Vísir - 18.07.1961, Blaðsíða 7

Vísir - 18.07.1961, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 18. júlí 1961 V I S I K 7 j Handtekinn hefur verið í Kaupmannahöfn danskur sjó- maður, sem hefur játað að hafa tekið að sér að afla upplýsinga um danska sjóliðsforingja fyrir menn úr sovézku upplýsinga- þjónustunni, en þeir komu sér í kynni við hann í austur-þýzkri höfn, veittu honum áfengi svo að hann varð drukkinn, og flæktu hann til samstarfs við sig. Sjómaðurinn hefur nú verið í fangelsi mánaðartíma, og rannsókn málsins svo langt komið, að það mun verða lagt fyrir saksóknara þá og þegar. Verði mál höfðað verður rekst- ur þess fyrir opnum tjöld- um. Sjómaðurinn er talinn hafa brotið í bága við 108. grein hegn ingarlaganna, sem fjallaði um vægdri hegningar við njósnum en 107. grein, en þeir sem að- hafast eitthvað, er ekki heyrir undir hana, en getur leitttilþess að verða erlendri njósnastarf- semi til stuðnings, geta átt yf- ir höfði sér sex ára fangelsi, og ef um eftirgrennslanir varð- | andi herstöðvar á stríðstíma er að ræða allt að 12 ára fangelsi. Mikla ajjhygli vekur hvernig ann var staddur í krá, er tveir menn settust v;ð borð i hans. Þeir töluðu sænsku. Þeir Sólskin og silkifæri. Sæfudagar í Kerlingaffö Eium. Geysilegur fjöldi fólks fór úr bænum núna um helgina, enda mun veður hafa verið einmuna gott víðast um landð yfir helg- ina. Rétt eftir hádegi á laugar- dag fylltust flestar götur mið- bæjarins af ferðafólki sem þyrptist saman með farangur sinn í kringum langferðabif- reiðarnar. Vandræði sköpuðust um tíma tíma við þá staði, þar sem flest- ir bílarnir lögðu af stað. Við Austurvöll var fjöldinn allur af langferðabifreiðum og tjöld, bakpokar og annar far- angur á víð og dreif um allar götur. Á einum stað var dálítið nýstárlegt að sjá sníðum raðað upp við vegg. Þegar fréttamað- ur Vísis fór að grennslast fyrir ir um hverju þetta sætti, kom í ljós að hér var hópur ungra manna og stúlkna, sem voru að leggja af stað, undir leiðsögn Valdimars Örnólfssonar leik- fimikennara (morgunleikfimi útvarpsins), en ferðinni var heitið austur að Kerlingafjöll- um og þar átti að dveljast í tjöidum og stunda skíðaíþrótt og fjallgöngu í 9 daga. Valdimar fullyrti, að skíðafærið þar væri nú eins og bezt yrði ákosið, og mundi jafnast á við Alpasnjóinn í Sviss. Kalli frændi ! veittu vel og varð hann drukk- ; inn og fóru þeir með hann í íbúð i nokkra. Þegar runnið var af j honum nokkuð báðu þeir hann að útvega sér nöfn danskra sjó- j iiðsforingja. Þegar skip hans kom i sömu höfn aftur endur- tók sama sagan sig. sömu menn komu, veittu vel, sjómaðurinn varð drukkinn, og afhenti hann þeim nú nöfnin á sjóliðsfor- ingjum, sem verið höfðu yfir- menn hans í flotanum. Fullvíst er talið, að sjómaðurinn hafi þegið þóknun, en ekki vitað hve mikla. Við rannsókn dönsku lög- reglunnar kom í ljós, að út- lendngarnir sænskumælandi, voru hvorki Austur-Þjóð- verjar eða Svíar, heldur starfsmenn sovézku leyni- þjónustunnar. Þeir töluðu mörg tungumál og höfðu verið þjálfaðir sérstaklega til þess að veiða upplýsing- ar úr sjómönnum á skipum vestrænna þjóða. Þegar skip sjómannsins, sem er 23. ára, kom til hafnar í Danmörku, varð hann að játa, að hann hafði Iátið hernaðar- Framh. á bls. 5. Fréttaaukinn i gærkvöldi: Viðtal við framkvæmda- stjóra Atlants- hafsbandalags ins, sem varla var gustuk að draga að hljóð nema, þar eð maðurinn var ný- búinn að standa augliti til aug- litis við fulltrúa gegn-her-í- landi-hreyfingarinnar og lesa ávarp, sem trúlega hefur skek- ið hann alleftirminnilega, en þetta er karlmenni og bar sig vel, þótt ekki segði hann sosum neitt ,sem aðrir en nytsamir sakleysingjar vissu ekki áður. Þá var lýst morgunverkum eldflaugamanna Bandaríkj- anna, sem sagðir eru fyrst og fremst látnir hrella loftand- ana með þrumufleygum og furðuhnöttum í þeim tilgangi að komast að raun um, hverj- um lögmálum lúti fellibyljirn- ir, er eyða á ári hverju verð- mætum fyrir hundruð milljóna og meiða oft eður deyða þús- undir manna, og nú vitum við bað, að til eru þéir, sem hyggja ekki fyrst og fremst á montara- ilQaan áróður og veraldarógnir, beear þeir efna til geimskota. Loftur Guðmundsson skáld jtalaði um daginn og veginn og flaug með himinskautum frá Hindisvík í Húnavatnssýslu til Svörtuskóga í Þjóðverjalandi og þaðan í Hveragerði og til Hindisvíkur á ný,þar sem skáld- ið komst að raun um, að séra Sigurður, sem mjög hefur far- ið sinna ferða um dagana — i skoðunum, húsagerð, hrossa- verzlun, jarðyrkju. nýtingu reka, skáldskap og skólagöngu — og alla tíð hefur verið maður ókvæntur, iðkar þá nautn hverja Jónsmessunótt að horfa á allsnaktar „selameyjar" dansa á hvítum ægisandi við Dumbshaf norður. Annars tal- aði Loftur um heilsulindir, nátt ú”ufegurð, heilsuhæii. hótel oCT ferðamenn — og vanþakkaði rausn og risnu Þjóðverja með því að dæma alla fegurstu staði lands þeirra jafn hart í fegurð- arsamkeppni við Vatnsdalinn eins og erlendir dómarar úrval íslenzkra meyja, þótt hlotið hafi þær heimsfrægð í öllum íslenzkum blöðum. Haraldur Teitsson las um , dvöl sína á Hornströndum, og kom þar greiniíegt í Ijós, að hann kann ekki skil á fornri kyngi Hornstrendinga nema af ómerkilegu orðspori og rituð- um sögnum og gerir sér að ýmsu leyti skakkar hugmyndir um sitthvað í gerð þeirra og mótun. Hann lýsti ströndunum og á- hrifum þeirra án heildarsýnar og líkt og orðölvaður túristi af malbikinu, var lítið í lýsing- um hans af hinum angurmildu og einmanalegu töfrum, sem Strandirnar gæðast í blíðu vorsins, frekar en af hinum dul- ramma hrikaleik, sem blundar jafnvel í vorsól i línum bjarg- anna, sogi úthafsins við sker og í vogum og 1 nektarreisn tind- anna, sem ber við víðbláan him- in. Haraldur Teitsson er ann- ars vel ritfær, auðheyrilega skáldhneigður og hugkvæmur, og margt var vel sagt og fagur- lega í hinu órímaða náttúru- Ijóði frá vist hans á Ströndum. en hann er enn of skrúðmáll. eins og líka nokkurrar tilgerð- ar gætti í blæbrigðum raddar- innar, sem annars hæfir vel í útvarp. Mætti segja, að hann hafi siglt um blundandi, en j viðsjált og válynt Dumbshaf á ! hátimbraðri og viðtakalausri | lystisnekkju, þótt þar betur I henti bikaður byrðingur, frekar lágsigldur, skutmikill og lotað- ur til brimlendingar. I Arnheiður las kvöldsöguna. tuttugasta lestur, en svo kom þá skýrsla um hina miklu mis- skiptingu, sem gildir garpar verða að hlíta, þar sem keppt er um silfur hafsins. G. G. H. Stórhríð í Ölp- unutn — 7 farast Mesta sumarhríð í manna minnum geisar í Ölpunum og varð í gær að hætta leit að þrcmur enskum fjall- göngumönnum vegna fann- fergis og kulda og ofþreytu lcitarmanna, en leitin hófst miðvikudag síðastliðinn. Af sjö manna flokki, scm var að klífa Mont Blanc. hæsta tind Evrópu, biðu 4 bana, en þremur var nauðu- Iega bjargað. Þeir seeja, að flokkurinn hafi átt skammt ófarið upp á tindinn, er hann Varð að snúa aftur veðurs vegna. Frakkar og ftalir voru í flokknum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.