Vísir - 25.07.1961, Síða 10

Vísir - 25.07.1961, Síða 10
10 V ISIR Þriðjudagur 25. júlí 1961 SMÍDA 6 EVRÚPULð::0 KJARN- ORKUKAUPFAR í SAMEININGU? Máli5 rætt á fundi kjarnfræðinga í París í haust Horfur eru á, að Noregur og fimm lönd önnur geri með sér félag um að smíða kjarnorku- kaupfar. Rætt hefir verið um, að smíðað yrði 65.000 lesta olíuskip, en til greina kemur einnig minna skip til flutninga á „lausaförmum“, olíu, kolum, korn eða þess háttar. Það er Gunnar Randers, f ramkvæmdast j óri kjarnorku- fræðinefndar Noregs, sem hefir látið hafa þetta eftir sér og hann hefir ennfremur upplýst, að málið muni verða rætt á fundi kjarnfræðinga ýmissa Evrópulanda í haust. Annars er það mála sannast, að eins og verðlagi er nú háttað og öllum kostnaði við útgerð venjulegra skipa miðað við fjárfestingu í kjarnorkuskipum, er mun dýrara að starfrækja kjarnorkuskip, svo að fyrsta skip Norðmanna af þessu tagi verður að öllum líkindum smíðað á vegum hins opinbera og verður fyrst og fremst til- raunaskip. Áætlaður kostnaður mun vera um 150 milljónir norskra króna, en það svarar til um 800 milljóna ísl. króna. Norðmenn eiga gjarnorkuofn í Halden, og þeir hafa á undan- förnum árum athugað endur- bætur á honum. Það er ofn af slíku tagi, sem einkum kæmi til greina, sagði Randers, ef Norðmenn leggja í að smíða k j arnorkukaupf ar. En það eru fleiri Evrópu- þjóðir, sem hyggja á að smíða slík kaupför. Þjóðverjar hafa þegar tilkynnt, að þeir séu komnir út í sjálfan undirbún- inginn og ítalir virðast ekki mjög langt á eftir þeim. Þá er haft fyrir satt, að Danir, Eng- lendingar og Belgar sé að velta því fyrir sér, hvort þeir eigi að afla sér reynslu á þessu sviði með því að smíða sjálfir kjarn- orkukaupfar, eða láta sér nægja að fá allar upplýsingar frá öðrum, þegar málin verða kom- in á þann rekspöl, að það getur farið að borga sig að smíða slíkt skip. Fulltrúar allra þessara þjóða, auk Frakka, Hollendinga, Aust- urríkismanna, Finna og Svía, munu koma saman á fund þann í París, sem getið er hér að ofan. Bandaríkjamenn hafa orðið fyrstir með flota kjarnorku- báta, Rússar leggja áhezlu á kjarnokuísbrjóta, svo að þessar þjóðir segja sem svo: Hvers vegna eigum við ekki að verða fyrstir með flota kjarnorku- kaupskipa. Kennedy Bandaríkjaforseti hefir nú fengið nýjan bíl til umráða, og cr sá ekki dóna- legur, eins og menn geta gert sér í hugarlund. Kunn- áttumenn hafa nefnilega komizt svo að orði, að bif- reið þessi sé undratæki í alla staði. — Hér er um að ræða Lincoln Limousine, 3990 kg. á þyngd, sem verið hefir í smíðum í fimm mánuði sam- kvæmt fyrirmælum örygg- islögreglunnar, en annars var byrjað að undirbúa smíðina fyrir hvorki meira né minna en fjórum árum. Einna mesta eftirtekt vekur aftursæti bílsins (sjá mynd- irnar), því að fyrirkomulag þess er þannig, að með því að þrýsta á hnapp er hægt að hækka það um 25—30 sentímetra, svo að forsetinn sjáist betur, til dæmis þegar hann ekur fremst í skrúð- fylkingu. Þá er hægt að hafa þrennskonar þak á bílnum og fer það eftir veðri og öðru hvaða þak er notað, en eitt er úr gegnsæu plasti. — Sérstök þrep eru utan á bif- reiðinni handa öryggislög- reglumönniun, og er hægt að draga þau inn í bílskrokk- inn með einu handtaki, J»eg- ar þeirra er ekki þörf, og svo mikið er af allskonar raftækjum í bifreiðinni, að hanzkahilla er engin frammi í henni heldur er allt fullt af öryggjum og rofum, þar sem hún ætti að vera. — Loks eru tvær talstöðvar í bílnum, og önniu: þannig, að hún er með „þvæli“, svo að úr henni kemur einungis „þvæla“, sem skilst aðeins, ef notað er sérstakt viðtæki. IMÝJUIMGAR á tæknisviðinu. mmmmmpmmmm í-. llii ■ : - Þeir segja í Buffalo í Banda- ríkjunum, að þeir noti „Rock’n’Roll” til að finna aðferðir til að bjarga manns- lífum. Þeir taka skrokk af bíl — eða yfirbygginguna — og velta honum sitt á hvað með brúðum innanborðs, og svo er athugað, hvernig þeim hefir vegnað í „slys- inu“, sem þannig er útbúið. Mcðan yfirbyggingin er að veltast og snúast, eru alls- konar niælitæki í gangi til að fylgjast með því, hvernig brúðurnar kastast til, hversu langt þær fara, hversu mikið aflið er, þegar þær skella á gluggum, hurðum eða lofti bílsins. Þá er einnig hægt að Iáta bílinn snúast öðru vísi en um lengdaröxul sinn. Einnig er hægt að snúa hon- um eins og hann endasteyp- ist á jafnsléttu eða niður brekku. Loks er þess að geta, að hraðvirkar myndavélar fyl&jast nákvæmlega með hreyfingum bílsins og brúð- anna. — Myndin hér að ofan er af slíkri veltu og má sjá tvær brúður í bílnum. Vélin hreinsar stonti- U3Í-3U ur Rannsóknamiðstöð Bandaríska kvæmum athugunum í landbúnaðarráðuneytisins er að prófa vél, sem á að geta hreins- að „strontium 90“-helryk, sem myndast við kjarnorkuspreng- ingar — úr mjólk. Tilgangurinn er vitanlega áð tryggja, að mjólk skemmist ekki, þótt helryk hafi fallið til jarðar í bithögum eftir kjarn- orkurásir. Jafnframt hafa em- bættismenn ráðuneytisins bent á, að strontiúm það, sem fallið hefir til járðar í sambandi við kjarnorkusprengingar, sé ekki svo mikið, að mönnum geti stafað hætta af. Fyrsta vélin í þessum til- gangi, sem nú er verið að prófa, var smíðuð að loknum ná- rann- sóknastofu. Þær athuganir leiddu í ljós, að kleift er að ná þessum geislavirka ísótóp úr mjólkinni með því að hleypa henni gegnum leiðslur með smákúlum með vissum efnum. Ef sýrumagn mjólkurinnar er aukið meðan á þessu stendur, er unnt að ná 98% af strontium- innihaldinu úr mjólkinni. Eng- in breyting hefr komð fram á bragð mjólkur, sem farið hefir gegnum vél þá, er að ofan get- ur. Til fróðleiks má geta þess í þessu sambandi, að jurtir íaka til sín dálítinn hluta þess stront- íum 90, sem til jarðar fellur, Framh. á bls. 5.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.