Vísir - 18.07.1961, Blaðsíða 15

Vísir - 18.07.1961, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 18. júlí 1961 VÍSIR 'SPÍ%IÍ pnniMVMBnw) um. Þegar ég vaknaði var orðið bjart af degi. Ég skreið fram úr bólinu og breiddi betur ofan á hann. Svo gekk ég út. Það var hætt að rigna. Það var farið að birta af degi á austurloftinu og sólin var að brjótast gegnum þokuskýin og blikaði nú í vatninu. Stokkönd synti hreykin framhjá með fimm unga á eftir sér, og þeir urðu að hafa sig alla við, að dragast ekki afturúr henni. Skógardúfa kurraði sí og æ, og meðan ég stóð þarna og hlustaði á hana brauzt sólin gegnum skýin til fulls og stráði mill- jónum af demöntum á hvert blað og hvert strá, og ég fann að ég mundi aldrei upplifa svona fallegan morgun. Ég fór niður að prammanum við vatnið og fór að reyna að laga mig svolítið til, bæði út- vortis og innvortis. Ég greiddi mér,þvoði mér í framan, komst að þeirri niðurstöðu að það væri síður grunsamlegt að ganga berfætt en í nylon- sokkum með gati á hnénu, at- hugaði skeinuna á hnénu á mér og úrskurðaði að þó ég væri talsvert stirð um liða- mótin, væri ástæðulaust að hafa nokkrar áhyggjur af því. Adam var vaknaður þegar ég kom inn í kofann aftur Hann sagði: — Ég hélt að þú værir strokin frá mér. 23 — Nei, en ég ætla að gera það. Hvenær borðaðir þú síð- ast? Það var líkast að hvorugu okkar þætti tiltökumál, að við vorum allt í einu farin að þúast' Hann svaraði hikandi, að hann gæti ekki munað það, og ég sagði: — Ég veit svo mikið, að ég hef ekki borðað síðan um hádegi í gær. Það voru einhverjar verzlanir þarna sem ég var í gær. Ég get eflaust náð í eitthvað þar. Og ég vona að hitta þig héma þegar ég kem aftur. Þú verð- ur að lofa mér því, áður en ég fer ... — Kata. Hann leit upp og ég kann- aðist svo vel við þennan svip. Hann mundi berjast við sjálf- an sig dálitla stund, og svo láta undan. En það var ekki mikill baráttuhugur í honum í dag. I raun réttri var hann ekki aflögufær núna, — ég sá það betur í dggsbirtunní. Og mér kom það í rauninrii vel. Ég var fús til að berjast fyrir hann. Mér var ekki Ijóst hvernig ég ætti að fara að því, en ég var staðráðin í að gera mitt bezta. Hann virtist ekki upplagður til að tala, svo að ég settist á stól, tók spegil |uppúr töskunni minni og lit- aði betur á mér varimar. — Ekkert liggur á, sagði ég góðlátlega. — Við höfum daginn fyrir okkur og ekki margt að hugsa. Það er laug- ardagur í dag, — manstu, að ég er laus úr skrifstofunni- — Það er galinn á þér, Kata — þú lætur aldrei undan! Þú hefur alltaf verið svona. Hann studdi höndum und- ir kinnarnar. Ég vildi ekki hlusta á hann þegar hann tal- aði í þessum tón. Ég lokaði töskunni og stóð upp. — Ætlarðu að lofa þessu? — Já, en eingöngu af því að... — Gott. Þá kem ég aftur eftir klukkutíma. Hann sagði mér að hægt væri að taka af sér krók með því að fara um Srowley Cross — það væri þriðjungi styttri leið en sú, sem ég hefði farið í gærkvöldi. Ég hafði ekki gert ráð fyr- ir að rekast á bílinn með skúrkerrunni í eftirdragi. Ég sá hann allt í einu á miðjum veginum, og stúlka í ,,shorts“ — eða kríkaskjóli — var að heagja teott upp á stag, sem hún hafði fest úr bílhurðinni og í girðingafstaur. Hún hafði auðsjáanlega séð mig, svo að ég hélt áfram eins og ekkert væri og reyndi að líta út eins og ég væri hagvön þarna, eins og „innfædd" stúlka, sem væri að viðra hundinn fyrir hádegið. Það hefði óneitan- lega verið betra ef ég hefði haft með mér hund. Stúlkan brosti til mín. — Góðan daginn! Er ekki yndislegt veður í dag? — Dásamlegt, sagði ég. — Fallegasti morgun, sem ver- öldin hefur nokkurntíma fengið að sjá . . • og veiztu ; hversvegna, stúlkukindin ? Það er ekki vegna þess að sólin gyllir hárið á þér, eða af ilminum úr votu grasinu eða af því að lævirkinn syng- ur. Heldur af því að hann lif- ir! Maðurinn sem ég hélt að væri dáinn . . . maðurinn sem ég elska. Skilurðu það? Nei, þú skilur það auðvitað ekki. Hann lifir! Þama niður frá, bak við skóginn, í kofanum við vatnið. En það er sá gall- inn á, að enginn má fá að vita það. Mér fannst hún horfa ein- ■ kennilega á mig. Kannske var ég dálítið vitfirringsleg, eða kannske hefur henni sýnzt útgangurinn á mér hjákát- legur. Búðarstúlkan hafði fullvissað mig um, að græna línið í kjólnum mínum þyldi allt og krumpaðist ekki. En það mun ekki hafa verið ætl- ast til að hægt væri að sofa í honum í þröngu rúmi — með karlmanni, hversu pla- tónisk sem lagsmennskan var. Ég brölti niður ásinn og nú •ce KVTTtRIMAR ÞRJAR 35 sá ég þjóðveginn. Ég var hræðilega svöng. Ef heppnin yæri með, kæmi kannske græni almenningsvagninn. En hann var líklega ekki á ferð svona snemma á morgnana. Klukkan mín hafði hætt að ganga, svo að ég vissi ekkert' hvað tímanum leið- En ég var viss um að enn væri skammt af degi. Ég heyrði dyn í bíl og lítill vörubíll kom á hlið við mig og stanzaði. — Viljið þér setjast upp í? Bílstjórinn var maður um fertugt, góðmannlegur og kom vel fyrir sjónir. Askja með salati var á sætinu við hliðina á honum, og á pallin- um voru nokkrir mjólkur- brúsar. — Þetta var fallega gert, sagði ég. — En nú er eftir að vita hvert þér ætlið. Ég ætla í þorpið, sem .. . Skrýtið að ég skyldi ekki muna nafnið á þorpinu. Hvað mundi hann halda um mig? Hér var ég ein að flækjast snemma morguns, sokkalaus, í þvældum kjól, og svo vissi ég ekki einu sinni hvar ég var. — Handover, sagði hann og opnaði bílinn. — Handov- er Green. Ég er einmitt á leið- inni þangað. — Það var heppilegt, sagði ég. En svo fannst mér ég K V I S T Meðan veitingamaðurinn gerði upp herfang Athos i vinkjallar- anum, reyndi d’Artagnan að vinna inn forskot vinar síns og drakk þétt í rúma klukkustund. A með- an sagði Athos sögu af ástarvon- brigðum og spann þar af mikia sögu: Ríkur greifi, i föðurætt hans, hafði einu sinni gifzt forkunnarfagurri konu úr hérað- inu, sem hann hafði gefið allt og gert allt fyrir. En einn dag datt hún af hestbak- og þegar hann ætlaði að losa hana úi þröngum fötunum, sá hann á öxl hennar brennimerkta lilju. Greifinn varð æfareiður, fannst hann vera svikinn og skipaði að hún yrði hengd . . . og þetta varð til þess að ég hata allar fallegar elskulegar konur. — Morguninn eftir byrjaði hann á að afsaka það sem hann hafði sagt, og sagði það tómt bull, drykkjubull, og d’ Artagnan róaði hann með því að látast ekkert muna. Porthos og Aramis fundu þeir í vellystingum þar sem þeir höfðu orðið eftir. Að undanskildum skuldunum sem þeir höfðu steypt sér í, með glæfralegum fjárhættu- spilurum var ekkert að vanbún- aði fyrir þá að halda til Parísar undir eins. Þar beið þeirra bréf frá de Treville: Konungurinn hef- ur ákveðið að taka hinn unga d’ Artagnan í lifvarðarsveit sína og það var einnig ákvörðun hans há- tignar að hefja styrjöldina gegn la Rochelle 1. mai. — Nú hef ég beðið og beðið eftir Óla Lokbrá í meira en hálftíma, má ég nú ekki fara að sofa, mamma? ©PIB eonti«»Gtn — Góðan daginn, herra skrifstofustjóri, ég er neydd- ur til að biðja yður um kauphækkun, þar sem dýrtíðin er svo mikil þessa dagana.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.