Vísir - 06.09.1961, Síða 2

Vísir - 06.09.1961, Síða 2
I VÍSIR Miðvikudagur 6. sept. 1961 III. £1. K.R.B. hefur sigrað bæði Rvk og Miðsuniarsmót. Þjálfari flokksins er Guðm. Haraldsson. Grettir tók á móti Axel í DrangeyjcifjöriE frásögn Árnu E*orbjjörn ssunur uf sundi Æxels hrurun. Eins og lesendum Vísis er kunnugt, hefir Axel Kvaran nú þrcytt Drangeyjarsund á nýjum mettíma. Hann hafir dvalið hér nyrðra síðan á þriðjudag ásamt Eyjólfi Jónssyni sundkappa, en hann var með sem ráðunautur og hjálparhella. Eyjólfur hefir, eins og flcstir vita, tvívegis synt Drangeyjarsund og cr því öllum hnútum kunnugur. Eftir þessa löngu bið og óhag- stætt veður freistuðu þeir gæf- unnar á sunnudagsmorgun og var eg undirritaður einn fylgd- armannanna. Ráðgert var að leggja af stað kl. 7 um morguninn og stóðst sú áætlun að mestu. Farkost- urinn var allstór oj góð ,,trilla“. Formaður á henni var Sveinn Nikódemusson, reyndur sjó- sóknari og þaulvanur Drang- eyjarferðum, Þegar að Reykjum kom var fenginn að láni léttabátur, því Leiðrétting. í VIÐTALI því sem haft var við Gunnar Felixsson hér á síðunni á mánudaginn, var sagt frá því að knattspyrnu flokkur Fram væri fyrsti íslenzki íþróttaflokkurinn, sem sótt hefði Rússa heim. Þetta mun þó vera rangt, því árið 1957 fór íþrótta- flokkUr frá ÍR'til Rússlands. Eru ÍR-ingar hér með beðn- ir afsökunar á þessu rang- hermi. trillan flaut ekki alveg að fjöru. Dumbungsveður var og næstum logn og sjólaust, en rétt þegar leggja átti af stað var kominn snarpur þvervestan vindur. Varð það að ráði, að Axel skyldi synda frá Reykjadiski (nes) fram til eyjar. Voru nú föggur borr.ar í kænuna og Ax- el, Eyj ilfur og eg fórum í henni til lands. Skyldu bátsverjar aðr- i ir bíða eftir að Axel hæfi sund- ið, en við Eyjólfur róa kænunni fram í trillu, er sundið væri haf- ið. Héldui við nú til Reykja og þáðum hinn bezta beina hjá frúnni og síðan smurði Eyjólfur Axel allan í heldur óhrjálegt efni, sem þeir sögðu að væri ullarfeiti og ómissandi þeim, er mikið svamla í köldum sjó. Vnr klístrað 8 kg. af efni þessu á kroppinn á manninum. Síðan var haldið til sjávar og gekk „hinn smurði“ í fararbroddi. Veður fór versnandi. Var orðið allhvasst af vestri og töluvert brot við „Diskinn". Lofthiti var 10 stig, en sjávarhiti 9. Setti hroll"að sumum er þetta vitnað- ist, en Kvaran tók öllu rólega. Virtist aldrei kvika að honum að hætta við þetta, að mér fannst fífldjarfa fyrirtæki. Nú og E.yjólfur og Gunnar bóndi voru hinir bjartsýnustu. Klukk- an 11.40 lagði Kvaran til sunds, þótt mér, lítt syndum land- krabbanum, sýndist þetta -vera hreint sjálfsmorð. Með föstum og rólegum bringusundstökum komst hann heilu og höldnu í hreinan sjó. Við höfðum auga með honum um stund og sýndist honum skila mjög vel. Síðan héldum við Eyjólfur af stað í kænunni eftir að Gunnar bóndi hafði lagt blessun Guðs og sína yfir okkur. Hrundum við Eyjólfur fram kænunni og settumst und- ir árar. Ekki virtist okkur far- kosturinn mikill í sjó að leggja sem líka kom á daginn. Þegar við vorum rétt komnir úr land- vari hvessti til muna a. m. k. 6 vindstig og gerði krappan og vondan sjó. Fór svo að við Eyj- ólfur náðum trillunni aldrei, en tókum Drangeyjarfjöru við ill- an leik tveimur og hálfum tíma síðar. Var eg staðráðinn í því ef illa færi, þótt ekki hefði eg nú orð á því við Eyjólf, að bregða á sama ráð og Sæmund- ur heitinn við selinn forðum. Sem betur fór, slapp Eyjólfur vel við þá raun. Er við komum á fjöruna sá um við okkur mik- illar furðu, að trillan var undra skammt undan og þá myndi Kvaran einnig vera á næstu grösum. Satt að segja höfðum við Eyjólfur talið. meðan verst lét á kænunni, að sundið væri vonlaust. En það var engum blöðum um það að fletta, trill- an færðist nær og brátt komum við auga á Kvaran er hann kom á öldutoppa. Veður fór nú frek- ar batnandi og færðist sund- maðurinn óðfluga nær. Síðasta spölinn brá hann fyrir sig skrið- sundi, en upp að‘fjörunni synti hann sömu öruggu og fimlausu : Steinsen meíl KR, * Nröur og Donni meh I*? Vísir hefir haft spurnir af því eftir áreiðanl. heimild- um, að hinn góðkunni lands- liðsmaður Örn Steinsen, út- herji í KR, sé væntanlegur heim nú í vikunni og muni leika með KR-Iiðinu gegn Akranesi á sunnudaginn. Varla þarf að kynna Örn nánar fyrir lesendum, því hann hefir leikið með KR og landsliðinu undanfarin sumur með góðum árangri og er fyrir löngu landskunn- ur knattspyrnumaður. Nú í sumar hefir hann hinsvegar dvalizt í Danmörku og starfað fyrir Flugfélag fslands þar. Mun Örn hafa æft þar í sumar bæði með KB og eins með litlu félagi nærri Kastrup flugvelli. Varla er að cfa, að þátt- taka Arnar í Iciknum mundi verða KR-Iiðinu mikill styrk- ur. Ofan af Skaga hafa þær fréttir borizt, að Þórður Þórðarson og Halldór Sigur- björnson (Donni) æfi báðir af krafti. Akurnesingar hafa ennþá ekki ákveðið lið sitt, en ekkert er líklegra en að þessir tveir menn verði báðir með. Kristinn Gunn- laugsson hefir einnig náð sér fullkomlega eftir meiðsli þau sem hann átti við að stríða í sumar. Örn Steinsen. Með hann sem bakvörð, Gunnar Gunnarsson sem miðframvÖrð og Þórðana báða, Yngvar og Donna í framlínunni, gæti Akranes- liðið orðið með sterkasta móti. Væntanlega munu bæði fé- lögin tilkynna sín endan- legu lið á föstudagsmorgun. tökunum, sem hann hóf þetta frábærlega sund með. Klukk- an 14.53 reis hann á fætur og óð í land óstuddur og hlæjandi. Veifaði hann til okkar Eyjólfs og spurði hvar Gunnar væri. Við stóðum eins og glópar. Jú hann sagðist örugglcga hafa séð þrjá menn í fjörunni, þegar liann synti seinustu metrana, Kannskc gamli Grett- ir hafi staðið þarna til þess að veita þessum unga nútímagarpi liollustu og velþóknun sína. Ekki var þreytu að sjá á Kvaran svo sem áður er sagt, kvað hann sér hafa liðið vel all- an tímann sem hann var á sundi, utan þess að nokkur ó- þægindi voru af sjógangi. Samfylgd hafði hann haft nokkra á sundinu er selur kom og fylgdist með honum spotta- korn. Einnig hafði hnýsa eitt- hvað verið að gefa honum hýrt auga. Trúi eg að sú hafi verið fulltrúi hafmeyjanna og átt að glepja Kvaran í djúpið. Hafi þeir félagar beztu þökk fyrir komuna hingað. Slíkir menn eru líklegir til þess að geta vakið löngun til dáða í hugum æskumanna okkar, og það miklu frekar en ýmsir sið- ferðisprédikarar, sem því mið- ur virðast oftast vinna fyrir gýg. Árni Þorbjörnsson. YALUR ÍSL.MEISTARI i í gærkvöldi fór fram á Mela- vellinum úrslitaleikur fslands- mótsins í III. flokki. Til úrslita léku KR og Valur og urðu úr- slit þau, að Valur sigraði með 3:2. Leikurinn var hinn fjörug- asti á köflum vel leikinn. f báðum liðum eru skemmtilegir og bráðefnilegir piltar. KR. skoraði fyrst, en Valur | hafði 2:1 í hálfleik. KR jafnaði, en rétt fyrir leikslok skoruðu Valsmenn úr vítaspyrnu. Fengu þeir að sigurlaunum forkunnarfagran og glæsilegan bikar, gefinn af Lúðvík Þor- geirssyni kaupmanni.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.