Vísir - 25.07.1961, Page 15
Þriðjudagur 25. júlí 1961
VISIR
15
okkur ef ég færi inn og
hringdi bjöllunni og spyrði
glaðlega þann, sem kæmi til
dyra: — Afsakið þér, á nokk-
ur Entwhistle heima hérna?
Mér mundi ekki koma það að
neinu haldi. Annað hvort
mundi alls ekki verða opnað,
eða einhver kæmi og svaraði:
— Nei, Entwhistle hefur aldr-
ei átt heima héma, og svo
mundi hurðinni verða skellt
aftur fyrir nefinu á mér.
Meðan ég rölti þarna, kom
kona út úr nr. 2 og hellti úr
skjólu. Hún var hnellin og
nett og horfði forvitnislega á
mig um stund.
— Afsakið þér, sagði ég.
Hún stóð kyrr, horfði á mig
og beið.
— Mér var sagt að hér væri
til leigu myndastofa, ég held
að það hafi verið í númer 3,
en ég er ekki alveg viss um
það. Vitið þér nokkuð um
það ?
Ég brosti til hennar eins
hlýlega og ég gat. Hún horfði
á mig og svaraði:
— Nei, ég veit það ekki.
Hver hefur sent yður hingað ?
— 1 rauninni hefur enginn
sent mig. Ég kem ekki frá
fasteignasala eða þess konar,
á ég við. En kunningi minn
sagði mér að kannske — ja,
þér vitið hvernig maður frétt-
ir svona, sagði ég. — Ég skal
segja yður alveg eins og er.
Ég frétti að maðurinn, sem
bjó þar væri dáinn fyrir
29
skömmu, og að húsnæðið
mundi vera laust. En kann-
ske hef ég fengið skakkar
upplýsingar ?
— Þér eigið við hr. Sea-
mon?
— Já, ég held að hann hafi
heitið Seamon.
■ Nú sýndist mér hún athuga
mig enn betur.
— Ég veit ekki hvort hús-
næðið er til leigu eða ekki —
en þér eruð ekki sú fyrsta,
sem spyr um það. Þeir voru
hérna eins og flugur kringum
sírópskrukku fyrstu vikuna
eftir að þetta gerðist.
— Jú, það er ekki nema
eðlilegt, sagði ég. — Það er
svo erfitt að fá íbúðir núna.
Maður er í hreinustu vand-
ræðum. Vitið þér hvort nokk-
ur er þar núna? Það mun
ekki vera til neins að biðja
um að lofa sér að sjá íbúð-
ina?
Ég hefði getað faðmað
hana fyrir það sem hún sagði
nú:
— Ég get vel sýnt yður
hana, ef þér viljið. Það hlýt-
ur að vera leyfilegt, en sem
sagt veit ég ekki hvort hún
er til leigu eða ekki. Ég skal
ná í lykilinn, ef þér viljið bíða
á meðan.
Hún hvarf inn úr dyrun-
um hjá sér og kom eftir svip-
stund og fór á undan mér
upp stigann í nr. 3.
Nú stóð ég þar sem Adam
hlaut að hafa staðið þetta ör-
lagaríka kvöld. Kannske
hafði hann fyrst sezt í bríka-
stólinn þama og snúið að
skrifborðinu — það var ný-
legt skrifborð með lampa,
, sem hægt var að hækka og
lækka. Seamon hlaut að hafa
setið innan við borðið, bros-
andi — er hann ýtti ljós-
myndinni af Rosemary til
gestsins. — Það er engin á-
stæða til a ðæðrast — við
skulum tala saman eins og
siðaðir menn. Má ég bjóða
yður glas?
Þarna stóð vínskápurinn,
alveg eins og Adam hafði
lýst honum, aðeins eina alin
frá horninu. Hvar hafði Sea-
mon geymt filmurnar að ljós-
myndunum ? 1 skrifborðs-
skúffunni ? 1 peningaskáp ?
Það gat hafa verið leynihólf
í veggnum þarna við glugg-
ann. Hvað var í stofunni að
öðru leyti? Fleiri stólar —
legubekkur. Sumt gamalt,
sumt alveg nýtt. Þarna var
mikið af Ijósmyndatækjum,
sem virtust vera dýr, lampi
og þrífótur. Svo var þarna
skjalaskápur. 1 glugganum
voru kaktusar, og klifurblóm
upp með þilinu.
Meðfram einum veggnum
var þunnur rafmagnsofn, og
við annan vegginn arinn með
fallegri og óefað dýrri grind
SKYTTtRIMAR ÞRJÆR
40
Orð Richelieu voru örugg vís-
bending um, að hætta væri á ferð-
um, en d’Artagnan vissi sjálfur,
að hann gæti aldrei bundizt vin-
áttuböndum við kardínálann. Fyr-
ir utan biðu vinir hans spenntir
að heyra hvað skeð hafði, en
þegar þeir heyrðu það, voru allir
sammála um, að hann hefði gert
rétt i þvi að afþakka boð kardí-
nálans.
Næsta morgun sendi de Treville
skyttuliða sína til konungsins,
þar sem hann heiðraði þá: Það
var hugmynd konungs að leggja
af stað sama kvöld. I millítíðinni
hélt d’Artagnan af stað til la Roc-
helle með sína hersveit. Hann tók
ekki eftir að Mylady reið þétt
framhjá og sendi tvo menn inn í
raðir hersveitarinnar til að at-
huga hvort þar væri ekki áreið-
anlega kominn d’Artagnan sjálf-
ur. Þegar hún hafði fullvissað sig
um það, gaf hún mönnunum merki
og reið síðan í burtu
La Rochelle var eitt stærsta
pólitíska þrætueplið i tíð Lúð-
víks 13. og eitt mikilvægasta hern.
aðartakmark Richelieu. Þetta var
siðasti staðurinn af þeim stöðum
sem Hinrik 4. hafði gefið húgen-
ettunum, og þennan stað urðu
calvinistarnir að vinna. En það
sem meira var, þá var höfn stað-
arins opin fyrir Englendingunum.
Ef Richelieu sigraði staðinn, sigr-
aði hann Buckingham og auð-
mýkti þannig hertogann í augum
drottningarinnar. En Buckingham
hafði þegar unnið fyrstu orrust-
una: Eftir blóðugan bardaga hafði
honum tekizt að ná landgöngu á
strönd Frakklands.
I fyrir framan.
Ég vildi ekki sætta mig við
skýringu Adams á því, sem
I hefði gerzt þarna. Ég vildi
! heldur hallast að því, að Rose-
mary hefði verið þarna þetta
! kvöld, og að hún . ..
— Hérna er svefnherberg-
ið, sagði stúlkan og sýndi
! mér inn í næsta herbergi. -
j Og svo er hérna bað og vatns-
| salerni. Þetta er vitanlega
ekki stórt, en nægir fyrir ein-
hleyping.
Þetta er alveg nóg handa
mér, — það er ágætt! sagði
! ég hrifin e rvið komum inn í
stofuna aftur. Ég vona að
mér verði fyrirgefið þó ég
lygi blygðunarlaust: — Ég er
tízkuteiknari, skiljið þér, og
þessi íbúð mundi henta mér
ágætlega. En vitanlega tekst
mér ekki að ná í hana — það
eru svo margir um boðið, eins
og þér segið. En það var vel
gert af yður að lofa mér að
sjá íbúðina. Það eina sem
mér finnsf að ... þegar ein-
hver deyr... jæja, manni
finnst eitthvað óhugnanlegt
við staðinn. En auðvitað er
það ekki nema kenjar. Var
það hérna, sem maðurinn dó ?
Og hann dó skyndilega?
Hún horfði íhugandi á mig.
— Morð gerast oftast skyndi-
lega, sagði hún svo.
— Morð ? Var Seamon
my’rtur? Ég heyrði einhvern
orðasveim, en ... Hörmung
er að heyra þetta!
— Ég hefði kannske ekki
átt að segja frá þessu, sagði
nágrannakonan og fór út áð
dyrunum.
— Hvers vegna ekki ? Þér
vitið það auðsjáanlega.
— Ég ætti að vita það. Það
var ég sem fann hann.
— Það hefur verið hræði-
legt!
— Já, ég var ekki burðug
þá, það segi ég satt. Ég gerði
hreint í íbúðinni hans, og
eins og ég var vön kom ég
um morguninn til þess að
taka til morgunmatinn handa
honum, og þá lá hann á gólf-
inu, einmitt þar sem þér
standið núna.
Ég steig skref aftur á bak
og horfði á gólfdúkinn við
tærnar á mér, hann lá fyrir
framan arininn. Það var tals-
verður spölur frá arninum og
að barskápnum, tók ég eftir
— öll stofulengdin.
— Mikil hörmung, sagði ég
aftur. — Og var hann —
steindauður?
Hann hafði verið dauður í
marga klukkutíma. Síðan
kvöldið áður — ég gat sagt
lögreglunni nákvæmlega til
um það, því að ég sá morð-
ingjann þegar hann fór. Ekki
svo að skilja að ég vissi að
hann var morðingi þá — vit-
anlega.
— Þetta hefur verið hræði-
legt fyrir yður. Hxað gerðuð
þér?
— Ekkert, fyrst í stað. Ég
vissi ekki hvað um var að
vera, þó ég sæi að eitthvað
væri að manninum sem fór
út. Mér datt í hug að hann
væri kannske fullur og að
minnsta kosti var hann injög
æstur. Það vildi svo til að
maðurinn minn talaði nokkur
orð við hann, hann er bílstjóri
hjá einum nágranna okkar,
og þegar hann var að setja
bílinn inn, ók þessi maður
fram hjá í stórum bíl — það
var víst Monarch. Hann hafði
látið hann standa í Fanshawe
Street — og hann beyglaði
hjólhlífina á bíl Sams. Sam
varð auðvitað f júkandi vond-
ur. Þetta var talsverð
skemmd, og Sam lét hann
hafa það óþvegið, eins og þér
getið hugsað yður. En hinn
tautaði eitthvað og ók sína
leið. Það er í rauninni ekki
undarlegt, þegar maður hugs-
ar til þess, sem hann hafði
aðhafzt inni í íbúðinni. En
Sam náði númerinu á bílnum,
og þess vegna gátum við
hjálpað lögreglunni, sem bet-
ur fór.
— Hvað er að heyra þetta!
En eruð þér alveg viss um að
Þetta var einasta leiðin til að
fá Herbert með mér til að
horfa á stykkið.