Vísir - 18.07.1961, Blaðsíða 8

Vísir - 18.07.1961, Blaðsíða 8
V 1 S 1 R B ÚTGEfANDI: BIAÐAÚTGÁFAN VÍSIR Rítst}órar! Herstelnn Pálsson Gunnar G. Schram. ASstoðarritst}óri: Axel fhorsteinsson. Fréttastjór- ar: Sverrir bórðarson, Porsteinn Ó Thorarensen. Ritst}órnarskrifstofur: Laugavegi 27 Auglýslngar og afgreiðsla: Ingólfsstrœti 3. Áskrif*arg}ald er krónur 30.00 á mánuði - í lausasölu krónur 3.00 eintakið Sími 11660 (5 línur). — Félags- prentsmiwjan h.f., Steindórsprent h.f., Edda n.t ísland og NATO. I gær átti Dr. Stikker, aðalritari NAT0, viðræður við íslenzk stjórnarvöld um varnir Islands. Á fundi með blaðamönnum í gær ræddi hann opinskátt um afstöð- una í heimsmálunum og togstreitu austurs og vesturs, eins og skýrt er frá á öðrum stað hér í blaðinu í dag. Islendingum mun þykja yfirlýsing hans um mikil- vægi Islands fyrir varnir Evrópu hin merkasta. Hann sagði að fjarri færi, að þótt langdrægar eldflaugar hefðu nú komið til sögunnar væri varnargildi Islands úr sögunni. Island væri enn mikilvæg birgðastöð og miðstöð samgangna, hvort sem væri í lofti eða á legi. Dr. Stikker ítrekaði það, sem oft áður hefir venð sagt að Atlantshafsbandalagið er stofnað og starfar til þess að afstýra styrjöld. Það er stofnað til varnar en ekki til árása. Markmið þess er friður í Evrópu og frið- ur um gjörvallan heim. Hermenn þess munu aldrei verða fyrstir til þess að hleypa skoti úr byssu eða sprengju úr flugvél. Einkunnarorð þess eru hin gömlu sannindi: sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér. Sú spurning vaknar, þegar huganum er leitt að hinum víðtæku varnarsamtökum hinna 15 Evrópu- þjóða, hvort síðasta heimsstyrjöld hefði orðið slíkt bál, ef lýðræðisþjóðirnar hefðu staðið sameinaðar gegn of- beldisstefnu nazista. En það skiptir mestu máli, að þær hafa lært af reynslunni og gengið í eina sveit til varnar frelsi og friði. Við íslendingar höfum um langa hríð verið of sinnu- lausir gagnvart því, sem gerist úti í Evrópu og annars staðar í veröldinni. Þar eimir enn eftir af kotungsskap fyrri alda. Við látum margir sem okkur skipti það engu hvort Evrópuþjóðir eru sviptar frelsi sínu, þjakaðar og píndar. Það er kominn tími til þess að við gerum okkur ljóst að örlög Evrópu eru líka örlög íslands, að húsi okkar stafar hætta af spellvirkjum í nágrannahéruðum. Með því að neita að taka afstöðu, með því að neita 'að styðja við bakið á vinum okkar, auðveldum við þeim níðhögg vígstöðup'' '■'kkur ctaf-- ’-TAtta af. Einn á mínútu. Á hverri einustu mínútu, gjörvallan sólarhringinn, flýr einn maður frá Austur-Þýzkalandi til vesturs. Svo mjög hefir flóttamannastraumurinn aukizt síðustu vik- urnar. Hver getur sjálfum sér sagt að hann yfirgefur ekki heimili, ættingja og eignir að ástæðulausu. Einn alslaus flóttamaður er harðari áfellisdómur yfir komm- únismanum en hundrað ræður. ------ Þriðjudagur 18. jQlí 19«1 — Það að þrá að lifa, — er skelfilegasti hluti dauð- ans. Þessi örvæntingarfulla og óstjórnlega löngun til lífsins. Ef maður hefði ekki j þessa þrá, þá væri það auð- velt, já, eftirsóknarvert, dá- samlegt að deyja. En ég barðist og barðist þar til síðasta ögnin af lífs- krafti í mér var horfin. Lík- amlega hlýt ég að hafa dáið. Það eina sem ég man var að ég beindi augunum ör- væntingarfull að sjúkrahús- ljósinu yfir mér. Svo hvarf mér ljósið, þetta síðasta tákn lífsins og myrkrið varð dýpra og dýpra. * i t Síðan beindi Elizabeth J Taylor þakklæti sínu til læknanna sem höfðu bjargað henni. Það voru hendur sem björguðu mér, — hendur lækna og hjúkrunarkvenna, stórar hendur, grófar hend- ur, mjúkar hendur, — þær kölluðu mig aftur til lífsins. Síðan heyrði ég raddir, háar Dauðinn er óstjórnieg þrá tii lífsins. Elisabef Taylor lýsir örlaga- sttGnd i lifi sinu. í vetur vakti það heims- athygli, er hin heimsfræga kvikmyndadís Elízabeth Taylor háði „dauðastríð" í sjúkrahúsi í London. Hún þjóðist af mjög svæsinni lungnabólgu og um tíma var henni alls ekki hugað líf. Aðdáendur hennar víðsveg- ar um heim sendu samúðar- kveðjur til hinnar sjúku konu og eiginmanns hennar öngvarans Eddie Fisher. En svo gerðist hað kraftaverk, að það bráði' af Ehzabeth og henni tókst með aðstoð lækna að vinna bug á sjúk- dómnum. Nú hefui Elizabeth Taylor lýst tilfinoingum sínum og lífsreynslu af baráttunni við sjúkdóminn. — Skyndilega fannst mér eg heyra þúsund raddir sem virtust gráta og stynja inní mér. Það hlýtur að hafa ver- ið dauðinn að koma tii mín, því ég hefi aldrei getað gert mér í hugarlund meiri ein- manaleik en sótti að mér. ★ Elizabeth sagði frá reynslu sinni í fjölmennu hófi sem haldið var til styrktar nýrri heilsumiðstöð. Hafa þau hjónin safnað 4000 dollurum til stöðvarinnar. Leikkonan gekk alein upp á sviðið, stóð þar i hálf- rökkrinu og sagði sögu sína: — Að deyja — eins og ég man það, eru margir samofnir atburðir Pn fyrst og fremst er það ð þrá að lifa. raddir, dimmar raddir, bæn- heitar raddir. Þessar raddir hvöttu mig og skipuðu mér að anda og horfa í kringum mig. Með hjálp þessara handa og þessarra radda fór sjúkra húslampinn aftur að lýsa yf- ir mér. Svo hóstaði ég og hreyfði mig og ég var aftur komin til lífsins. Ilr riiiu íí annað. j i | Á móti því í Helsinki, sem ís- ílenzku frjálsíþróttamennirnir jtóku þátt í sigraði brezkur hlaupari, Rob Brightwell, 400 jmetra hlaupið á 46.6. Varð hann jm. a. á undan Bandaríkjamönn- Junum UIis Williams og Adolph IPlummer, og Indverjanum Milka Singh. f brezkum blöðum er Bright- jwell talinn bezti 400 metra jhlaupari heimsins í dag, því jþvílíkan hlaupara sem hann ‘hafi þeir aldrei séð!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.