Vísir - 25.07.1961, Side 2
2
Þriðjudagur 25. júlí 1961
VISIK
JTJ-gTTp
BMa teo^ &
—Lf“ i - - * i.. ■■■ pi
1mmm jmmm
Línumar skýrast
í 1. deíld
Valsmenn sækja — Geir ver.
FRAM FÉKK KÆRKOMID STIG.
Frawn — Yulur 1 — 1
Fram og Valur léku á Laug-
ardalsvclilinum í gærkvöldi. —
Valur sinn sjöunda leik í ís-
landsmótinu — Fram sinn átt-
unda. — Leikurinn endaði með
jafntefli 1:1, en í rauninni var
það sigur fyrir Fram. Ekki gegn
Val heldur gagnvart fallhætt-
unni, því Hafnarfjörður, sem
nú hefir eitt stig, verður
að vinna tvo leiki, til þess að
halda sér uppi í deildinni
Úrslitin voru nokkuð sann-
gjörn eftir gangi leiksins. Fram
sótti meira í fyrri hálfleik og
átti hættulegri tækifæri, en
Valur hafði aftur á móti yfir-
höndina í seinni hálfleik. í
heild var leikurinn þófkenndur
og samleikurinn allur óná-
kvæmur. En baráttan var mik-
il, sérstaklega til að byrja með.
Taugóstyrkur virtist há leik-
mönnum nokkuð fyrsta stund-
arfjórðunginn, aðall. Framur-
pm, enda mikið í húfi fyrir þá.
En smám saman hvarf hann, og
þá náðu Framarar oft á tíðum
dálaglegum upphlaupum. Guð-
jón komst inn fyrir eftir
skemmtilegan samleik við
Guðmund, en skaut illilega
framhjá. Guðmundur átti opið
færi, en gaf knöttinn í stað þess
að skjóta sjálfur og þá komst
Dagbjartur algerlega frír inn
fyrir. Hann komst meira að
segja svo langt að leika á
markvörðinn, en þegar markið
virtist liggja opið fyrir, brást
honum bogalistin, og bezta
tækifæri Fram til að ná yfir-
höndinni í leiknum fór forgörð-
um. Skömmu seinna ná Vals-
menn upphlaupi, en þegar
hættunni hefir verið bægt frá,
hrindir Hinrik, framvörður
Fram, Matthíasi illilega innan
vítateigs og dómarinn, Guðbj.
Jónsson, dæmir viðstöðulaust
vítaspyrnu.
Margir voru furðu lostnir
yfir svo hörðum dómi, þar
sem knötturinn var víðs
fjarri, „én það á alltaf að
dæma vítaspyrnu, ári tillits
til þess hvar knötturinn er,
ef brot sem þetta er framið
innan vítateigs, jafnvcl þótt
knötturinn sé hinum megin á
vcllinum“, sagði Guðbjörn
eftir leikinn.
Björgvin Daníelsson skoraði
örugglega úr spyrnunni. 1:0
fyrir Val, var ekki sanngjörn
tala eftir gangi leiksins, og það
var eins og forlögin v.iður-
kenndu það, því litlu síðar
skoraði Þorsteinn bakvörður
Vals, sjálfsmark, 1:1.
Seinni hálfleikinn byrjuðu
báðir af miklum krafti og leik-
urinn var um stund íifandi og
skemmtilegur. En hvorugu lið-
inu tókst að skapa sér veruleg
tækifæri, og brátt varð þófið
í algleymingi. Valsmenn réðu
öllu á miðjunni og sóttu mun
meira utan örfárra upphlaupa
Frams, sérstaklega undir lokin.
Valsframlínan var sundur-
laus og léleg, mest fyrir þá sök,
að tveir menn, Gunnlaugur og
Halldór, áttu alls ekki heima
þar. Aftasta vörnin var sem
fyrr sterkasti hluti liðsins,
jafnvel eftir að Árni Njálsson
fór út af seint í fyrri hálfleik.
Framliðið barðist nú, ekki
kannske af krafti, en af mesta
mætti, og þeir báru úr býtum
ágætar sóknarlotur í fyrri
hálfleik, Með örlítilli heppni
hefðu þeir getað krækt í bæði
stigin.
Ragnar Jóhannsson var
beztur Framara, og eins átti
Sigurður bakvörður góðan leik.
c.b.s.
íslenzka íþróttafólkið, sem
keppt hefur á Landsmóti skot-
fimleika og íþróttafélaga í Dan
mörku, hefur staðið sig mjög
vel. Litlar og slæmar fréttir
hafa borizt frá mótinu en vitað
er, að. íslénzki karlaflokkurinn
sigraði og stúlkurnar urðu í 2.
sæti. Stig.in urðu. Karlar:
1. ísland 7830 stig.
2. S-Slésvík 6136 stig.
Svo bregðast
krosstré...
Hinn heimsfrægi ástralski
millivegahlaupari Herb. Elli-
ott, hefur undanfarið ár, dvalið
í Oxford við nám, Hefut hann
því hlaupið þar í landi en náð
misjöfnum árangri.
Um daginn hljóp hann í
Brighton, hljóp 880 yarda
hlaup og varð aðeins 7. Sigur-
vegarinn, Kilford hljóp á 1:51,
1, en Elliott á 1:59,9.
Eftir hlaupif' sagðist Elli-
ott vita, að áhorfendur
hefðu orðið fyrir vonbrigð-
um, en ég hefði ekki getað
hlaupið sekúndu fljótar.
Línurnar í yfirstandandi fs-
Iandsmóti eru nú að skýrast.
Ljóst er, að baráttan um efsta
sætið mun eingöngu standa
milli K.R. og Akranes, cn þessi
félög tók strax forystu í mót-
inu en K.R. hefur fylgt fast
eftir. Akranes hefur nú tapað
þrem stigum, en K.R. einu, en
Akranes hefur leikið tveim
Ieikjum meira. Liklegt er, að
leikirnir milli þessara liða inn-
byrðis ráði algjörlega úrslitum
mótsins, en þeir verða ekki
leiknir fyrr en í september, þá
báðir í sömu vikunni.
Valur og Akureyri eru bæði
í „no man’s land“, bæði úr fall-
hættu en þó án möguleika til
sigurs, a.m.k. lítilla.
Aftur á móti eru Framarar,
sem fyrirfram voru taldir sig-
urstranglegir í mótinu, enn að
verjast falli, hafa aðeins hlotið
4 stig úr átta leikjum. — Þó
vænkaðist hagur þeirra að mun,
í gærkveldi er þeir náðu dýr-
mætu stigi gegn Val, en Hafn-
firðingar eiga þó eftir fjóra
leiki og allt getur skeð í knatt-
3. Noregur 6080 stig.
Konur:
1. Randers-amt 7836 stig
2. ísland 7797 stig.
3. Vejle 7778 stig.
4. Noregur 7548 stig,
Þessi árangur flokksins er
mjög ánægjulegur, en ekki svo
óvæntur, þar sem í honum eru
ýmsir allþekktir íþróttamenn.
Má þar nefna spretthlauparann
Ólaf Unnsteinsson, stökkvar-
ana Þórð Indriðason og Ingólf
Bárðason, og kastarana Ágúst
Ásgrímsson og Brynjar Jens-
son. Björk Ingimundardóttir
vann 80 m. hlaup kvenna.
Ihí/i* oístur
Norðurlandaskákmótið hélt
áfram í gær. Þá var fjórða um-
ferð tefld.
í landsliðsflokki sigraði Ingi
R. Gaumhold i 34 leikjum, en
aðrar skákir fóru í bið. Ingi er
því efstur með 3V2 vinning, en
ngestu menn hafa tvo vinning'a.
í meistaraflokki A er Reimar
spyrnu. Á morgun, miðvikudag
leika þeir fyrri leik sinn við
K.R., en auk þess eiga þeir eft-
ir leiki við Val og Fram í
Hafnarfirði.
Hér er staðan í mótinu eftir
leikinn i gær:
Akranes 7 5 1 1 11 st. 13—6
K.R. ..5 4 0 1 9 st. 16—5
Valur .7 3 2 2 8 st. 12—8
Akureyr 7 3 3 1 7 st. 17—20
Fram .8 1 5 2 4 st. 6—10
Í.B.H. .6 0 5 1 1 st. 3—18
í fyrradag fór fram úrslita-
leikur II. cleildar, ísafjörður og
Keflavík léku. Eins og frá var
skýrt í blaðinu í gær, sigruðu
þeir fyrrnefndu, 7:3.
Tilkoma ísfirðinga í fyrstu
deild, er vissulega gleðileg, og
sýnir að geta utanbæjarliðanna
og knattspyrnuáhuginn yfirleitt
í landinu fer vaxandi. ísfirð-
ingar hafa þrjú síðastliðinn ár,
leikið til úrslita í annarri deild,
og ekki verið nema hársbreidd
frá takmarkinu. Sigur þeirra í
ár var verðskuldaður, enda
„höfðu þeir gert sér háar vonir
um sigur í þessum leik.“ í liði
þeirra eru margir prýðis knatt-
spyrnumenn, og ber þar hæst
landsliðsmanninn Björn Helga-
son.
En um leið og ísfirðingar
fagna sigri, þyngist brúnin
á sunnanmönnum og eru nú
jafnvel uppi raddir um það,
að hin tvöfalda umferð fs-
'landsmótsins leggist niður.
Ástæðan fyrir því yrði þá
hin gífurlegi og óviðráðan-
legi ferðakostnaður, sem
samfara yrði keppnisförum
til ísafjarðar. Nógu er hann
bágborinn samt.
Við skulum vona, að svo
verði ekki — að hin tvöfalda
umferð, sem gcfið hefur svo
góða raun, keppnislega séð,
haldi áfram velli, og svo
verði frá gengið, að hvorki
fsfirðingar né aðrir beri
skarðan hlut frá borði.
Sigurðsson efstur með 3 v. af
4 mögulegum, en næstur er
Jónas Þorvaldsson með 2% v.
af 3 mögulegum.
í meistaraflokki B er Jónas
Kr. Jónsson efstur með IVz v.
Norski unglingameistarinn
Zwaig er efstur í unglinga-
flokki með v. en næstir
koma Guðmundur Þórðarson
og Bragi Kristjánsson með 3
vinninga hvor.
íslenzkir sigra.
IMorðurlandaskákmótið.