll. han vœre retfsef- dig, k'an ,h*rí I .forité omgang Ikké tage hensýn til andet end dygtlghe- ixrllg snedlgl peplreme. ' • I kredse udcn for gymnasleekolen' og’ de hojere licreansfaller anser man vletnók den bmslggribende eklk’m.cd at glvo vldnesbyrd uden prove eller eksamen for at' yœre erísbetydendf at gA tll den Hlægilegt. Mér sýnist að þeir 22 þing- menn, sem annan öaeinn voru með afhendingu ! ’ itanna, en hinn daginn skriiuðu undir mótmæli gegn því, hafi vakið minni athygli en þeir áttu skil- ið. Án tillits til þess hvaða skoðanir maður hefir á hand- ritamálinu, ætti slík háðung, sem þinginu er gerð, að munast til næstu þingkosninga. Síðastliðin 15—16 ár hafa geisað deilur um handritin og þetta hefir gefið hverjum manni nægan tíma til að setja sig inn í málið. En kannske vissu þessir 22 ekki, að til var nokkuð, sem kallast íslenzk handrit — fyrr en fyrir nokkr- um mánuðum. Það eru margir kjósendur, sem gjarnan óska þess að þingmenn taki eina afstöðu, en tvær eru einni of mikið af því góða. Politiken (lesandabréf). Við eigum sem sagt að vera áfram stolt og að skreyta okk- ur með lánuðum skrautfjöðrum — íslenzku handritunum. Politiken (lesandabréf). Bandaríkin og S.-Ameríka. Ef Bandaríkin skildu betur gildi þess að mæta nýjum straumum í stjórnmálum S- Ameríku og léti hjá líða að kalla þá alla kommúnista, væri mikið unnið fyrir einstök lönd almennt og einkum þó fyrir álit Bandaríkjanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.