Vísir - 11.07.1961, Blaðsíða 16

Vísir - 11.07.1961, Blaðsíða 16
VISIR Þriðjudagur 11. júlí 1961. Timbri stolið. Eftirlitsma'ður við hina miklu viðbótarbyggingu Landsspítal- ans hefir kært til rannsóknar- lögreglunnar þjófnað á þó nokkru magni af timbri. Telur eftirlitsmaðurinn, að 300 borðum, flestum 12 feta löngum, hafi verið stolið. Eru borðin merkt með stöfunum HV. Er þetta tirnbur um 10.000 kr. virði. Sameiginlegi markaðurinn.. Framh. af 1. síðu. sagði ráðherrann. í kjölfar við- skiptaeinangrunar myndi fylgja einangrun á öðrum sviðum. Ef við gerumst aðilar að við- skiptaheild Evrópu þá myndi afnám tollverndar á 10 árum valda miklum erfiðleikum, hélt ráðherrann áfram. Hvort við yrðum færir að mæta þeim færi eftir því, hvaða vaxtaskilyrði aðild að slíku viðskiptasam- starfi skaðaði sjávarútveg- inum vegna frjálsari viðskipta- hátta og öðrum atvinnugreinum vegna greiðari aðgangs að er- lendu fjármagni. Þá gat ráðherrann þess að ef til aðildar okkar að sam- ciginlega markaðnum kæmi þá gætum við ekki leyft bandalagsþjóðunum að veiða í íslenzkri fiskvciði- landhelgi þótt slík jafnrétt- isaðstaða allra þátttakenda virðist felast í Bómarsamn- ingnum. „Hins vegar kæmumst við ekki hjá að athuga stefnu okk- ar varðandi réttindi útlendinga til löndunar á fiski og reksturs fiskiðjuvera, ef til aðildar ætti að koma, enda yrði sú stefna sem nú er fylgt okkur sjálfum ekki lengur nauðsynleg, ef tryggja mætti með öðru móti að breyting á henni leiddi ekki lil ofveiði“, sagði ráðherrann. Þá skýrði hann einnig frá því að undanfarið hefðu sjónar mið okkar íslendinga verið kynnt fyrir fríverzlunarbanda- laginu í Genf (EFTA) en ekki hefði verið leitað formlega eft- ir aðild að því „enda veldur hin hraða atburðarrás sl. mán- mánuði og sú óvissa, sem ríkir, því að álitamál er hver vinn- ingur væri að slíkri aðild að svo stöddu". Innbrotsþjófar stálu skart- gripum fyrir 20,000 dollara í heimili skopleikarans Jimmy (Schnozzle) Durante í Hollywood í síðustu viku. Geysilegt síldarmagn er vi5 Austíirii. Óslitin röð skipa frá Héraðsflóa til Raufarhafnar öll fullfermd af síld. Uni 80 skip Iiaia tilkyimt 05 |>iis. 1 ii ii ii iii* i nóll. Meiri síld er nú út af Aust- fjörðum en dæmi munu vera til um þó nokkurt árabil. Er allur þorri veiðiskipaflotans við Digranes og suður af því. Má geta þess að hið nafntog- aða skip, Víðir II. fékk þarna 900 mál að morgni þess 10. og í morgun kom Víðir II. með 1600 tn. sem verða saltaðar hjá Haföldimii, hinni nýju söltunarstöð Sveins Bene- diktssonar. Það fylgdi þess- ari fregn, að síldin væri vað andi á stóru svæði. Fréttaritari Vísis á Raufar- höfn skýrði blaðinu svo frá í morgun að 42 skip hefðu til- kynnt afla sinn til Raufarhafn ar í morgun með samtals 35 þúsund tunnur, og 35 skip höfðu tilkynnt komu sína til Seyðisfjarðar með 28 þús. tunnur. Klukkan hálffjögur í nótt var ákveðin sólarhrings lönd- únarbið á Vopnafirði og 10 skip biðu eftir löndun undir krana á Seyðisfirði kl. hálftíu í morg- un. Óslitin röð skipa er á leið með fullfermi til hafnar allt frá Héraðsflóa til Raufarhafnar og skipin streyma stanzlaust til Raufarhafnar. í dag verður saltað á hverri einustu höfn á Austfjörðum, þar sem síldarsöltun verður á annað borð við komið. Á nokkr um stöðum á Norður- og Aust- urlandi er tunnuleysi og farið að bera á saltskorti. Verksmiðjan á Raufarhöfn er aftur að taka til starfa og er þar landað með fjórum lönd- unartækjum og þróarpláss er þar fyrir 70 þúsund mál. Veður er gott eystra, logn en dumbungur og þoka. Fanney fann mikla síld 40—50 mílur austur af súðri frá Seyðisfirði, en þar voru engin skip komin í morgun. Voru ekki færri en 10 síldar- torfur á asdic-glugganum í einu. 167 ára þurrkur enda Allt komst á annan end- ann í stórborginni Fíladelfíu um síðustu helgi. Voru sum- ir ofsakátir og töldu mikinn sigur unninn á steinrunnu afturlialdi, en aðrir álitu menningunni nú hættara en áður. Orsökin var sú, að þá var leyft í fyrsta skipti, að hafa vínveitingastofur opnar á sunnudögum. Það hefir verið bannað undanfarin 167 ár! Islenzkur doktor í erföafræöi. Dr. Sturla Friðriksson erfða- fræðingur kom fyrir skömmu síðan frá Kanada eftir að hafa varið doktorsritgerð við há- skólann í Saskatoon um kyn- blöndun á ákveðnum hópum belgjurta. Dr. Sturla sagði í stuttu símtali í morgun að hann hefði byrjað á ritgerðinni árið 1957, eftir að hann kom til Kanada í boði kanadíska rannsóknar- ráðsins til ársdvalar, fram á árið 1958. Síðan kom hann heim og' vann sl. vetur við rannsóknir og skriftir þar til hann fór aftur til Kanada í þeim tilgangi að verja ritgerð sína. Andmælendur voru 7, þar á meðal einn af íslenzkum ætt- um, T. Árnason, Eyfirðingur og skylddr Steindór.i Stein- dórssyni yfirkennara á Akur- eyri, eftir því sem dr. Sturla taldi sig vita bezt. Dr. Sturla kvaðst hafa valið háskólann í Saskatoon, því að hann stendur fremst í Kanada, þeirra háskóla, sem fást við rannsóknir og tilraunir í sam- bandi við korn- og grasrækt, enda stendur skólinn í einu helzta gras- og kornræktarhér- aði Kanada. Dr. Sturla kynnt- ist skólanum er hann var við Dr. Sturla Friðriksson. nám í Cornell-háskólanum í Bandaríkjunum en þaðan lauk hann magisterprófi 1946. Dr. Sturla Friðriksson naut styrkja frá Kanadastjórn svo og íslenzka Vísindasjóðnum, við undirbúning sinn að rit- gerðinni. Málflutningi frestaö. Málflutningi í kærumáli Vinnuveitendasambands fs- lands á hendur Verkamannafé- laginu Dagsbrún hefir verið frestað til liaustsins. Málið er sem kunnugt er sprottið af töfum sem urðu við afgreiðslu ms. Laxá í sl. viku. f gær lagði málsvari Dags- brúnar fram greinargerð félags- ins fyrir Félagsdóm. Áður hafði fulltrúi Vinnuveitendasam- bandsins lagt fram sina grein- argerð með kærunni. Afgreiðslu skipsins er nú lokið og skipið farið úr Reykja- víkurhöfn. Það hefir verið borið brezk tryggingafélög, a þau vilji ekki tryggja bif reiðar blökkumanna. ★ Fjögur hundruð nienú, sem gruna'ðir eru um að vera kommúnistar, hafa verið handteknir í Tyrklandi. Júri Gagarin, geimfari, var í morgun á leiðinni flugleiðis til London. Hann mun koma fram á stórri rússneskri vörusýnngu þar í borg. Nú bíða menn bess hvernig hann muni standa sig á blaðamannafundinum í dag. Veðurhorfur: A og NA gola Úrkomulaust. Hiti 8—11 st.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.