Vísir - 11.07.1961, Síða 8

Vísir - 11.07.1961, Síða 8
8 VlSIR Þriðjudagur 11. júlí 1961 ÚTGEFANDI: BLADAÚTGAFAN VlSIR Ritstiórart Hersteinn Pálsson. Gunnor G Schronv Ritstjórnarskrifstofun Laugavegi 27 Auglýslngai og afgreiBsla: Ingólfsstrœti 3. A»krlftarg|ald er krónur 30.00 ó mónuðl l iausntðlu krónur 3.00 elntakið - Slmi 11660 (S llnur). - Félog» prentsmiSian h.f.. Steindórsprent h.f., Edd h.f. Hið sanna frjálslyndi. Ennþá sést stundum á það drepið í málgögnum vinstri flokkanna að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki ann- að en sótsvart íhaldið, hægri flokkur, sem stefni að stöðnun og afturför í þjóðmálum. Að vísu mun það svo að flestir eru hættir að taka mark á íhaldsgrýlunni, en þó er ástæða til þess að fara nokkrum orðum um þetta áróðursbragð. Það er alkunna að eitt algengasta áróðursvopnið í baráttu kommúnista um allan heim er hugtakabrenglið. Þannig hafa þeir talið kommúnismann frelsisstefnu, þótt hann stefni að einræði verkalýðsins, friðarstefnu þótt hann boði stéttastyrjöld, og mannúðarstefnu þótt undir merkjum hans séu heilar þjóðir í þrældómsfjötra hnepptar. Er þessu bragði, að kalla svart hvítt og hvítt svart, snilldarlega lýst í bók Orwells, 1984. Svipuðu máli gegnir um áróðurinn gegn Sjálfstæðis- flokknum. Þar er það sagt íhald, sem frjálslyndi er. Stefna Sjálfstæðisflokksins síðustu áratugina hefir mót- ast af því höfuðmarkmiði að vinna beri í þágu allra landsmanna, en ekki einstakra stétta eða starfshópa. Að slíku markmiði vinnur Sjálfstæðisflokkurinn. Stjórn- arandstöðuflokkarnir þykjast hinsvegar vinna einungis að hagsmunum vissra stétta, verkamanna eða bænda, en með einsýnni baráttu sinni enda þeir oft með því að skaða stórlega þjóðfélagsheildina. Sjálfstæðisflokkurinn er umbótaflokkur, sem á ekk- ert skylt við þá íhaldsstefnu, sem andstæðingar hans saka hann um að fylgja. Á undanförnum árum hefir stefna hans mótast af því að tryggja öllum landsmönn- um mannsæmandi lífskjör og búa þannig í haginn fyrir þá, sem erfiðast eiga framdráttar, að þeir þurfi aldrei að líða skort. Fjölskyldubæturnar og afnám tekju- skatts á lágtekjum eru tvö dæmi um hina frjálslyndu félagsmálastefnu flokksins, og í framtíðinni verður að halda áfram á sömu braut. Meginstefnumarkið er að komið verði á hér á landi sem mestu þjóðfélagslegu réttlæti, að öllum þegnum landsins séu gefin sömu tæki- færin til lífsbjargar og að hvorki ríkið né einstaklingar fái skapað þau skilyrði, er komi í veg fyrir slíkt frjáls- ræði. Undir því frjálslynda stefnumarki, að einkahags- munirnir skuli ekki látnir ráða, heldur alþjóðarhagur, mun Sjálfstæðisflokkurinn vinna fylgi æ stærri hluta þjóðarinnar á komandi árum. Dráttarvélaslysin. Enn einu sinni hefir það skeð að barn bíður bana undir dráttarvél, sem annað barn ekur. Hve lengi á það svo til að ganga að þessi þungfæru jarðvinnslutæki séu sett í hendurnar á börnum eða unglingum, sem enginn getur vænzt að hafi fulla stjórn á þeim? Mann- eklan í sveitum dugar hér ekki lengur sem afsökun, þegar reynslan sýnir að fleiri eða færri börn láta lífið hvert sumar á þennan hátt. Viðurkenna Bandaríkin Ytri Mongolíu? Land Djengis Khan orðið eht hið mikiivægasta á taffborði heimsmálanna. Það hefur vakið all- mikla furðu, að nýlega — er kalda styrjöldin milli austurs og vesturs hefur harðnað svo að miklum áhyggjum veld- ur, áttu sér stað sam- komulagsumleitanir milli fulltrúa bandaríska sendiráðsins í Moskvu og sendimanns sovézka lepp ríkisins Ytri Mongoliu í Moskvu, um möguleik- ana á aðild Y. M. að sam tökum Sameinuðu þjóð- anna — en Bandaríkin hafa árum saman unnið gegn henni — og þá einnig til athugunar á því, að koma á stjórn- málasambandi milli Bandaríkjanna og Y. M. Hér er um að ræða stór- pólitískan leik á taflborðinu af BandaríkjannaÆáíf-U;^seg- ir í erlendri yfirlitsgrein, sem hér er stuðzt við „og ósk um að fá hlustunarstöð einmitt þar, sem auðveldast væri að fylgjast með ágrein- ingsmálum Rússa og kín- verskra kommúnistaleiðtoga, og það er þarna (í Y. M.), sem ágreiningur og átök þeirra milli kann að koma í ljós frekar en annars stað- ar. Mönnum kann að virðast á stundum, sem Ytri Mongólía sé eins fjarlæg og dularfull og hið „ytra himinhvolf“ — en nú virðist þannig allt í einu svo komið, að það sé eins líklegt, að þetta dular- fulla land í miðri Afríku „nálgist“ hinn frjálsa heim eins og að menn i fyrirsjáan- legri framtíð komist til tunglsins. f þessu landi lögðu har- skarar Djengis Khan upp til landvinninga út um heim á löngu liðnum tíma. Nú er þetta land hið mikilvægasta á taflborði heimsmálanna, einkanlega að því er varðar sambúðina milli Kína og Sóv étríkjanna. Öldum saman var Mongól- ía undir kínverskri yfir- stjórn. Það var eftir kín- versku byltinguna 1911, sem landið lýsti yfir sjálfstæði sínu, en það varð aftur kín- verskt fylki, þar til það varð sovézkt verndarríki 1921. en þá studdu Sovétríkin mong- ólska þjóðflokkinn til bylt- ingar. Árið 1924 var svo stofnað opinberlega „Mong- ólska alþýðulýðveldið". Með samningi, sem gerð- ur var 1945, en þá var Chi- ang Kai-shek við völd í Kína, lýsti Kína sig sam- þykkt því, að þjóðaratkvæði fær fram um framtíð lands- ins. Úrslit þessa þjóðarat-. kvæðis urðu þau, að yfir- gnæfandi meiri hluti lands- manna samþykkti alger slit tengsla við Kína, og Kína viðurkenndi þannig „sjálf- stæði“ hins sovézka lepprík- is. Mongólía er að flatarmáli 1.5 milljónir ferkílómetra, en landið er að mestu leyti gróðurlitlar auðnir. íbúatala er aðeins 1—2 milljónir og því eitt strjálbýlasta land heims, en það kann að verða mikið framfaraland á okk- ar tímum, og framtíðar- möguleikarnir eru nú til at- hugunar. Enginn vafi er, að þar kunna að vera mikil ó- notuð gæði, það er eitt hinna miklu, lítt byggðu landa, og leiðtogar Kína, lands hundr- aða milljóna, líta þangað gíruglega. Og meira en það. Að undirlagi kínverskra stjórnarvalda beindist all- mikill straumur manna þangað frá Kína þegar fyrir mörgum árum og þangað hafa nú flutzt Kínverjar í tugþúsundatali — og hefir sovétstjórnin haft miklar á- hyggjur af, þótt opinberlega sé ekki um nein átök milli Kína og Sovétríkjanna varð- andi Mongólíu að ræða — en í rauninni er hér um gamla deilu að ræða og ræt- ur hennar liggja djúpt því að sannleikurinn er sá, að það sem henni olli í upphafi var útþenslustefna keisaraveld- anna gömlu, hins rússneska og hins kínverska, og hún hefir raunverulega aldrei niður fallið með öllu. Og á kínverskum landabréfum, nýlega út gefnum af stjóm- inni í Peking, eru stórir landshlutar Mongólíu taldir kínverskt land. En það er sérstaklega at- hyglisvert, að á seinni árum hefir þess orðið allmjög vart, að í Mongólíu er vaknaður á- hugi fyrir því, að fylgja sjálfstæðri stefnu, þótt ekki hafi verið unnt að sýna þann áhuga í verki nema að litlu leyti. Mongólía hefir sent stjórn- málafulltrúa til nokkurra leppríkja Austur-Evrópu og til nokkurra nýrra ríkja, sem fylgja hlutlausri stefnu. Ennfremur h'efir Mongólía gert viðskiptasamning við lönd eins og Japan og Ástra- líu. Þessar tilhneigingar og viðleitni hyggst Bandaríkja- stjórn nota sér, og þess vegna er nú reynt að koma á nán- ari tengslum Bandaríkjanna og Mongólíu. Ef nú þetta fjarlæga land fær aðild að Sameinuðu þjóð- unum yrði hægt að halda jafnvæginu með því að veita Mauretaniu, — landi, sem Marokkó gerir tiJkall til — aðild samtímis, en því hafa Sovétríkin verið mótfallir til þessa, segir að lokum í greininni. Framh. á bls. 10.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.