Vísir - 18.07.1961, Blaðsíða 4

Vísir - 18.07.1961, Blaðsíða 4
4 VISIB Þriðjudagur 18. júlí 1961 Andafundur (fyrir neðan heiði) Bóndinn stóð fyrir durum úti og horfði yfir ríki sitt, þegar við komum í hlað, síð dags. Hann heitir Ólafur Jónsson og ríki hans Alfs- nes, ,,fyrir neðan Heiði“. og við erum komnir hingað á andafund. — Já, komið þið hetilir og sælir og gerið svo lítið að ganga í hreysið, segir bóndi. — Þakka fyrir, en við er- um komnir á andafund og væri bezt að fá hann sem fyrst. anzar einhver. — Ég vona bara, að það sé enginn asi á ykkur og gefist tími til að hella á könnuna. Annars skuluð þið hafa það edns og ykkur hent- ar, piltar. Þið voruð vænir að koma. Maður stendur alltaf í einjiverju stússi, og það var eitt vikublaðið í Reykjavík að hnýta í mig eða öllu heldur lánardrottna mína í vetur út af því, að ég fékk lán í Framkvæmda bankanum í þeim tilgangi að koma upp andabúi í stór- um stíl og jafnvel með út- flutning á andakjöti fyrir augum. Það verða auðvitað alltaf deildar meiningar um nýjungar og nóg af tor- tryggni, en ég þykist hafa nökkuð fyrir mér í því, sem ég er að gera. — Hvað hefurðu fyrir þér, hvað kom þér til að ráðast í þetta? — Það skal ég segja ykk- ur. Þið kannist við B,illed bladet danska, asskoti skemmtilegt myndablað o.c greinargott. Ég sá í blaði þessu í fyrra myndir og gredn um danskan bónda sem átti reyndar jafnmarg- ar kýr í fjósi og ég. 40. Hon- sjálfan mig: Getur þetta ekki alveg eins blessast hér? Og ég skellti mér út til Dan- merkur að kynna mér þessa fuglarækt og rekstur slíkra búa. Kom heim gallharður í því að koma þessu á fót. Ég kom með egg, sem ég keypti úti, og svo sendi ég sýnishorn af kjötinu út, hafði komizt j samband v;í allar jarðir og læknar banna því að éta kjöt — nema fuglakjöt. Það þola allir. Og kjötið af þessum andateg- undum er ljúffengis herra- mannsmatur, hentar börn- um og gamalmennum og öllu þar á mill.i. Ég skal senda ykkur önd fyrir jólin, og þá sjáið þið. hvað ég meina. Ólafur Jónsson. um datt í hug að reyna við andarækt. Og þetta bless- aðist svo vel, að á stuttum tíma var hann farinn að græða svo á þessu, — hafði selt endur fyrir 4 milljóndr króna — að hann sá sér þann kost vænstan að fækka kúnum niður í 16. Hann hafði sko trú á andarækt, kallinn sá. Nú, það er ekki að orðlengja þetta. Ég spurði gistihús í tveim borgum Frakklands, París og Borde- aux, sem líkaði vel og eru 'reiðubúin að kaupa af mér andakjöt, ef ég get séð þeim fyrdr 500 öndum á viku reglulega. Og ef allt fer að vonum, sem mér þykir lík- legt, verður framleiðslan komin í fullan gang að ári, þá byrja ég útflutning til þessara borga. Það ér sko hægt að afla gjaldeyris með fleiru en fiskflökum og kindakjöti. Það eru auðvit- að möguleikar um sölu við- ar en í París og Bordeaux. Ég hef sannfrétt, að í Vest- ur-Þýzkalandi gefa þeir 3 mörk og 10 pfenninga fyrdr pundið af Pekingönd. Mest er eftirspurnin eftir ljósu andakjöti, bæði í Frakk- landd og Englandi, og til að tryggja þa#,* ætía ‘ ég‘ ‘að blandá saman íýMm^guhd- um af öndum, Peking og Oldsbury, það líkar bezt. Þið sjáið það, piltar, að eft- irspurn fer sívaxandi eftir fuglakjöti, og ber margt til. Fólk þjáist af magaveiki um Fossvogur jafnstór miðborg Kaupmanna hafnar. Frétt í B.T. um skipulags- saiiikeppni þar. í danska blaðinu B. T. er skýrt frá því nýlega, að um 20 danskir arkitektar muni taka þátt í samkeppni þeirri, sem Reykjavíkurbær efnir til um skipulag í Fossvogi. — Auk danskra arkitckta taka þátt í samkeppninni arkitektar frá Svíþjóð, Noregi og Finnlandi auk fslendinga. Þetta er stærsta samkeppni, sem hingað til hefir farið fram á Norðurlöndum og verðlaunin eru einnig þau hæstu, sem í boði hafa verið. Verðlaunin eru eftir því sem segir í hinu danska blaði rétt um 350.000 íslenzkar krónur, þar af fer helmingurinn í fyrstu verðlaun. Svæðið, sem skipuleggja skal, er um 452 hektarar, eða álíka stórt og öll miðborg Kaup- mannahafnar, að Kristjánshöfn meðtalinni. Þarna á að skipuleggja full- komið úthverfi með verzlunum skólum, kirkjum, barnaleikvöll- um, bókasafni, leiksvæðum og samkomuhúsum, auk íþrótta- leikvangs og almenningsgarða. Það sem einkum vekur at- hygli Dana á þessari sam- keppni, er hve mikils er krafizt af bílastæðum. í út- boðslýsingunni er gert ráð fyrir því, að 2 bílar séu á hverjar þrjár íbúðir og í verzlunarhverfum er gert ráð fyrir, að eitt bílastæði sé á hverja 50 fermetra, sem búðin þekur. Til samanburð- ar má geta þess, að sömu/ kröfur í Danmörku eru eitt J stæði á hverja 100 fermetra.’ Annað, sem vekur athygli^ Dana er það, að krafizt er eins skóla á hverjar 1200 íbúðir og barnaleikvangs á hverjar 1000, Ekki eru nærri svo miklar kröfur gerðar í Danmörku, en það kemur meðfram af því, segir B. T., að í Danmörku er fjölskyldustærð ekki eins mik- il og á íslandi. f þessari frétt, sem hér er stuðzt við er enn- fremur fjölyrt nokkuð um stærð íbúða hér og sagt, að, íbúðastærð hér sé mikið meiri) en í Kaupmannahöfn, eða Dan-e mörku yfirleitt. Svo förum við að skoða andabygginguna, sem Ólaf- ur hefur í smíðum, ednlyft hús og óskapleg lengja, sem við hérna í frystiklefanum. Þangað fara skrokkarndr innpakkaðir, kjötið má ekki dökkna. Það er ekki form- andi að eiga vdð þetta öðru- vísi en hafa frystihús við höndina, það er höfuðatriði, sagði sérfrseðingur mér, og ég leita álits sérfræðinga um allt þessu aðlútandd. Þá er- uð þið nú búnir að sjá her- legheitin. Þetta er ekki hátt í loftinu, en þetta er orðið fjandd dýrt Ætli sé ekki bú- ið að losa nálægt milljón í það? En það á líka að gefa af sér, á 4. þús. fugla í tak- inu, 500 afgreiddir á viku fyrir bednharðan gjaldeyri. Það er ekki lengi að hvérfa hundrað þúsundir, þegar ver í er reyndar bráðum fullgert, enda þótt ekki hafi verið byrjað á því fyrr en í febrú- ar s.l. — Já, þetta er skrítið hús, kallar mínir, segir Ólafur. Það er 80 metrar á lengd. Ætli það sé ekki lengsta hús á fslandd, það mætti segja mér það. Hérna hef ég skrif- stofu í öðrum endanum. Þá kemur herbergi með útung- unar. og klakvélum, full- komnustu danskar vélar. Svo kemur meginhluti húss- ins sem skiptist í 8 báta. Ég set ungana nýfædda í fremsta básinn og þar eru þeir eina viku. Síðan fara þeir í þá næstu og svo koll af kolli. Þið ættuð að sjá, hvað þeir eru fljótir að vaxa, aldir á grasi og korni til helminga. En svo þegar greyin koma úr síðasta básn- um, fullorðnar endur á 8 vikum, þá eru þeirra dagar taldir Hérna komum við í sláturklefann, og þar er þeim stútað með raflosti. Allt verður að gera eftir kúnstarinnar reglum til að geðjast smekk þeirra í út- landinu. Svona verður þetta óaðfinnanlegt. Svo endum Efra sést andahúsið, 80 metra lengja, nera: Brot af anda- fundinum fyrir neðan Heiði. ið er að byggja vandað hús, allt eftir settum reglum. En ég hef ekki verdð svikinn á virihunni. Hef verið afskap- lega heppinn með menn, hörkuduglegir og vandvirk- ir. Þeir hafa lagt nótt við dag upp á síðkastið til að hespa þetta af fyrir mig sem fyrst. Þetta er alveg aS komast í gagnið. Svo ræð ég hingað dánskan sérfræðing til að sjá um þetta. Ég hætti mér ekki fyrir mitt litla líf að bardúsa við þetta sjálfur. Engin mistök mega ‘edga sér stað, því að mikið ér í húfi, ( piltar, og komið nú inn í bæinn til að væta kverk- arnar. Þegar við erum setztir inn í stofu, hefur einhver orð á því, hvað Ólafur edgi þar myndarlegan útvarpsfón, og hann segir: Kannski ætti ég að spila fyrir ykkur á grammófóninn. Setur svo á hann nokkrar plötur' en hefur sýnilega annað íyrir stafni en dútla við slíkt að staðaldri. Ég vil nú helzt heyra íslenzkar plötur, ef ykkur væri sama, segir hann, og svo syngur grammó Framh. á 5. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.