Vísir - 25.07.1961, Síða 12

Vísir - 25.07.1961, Síða 12
12 V ISIR Þriðjudagur 25. júlí 1961 Kirkjuklukkur Akureyri í júlí. Kristján Halldórsson úr- smiður er fluttur úr bænum fyrir alllöngu síðan, en dvel- ur hér þó öðru hverju á sjúkrahúsinu sökum heilsu sinnar. Við hittumst á götu við og við og spjöllum saman, og ber þá margt á góma. M. a. varð okkur rætt um Björgvin sál. Guðmundsson tónskáld, er við hittumst síðast. Sagði hann mér þá það, sem nú skal greina um kirkjuklukkuna og lag hennar: — Þegar ég var að panta klukku í kirkjuna hérna frá Svíþjóð, fór ég þess á leit við Björgvin Guðmundsson, að hann semdi lag í klukkuna. Brást hann vel við því, en sagði um leið: Þetta er ann- ars dálítið erfitt, þar sem lag- ið verður að byggja upp úr aðeins fjórum tónum. — Skömmu síðar kom hann svo með lagið. Bárum við það undir nokkra málsmetandi bæjarbúa, og voru þeir allir samþykktir þessu. Síðan sendi ég lagið til Svíþjóðar, en þar var kirkju- klukkan smíðuð, og voru síð- an hljómklukkurnar steyptar í samræmi við lagið. — Krist- ján bætir svo við eftir stutta umhugsun: — Það er annars athyglis- vert, hvað lag þetta á að tákna, því það er alls ekki samið úr í bláinn! Þetta stutta lag á að tákna manns- ævina, en hún er stundum stutt — eins og lagið. — til er vísa eftir Pál Ólafsson, skáld, er svo hljóðar: Hingað berst mér hljómur skær, heyri eg nú, hvað klukkan slær: Dagleið einni er ég dauða nær í dag, heldur en eg var í gær! Við spjöllum síðan dálitla stund eftir þetta, og ævistarf Björgvins Guðmundssonar yfirleitt. Og þar hefur Krist- ján sínar ákveðnu skoðanir, enda var hann all-kunnugur Björgvin Guðmundssyni. Seg- ir þá Kristján m. a. á þessa leið: — Margt af tónverkum Björgvins Guðmundssonar er alltof lítið túlkað fyrir þjóð- inni. Tel ég það til mikillar minnkunar fyrir þjóðfélagið, og þá sérstaklega fyrir Rík- isútvarpið. Og þar sem telja má Björgvin með fremstu tónskáldum landsins, væri óskandi, að Ríkisútvarpið fyndi hjá sér þann metnað og köllun að flytja stöðugt fleiri af verkum hans, — og ÓDÝRAST AÐ AUGLÝSA I VlSI Akureyrar raunar einnig verk annarra íslenzkra tónskálda. Því hver sú þjóð, sem sjálfstæð vill teljast, verður að lifa á sín- um eigin verkum, ekki síður menningarlega en verklega! Þetta ætti' Ríkisútvarpið að muna, þar sem það hefur geysisterka aðstöðu til að móta allt menningarlíf þjóð- arinnar, og þá eigi sízt hjá æskulýð landsins. Veltur því á miklu, að sú volduga að- staða sé ekki misnotuð af opinberum aðila! Að lokum bætir Kristján við: Klukkulagið hans Björg- vins er eina lagið í landinu, sem leikið er á hverri klukku- stund jafnt daga sem nætur, og e.t.v. öld eftir öld, — líkt og klukkan í dómkirkjunni í Lundi í Svíþjóð. En hún var smíðuð á 13. öld, en auðvitað eigi vel við haldið. — Síðan segir Kristján: — Ég er þakklátur Dúa Bjömssyni fyrir, hve vel hon- um hefur gengið gæta kirkju- klukkunnar, stilla gang henn- ar og réttan hraða slagverks- ins! — Helgi Valtýsson. 2JA herbergja ibúð óskast til leigu fyrir 1. september. Uppl. í síma 36722. (875 TVEGGJA herbergja íbúð til leigu. Upplýsingar í síma 38173 40—50 M! upphitað geymslu- húsnæði (bílskúr) óskast til leigu, þarf að vera í Austur- bænum. Sími 35653. (865 HERBERGI með rennandi vatni óskast til ieigu, helzt við Miðbæinn. Sími 13597 eftir kl. 6 í dag. (863 REGLUSÖM stúlka óskar eft- ir herbergi í Austurbænum. — Uppl. í síma 24854, (867 TVÖ herbergi til leigu fyrir þann, sem getur útvegað 30 þús. kr. til 6 mánaða. Tilboð merkt' „Barnlaust 900“, send- ist Visi fyrir föstudagskvöld. (898 REGLUSÖM miðaldra kona óskar eftir herbergi og eldhúsi, helzt i september eða október. Tilboð sendist afgr. blaðsins fyrir 1. ágúst merkt „Kvöld- svæf“. (851 MAÐUR um fimmtugt óskar eftir herbergi sem fyrst. Tilboð merkt „8090“ sendist Vísi fyr- ir fimmtudagskvöld. (895 PRENTARl óskar eftir her- bergi sem fyrst. Tilboð merkt „Prentari 97“ sendist Vísi. (896 KONA með 3 börn óskar eftir 2ja—3ja herbergja íbúð nú þegar eða i haust. Uppl. í síma 33172 eftir kl. 6. (902 SETJUM í tvöfalt gler, lcítt- um upp g'ugga o. fl., útvegum efni. Uppl. í síma 24947. (712 VlNNUMiDLUNIN tekui að sér ráðnlngar i allai atvinnu- grelnar nvar sem ei á landinu — Vinnumifflunln, lÆugavegl 58. - Sími 23627. HREIN GERNIN G AMIÐSTÖÐ- IN. Vanir menn. Vönduð vinna. Simi 36739. (833 BlLEIGENDUR. Látið mig hreinsa og bóna bilinn yðar. Vönduð vinna, sanngjarnt verð Uppi. í síma 34897. (835 ÖNNUMST viðgerðir og sprautun á reiðhjólum, hjálp- armótorhjólum, barnavögnum o. fl. Uppgerð reiðhjól og barnavagnar til sölu. Reið- hjólaverkstæðið Leiknir, Mel- gerði 29, Sogamýri. Sími 35512 (857 HÚSEIGENDUR athugið. Set upp og geri við þakrennur, nið- urföll, þök o. fl. Bikum steypt- ar rennur. Sími 32171. (854 GERUM VIÐ bilaða krana og klósettkassa Vatnsveita Reykjavikur. Simar 13134 og 35122 (797 INNRÖMMUM málverk, ljós- myndir og saumaðar myndir. Asbrú, Grettlsgötu 54. Slml 10108. (393 GÓLFTEPPA- og húsgagna- hreinsun 1 heimahúsum. — Duracleanhreinsun, — Siml 11465 og 18995. (000 HREINGERNINGAR, glugga- hreinsun, fagmaður i hverju starfi. Sími 17897. Þórður og Geir. (646 MÆÐUR athugið, get tekið að mér barn á 1. ári hálfan dag- inn fyrir konu, sem vinnur úti. Tilboð sendist Vísi fyrir föstu- dagskvöld merkt „Bamgóð". (884 HÚSAVIÐGERÐIR ýmiss kon- ar. Uppl. í sima 36722. (876 10—12 ára telpa óskast til að gæta drengs á 2. ári frá kl. 9 —3 á daginn eða eftir sam- komulagi. Uppl. í síma 16248. (869 ; STÚLKA óskast til afgreiðslu- starfa, aðeins prúð og ábyggi- leg kemur til greina. Verzlun- in Brekka, Ásvallagötu 1. Simi 11678. (893 BÖKBAND, úrvals efni. Mjög vönduð vinna. Uppl. i síma | 14695. (891 ■ , l —--------- “ HUSAMALUN, utan og ínn- an. Sími 34779. (206 ÖIiUItENNSLA, góð kennslu- bifreið. Uppl. í síma 11389. (889 N.S.U. skellinaðra til sölu, i góðu lagi. Uppl. Háagerði 91. (892 ÞVOTTAVÉL óskast. Sími 50658. (899 PEDIGREE barnavagn vel með farinn til sölu. Uppl. í síma 37911. (901 TAN SAD kerruvagn til sölu. Uppl. í síma 15291. (903 VEIÐIMENN. Góður ánamaðk- ur til sölu. Sími 37547. (904 SAMtJÐARKORT Slysavarna- félags tslands kaupa flestir. Fást hjá slysavamadeildum um land allt. — I Reykjavik afgreidd i síma 14897. (365 SlMI 13562. Fornverzlunin, Grettisgötu. — Kaupum hús- gögn, vel með farin karlmanna- föt og útvarpstæki, ennfremui gólfteppi o. m. fl. Fornverzlun- in, Grettisgötu 31. (135 TVÍBREIÐUR dívan með svampi til sölu. Vel með far- inn. Uppl. í síma 18467. (905 REIÐHJÓL, mjög vel með far- ið kvenreiðhjól til sölu, ódýrt. Simi 10734. (906 TIL sölu Silver Cross barna- vagn, bamarúm og telpukápa á 1—2 ára. Upplýsingar í Karfavogi 43 og sima 37197. Selt ódýrt. (908 SEM nýtt segulbandstæki til sölu. Uppl. í síma 11989 eftir kl. 6. (866 DRENGJAHJÓL (miðstærð) til sölu I Höfðaborg 93. (868 MYNDAVÉL af Anva-gerð tapaðist miðvikudaginn 12.7. á leiðinni frá Tollbúðinni að Hávallagötu. Finnandi vin- samlegast hringi í sima 17689 eftir kl. 6. Fundarlaun. (873 KVENVESKI, svart, tapaðist á bekknum á torginu við sæl- gætistuminn í gær. kl. 1. Vin- samlegast hringið í sima 24619 (881 KVENUR tapaðist (unglinga- úr með rauðri ól) í Vesturbæn- um, sennilega nálægt Hofs- vallagötu. Fundarlaun. Uppl. í sírna 23878. (894 BARNAVAGN í góðu ásig- komulagi til sölu. Uppl. í síma 12127. (888 TIL sölu nýleg bamakerra og poki, einnig kápa og tvær dragtir, meðalstærðir. Allt .nýtt. Selzt mjög ódýrt. Uppl. í síma 10369. (887 SILVER Cross bamavagn til sölu. Uppl. í síma 36993. (885 BARNAVAGN, góður, ódýr til sölu, Laufásvegi 50, kjallari (883 HALLÓ húseigendur. Mig vant- ar 3ja ferm. oliukyntan ketil með öllu tilheyrandi. Uppl. í sima 12837 frá kl. 7—10 e.h. (882 BARNAVAGN og barnakerra til sölu. Uppl. í síma 13310. (879 SVEFNSÓFI, (tvíbreiður, 190 sm. langur) til sölu. Uppl. Fornhaga 26. (880 BARNAVAGN til sölu, Lauf- ásvegi 10, 1. hæð t. v. (874 ÞVOTTAVÉL óskast. Uppl. í síma 37348 eftir kl. 6 á kvöld- in. (870 HINN margeftirspurði vest- firzki steinb'tsriklingur kom- inn aftur. Verzlunin Kirkju- sandur, Sími 35520. (871 EINBÝLISHUS í Kópavogs- kaupstað, 3 herbergi og eld- hús, til leigu frá 1. ágúst. — Uppl. í síma 22639. (886 TVÆR stúlkur óska eftir her- bergi helzt með skápum, á góð- > um stað í bænum. Einhver hús- hjálp gæti komið til greina. — Upplýsingar í sima 34574 milli kl. 9—10. (878 IvLÆÐASKAPUR og rúmfata- kassi til sölu, Mávahlíð 5, kjallara, simi 23259. (890 SKELLINAÐRA, NSU model 1960, til sölu. Uppl. á Rakara- stofunni Vesturgötu 3. (900 NÝLEG Rafha-eldavél til sölu. Uppl. í kvöld og næstu kvöld frá kl. 6,30 í Barmahlíð 47, ris- hæð. (872 IbUÐ óskast í Ytri-Njarðvik- um eða Keflavík. Nánari uppl. í síma 92/1956. (877 ÖDÝRAST AÐ AUGLÝSA I VlSI ENSKT kvenreiðhjól til sölu, Garðastræti 44, milli kl. 6—8. (897 STOFUHU SGÖGN, stólar, ottomann, borð, sem hægt er að stækka og eikarskápur til sölu. Uppl. í síma 34589.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.