Vísir - 18.07.1961, Blaðsíða 9

Vísir - 18.07.1961, Blaðsíða 9
■ Þriðjudagur 18. júlí 1961 v iSIR Stikker framkvæmdastjóri NATO á fundi með íslenzkum blaðamönnum í gær. (Ljósm.: Oddur Ólafsson. Aðalatriðið er: Við erum bandamenn Samtal við dr. Stikker yfirmann NATO. — Haldið þér dr. Stikk- er, að NATO geti varið Vestur-Evrópu. —Ef ég héldi það ekki, þá sæti ég ekki lengur í embætti framkvæmda- stjóra NATO. Skemmtilegur maður. Þannig var ein hinna mörgu spurninga er íslenzk- ir blaðamenn lögðu fyrir yfirmann NATO á blaða- mannafundi í ráðherrabú- staðnum í gær. Dr. Stikker svaraði þess- ari spurningu eins og svo mörgum öðrum á lifandi og persónulegan hátt. Blaða- menn Reykjavíkur komust að þeirri niðurstöðu, að hann væri einn skemmtileg- asti erlendi stjórnmálamað- urinn sem þeir höfðu kom- izt 1 tæri við. Þarna sat dr. Stikker á meðal okkar í fullan klukku- tíma og reyndi eftir beztu’ getu að svara hinum ýmsu og ólíku spurningum okkar. Matthías Johannessen rit- stjóri Mbl, spurði m. a.‘ Telj- ið þér að ísland taki nógu virkan þátt í störfum At- lantshafsbandalagsins. — Þessu get eg ekki svar- að af skiljanlegum ástæðum, svaraði Stikker. Ég er þjónn allra aðildarríkjanna, en ekki kominn til að gefa nein- ar fyrirskipanir. Þá gerði Stikker hæglát- lega grín að frét+amanniÞjóð viljans sem vsr ð spyrja um NATO og atómsprengjumál- in. Við erum bandamenn. En flestum spurningunum svaraði dr. Stikker á ein- arðan og áhrifamikinn hátt, svo að auðséð var að hér fór maður sem trúði á þann mál- stað sem hann barðist fyrir. Stikker var m. a. spurður hvaða þýðingu íslands hefði í Atlantshafsbandalaginu. Hann svaraði að þýðing hinna ýmsu þjóða í bandalag inu væri misjöfn, sumar væru fjölmennar og ríkar og gætu lagt mikið af mörkum til herbúnaðar. fsland væri mjög þýðingarmikið vegna landfræðilegu sinnar. En það sem skiptir mestu máli sagði Stikker er þetta: — Við erum bandamenn sem höfum ákveðið að vinna saman. Meðan við vinnum saman getum við bægt hættunni frá. Berjumst fyrir friði. Það var óhjákvæmilegt að talið snerist mikið um Ber- línarvandamálið. Um það sagði Stikker m. a.: — Takið eftir því, að það eru ekki Vesturveldin sem vilja stofna til illdeilna í Berlin. Þau telja að ástand- ið geti haldizt óbreytt. Vest- urveldin gera -llt til að forð- ast „krísu“ í Berlín. Rússar eru að koma málinu á hreyf- ingu og virðist sem þeir ætli beinlínis að stofna til „krísu“. Þetta er í samræmi við Við viljum frið, umfram allt frið! stefnu Atlantshafsbanda- lagsins. Við viljum frið, við berjumst fyrir friði, umfram allt fyrir friði. — Hvað segið þér um hlutleysið? spurði einhver. — Ja, hvað er hlutleysi? Atlantshafsbandalagið er samtök sem berjast fyrir friði. Hver vill vera hlutlaus í því? Nýlendustefnan dauð. Þá var vikið að nýlendu- málunum og Atlantshafs- bandalaginu. — Þegar ég ræði um þetta get ég ekki talað fyrir hönd NATO, sagði Stikker, en persónulega get ég sagt þetta: Enginn þarf að vera í nein- um vafa hvar ég stend, þvi að ég átti hlut að því sem utanríkisráðherra Hollands, að Indónesíu var gefið sjálf- stæði á sínum tíma. Ég álít það annars mikinn misskiln- ing þegar menn lita nýlendu- stefnuna í heild svarta.Það er rangt, því að undir nýlendu- skipulaginu hafa frumstaeð lönd og þjóðir tekið miklum þroska og öðlast tæknilega þekkingu. En það er mín persónulega skoðun, að það sé ekki hægt að halda þess um þjóðum í helsi. Því er nýlendustefna dauðadæmd. Léttara hjal. Eftir þessar samræður bauð Sikker hinum íslenzku blaðamönnum til kaffi- drykkju, og var þá hægt að taka upp léttara hjal. Þar var m. a. fylgdarlið Stikkers, Saint Mleux skrif- stofustjóri Stikkers, einka- ritari hans ungfrú Ver Goos- en og íslendingurinn Óttar Þorgilsson. Þar ræddi fréttamaður Vísis m. a. við ungfrú Ver Goosen. Hún sagðist hafa ver ið einkaritari Stikkers, er hann var sendiherra í Bret- landi og fslandi. — Mig lang- aði þá til að fara einhvern tíma með honum til íslands, en aldrei varð því komið við, um ísland. Nú hefur okkur þótt gaman að fara með dr. Stikker um Reykjavík, því að hann þekkir bæinn vel, veit hvar helztu veitinga- húsin eru og hefur sagt okk- ur sitthvað um ýmis hús og merkisstaði. Erfitt starf. Er ekki erfiðara að vera yfirmaður NATO en sendi- herra á íslandi spurðum við Stikker. — Ég skal segja ykkur hvernig það er. Fyrir nokkr- um dögum sat ég fund í At- lantshafsráðinu. Næsta dag var eg á fundi með hershöfð- ingjum NATO, — hann var svo langur og erfiður, að við höfðum rétt tíma til að borða nokkrar ,,samvizkur“. Næsta dag bað De Gaulle mig um að koma til fundar við sig. Þá flaug ég til Englands og sat tvo daga á fundum með brezkum ráðamönnum. Það- an ætlaði eg að fara til ís- lands, en þá var haldinn skyndifundur í Atlantshafs- ráðinu og varð ég að fljúga til Parísar og síðan að taka einkaflugvél til Glasgow til þess að ná Flugfélagsvélinni. Svo að þegar ég kom til ís- lnds veitti mér sannarlegá ekki af að hvíla mig allan sunnudaginn. En svona er að vera framkvæmdastj. NATO. — Jæja, þetta er næstum því eins slæmt og að vera blaðamaður, svöruðum við. Var bjartsýnn. Að lokum sagði fréttamað- ur Vísis við dr. Stikker: — Við vitum það vel, að þér áttuð mikinn þátt í að sætta ísland og Bretland í landhelgisdeilunni. Áður en lausnin fannst held ég að fá- um hafi komið til hugar, að hægt væri að ná sættum í þessari deilu, sem var orðin svo hatrömm. Nú eru næst- um aliir íslendingar mjög ánægðir með þá lausn sem fékkst. Mörgum finnst það ganga kraftaverki næst að það skyldi takast að leysa deiluna á svo heillavænleg- an hátt. — Ég get aðeins sagt þetta, svaraði Stikker, að ég hafði það alltaf á tilfinningunni,að deilan væri ekki óleysanleg. Þ. Th. Fegurðardrottniíigin. - Framh. af 1. síðu. að flýta sér að koma heim, því að hún vinnur hjá Loftleiðum, er símastúlka þar og ekki má hún láta sig vanta á símann. En draumur hennar hefur verið að komast að sem flugfreyja hjá Loftleiðum. Þakka yður fyrir samtalið frú Zanny. Það skal tekið fram að lokum, að Kristjana er dóttir Magnúsar Steingrímssonar í Fiskhöllinni og Zanny konu hans. Knattspyma. Frh. af 2 síðu ar Sigurðsson einn inn fyrir en Heimir bjargaði með góðu úthlaupi. Undir lokin bætti KR seinna markinu við. Þórólfur Beck náði knettinum af Halldóri mið- verði, rétt við vítateg og spyrnti óverjandi í mark. KR-ingar gerðu tilraun með Helga Jónsson sem útherja en Svein Jónsson sem framvörð í þessum leik. Hvorug þessara til- rauna tókst. Beztir í liði KR voru Garðar og Hreiðar. Reynir Karlsson lék nú aftur með Fram, nú í framlínu. Ekki er þó hægt að segja að sóknar- leikur liðsins hafi batnað við tilkomu hans; það er sannast sagna furðulegt, að Fram skuli enga unga menn hafa til að fylla hin stóru skörð í fram- línunni. O.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.