Vísir


Vísir - 06.09.1961, Qupperneq 13

Vísir - 06.09.1961, Qupperneq 13
Miðvikudagur 6. sept. 1961 V ISIK 13 Storm P. Krossgáta >•••«• — Hvað, er þetta forngripur ? — Já, frá nítjánhundruð og fjórtán. Útvarpið f kvöld: 20:00 Tónleikar: FiSlukonsert nr. 8 í a-moll op. 47 eftir Lud- wig Spohr. 20:20 Frásöguþátt- ur: Farið í fjárréttir; fyrri hluti (Þormóður Sveinsson á Akureyri). 20:50 Einsöngur: Richard Tauber syngur. 21:15 Tækni og vísindi; VTI. þáttur: Klukkur (Páll Theódórsson eðl- isfræðingur). 21:35 Islenzk tón list: Tónverk eftir Kristin Ingvarssön og Árna Björnsson. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Smyglar- inn“ eftir Arthur Omre; IV. (Ingólfur Kristjánsson rith.). 22:30 I léttum tón; Larry Adler leikur á munnhörpu og Franco Molinari á harmoniku. 23:00 Dagskrárlok. Humóoidt-styrkir bjóðast SENDIRAÐ Sambandslýðveld- isins Þýzkalands í Reykjavík hefur tjáð íslenzkum stjórnar- völdum, að Alexander von Hum boldt-stofnunin muni veita Styrki til rannsóknarstarfa við háskóla- og vísindastofnanir í Þýzkalandi háskólaárið 1962— 1963. Styrkirnir eru tvenns kon ar: — 1. A-styrkir, sem nema 800 þýzkum mörkum á mánuði um 10 mánaða skeið frá 1. októ- ber 1962. 2. B-styrkir, sem nema 1100 'þýzkum mörkum á mánuði um 6—12 mánaða skeið. Styrktíma bilið getur þá hafizt hvenær sem er á árinu. Umsækjendur um hvora tveggja styrkina skulu hafa lokið fullnaðarprófi við há- skóla í vísindagrein þeirri, er þeir hyggjast leggja stund á. Þeir skulu vera að minnsta kosti 25 ára og að öðru jöfnu ekki eldri en 35 ára. Umsækj- endur um A-styrki skulu hafa starfað að minnsta kosti tvö ár við háskólakennslu eða rann sóknarstörf. Umsækjendur um B-styrki skulu annað hvort hafa kennt við háskóla í að minnsta kosti fimm ár eða stundað sjálfstæð rannsóknar- BERJAMÁNUÐURINN er runninn upp. Þeir sem eiga bíla taka tínur sínar og berja- ilát og aka upp í sveit, en þeir sem ekki þurfa að borga bíl- skatt og viðgerðir veita sér stundum þann munað að taka leigubíl einn fagran dag og lofa börnum sínum og öðru skyldu- liði að njóta þessa unaðar. En margs ber að gæta. Berjalestur heyrir til hlunninda, enda oft talin í forn um og nýjum jarðmötum og þessi hlunnindi eru eign þeirra manna, sem jarðirnar eiga. Hitt er annað mál, að með því fá- menni sem nú er í sveitum kom ast fæstir yfir að nýta ber úr landi sínu, og engum koma þau ber að notum sem verða útideyða. Það er því þjóðhags- legur ábati að þessi hollu gæði verði nýtt sem bezt. irir'k En Reykvikingar og allir kaupstaðabúar, hvar á landi sem er, verða að minn- ast þess, að þeim ber að fara heim til bænda og fá leyfi til þess að tina í landi þeirra, og bjóða greiðslu. Hún mun sjaldn ast vera það há, að neinn ein- stakan muni, en fyrir bóndann getur þetta safnast þegar sam- an kemur. Þó mælir öll sann- girni með því, að börn séu und- anþegin slíku gjaldi. Fólk verð ur ennfremur að gæta þess, að skemma ekki girðingar, það kostar erfiði að bæta þær aftur, ennfremur er það menningar- skylda að skilja ekki bréf, sviðakjamma, niðursuðudósir, fiskroð og annan óþrifnað eftir á almannafæn. Þeir sem í sveitum búa, eru ekki nein sérstök mann tegund, heldur nákvæmlega sama fólkið og kaupstaðabú- ar, þeir ætlast líka til að mæta kurteisi og tillitssemi og munu þá greiða i sömu mynt. En tíminn er naumur á ein- um degi, og æskilegast væri að skrifleg leyfi til berjalest- urs á vissum landsvæðum væru seld á vissum stöðum í kaup- stöðum, rétt eins og veiðileyfi fyrir lax og silung. yu, 'um margi'a ára skeið og ritað merk vísindarit. — Fyrir alla umsækjendur er nægileg þýzkukunnátta áskilin. Innritunargjöld styrkþega greiðir Alexander von Hum- boldt-stofnunin. Til greina get- ur komið, að hún greiði einnig ferðakostnað styrkþega til Þýzkalands og heim aftur, svo Eg veit fullvel, að síminn minn er alltaf á tali, það er vegna þess, að ég tók tólið af, áður en ég fór í bað. og nokkurn viðbótarstyrk vegna eiginkonu og barna. Eyðublöð undir umsóknir um styrki þessa fást í menntamála ráðuneytinu, Stjórnarráðshús- inu við Lækjartorg. Umsóknir þurfa að vera i þríriti og skulu hafa borizt menntamálaráðu- neytinu fyrir 5. október n.k. HINN 1. september hófst inn- ritun nemenda í Kvöldskóla K.F.U.M., og fer hún fram í verzluninni Vísi, Laugavegi 1. Kvöldskóli KFUM er fyrst og fremst ætlaður piltum og stúlk um, sem stunda vilja gagnlegt nám samhliða atvinnu sinni. — Inntökuprófs er ekki krafizt, en skólavist geta þeir hlotið, sem lokið hafa skyldunámi. M FRÍMERKI a 1 TILEFNI af 50 ára afmæli Háskólans mun póst- og síma- málastjórnin gefa út hinn 6. október n.k. þrjú ný frimerki með verðgildunum 1,00 kr. (upp lag 2.000.000), 1,40 kr. (upp- lag 1.500.000) og 10 kr. (upp- lag 750.000). Einnar krónu merkið verður brúnt að lit með mynd af Bene dikt Sveinssyni, sem á Alþingi var einn helzti talsmaður fyr- ir stofnun háskóla á Islandi. Einnar krónu og fjörutíu aura merkið verður blátt að lit og með mynd af Birni M. Olsen, fyrsta rektor háskólans. Tíu krónu merkið verður grænt og með mynd að háskóla byggingunni. Jafnframt mun sama dag verða gefin út minningarblokk í 500.000 eintökum og verða í henni ofangreind þrjú frímerki. Söluverð blokkarinnar vei'ður samanlagt verð frímerkjanna eða kr. 12,40. Prentun annast Courvoisier S. A. í Sviss. Skýringar við krossgátu nr 4472: Lárétt: — 1 Drykkjarílátin. 6 iða. 7 í teppi. 9 samhljóðar. 10 kvikmyndaleikari, enskur (eftirnafn). 12 nokkuð. 14 sér- hljóðar. 16 einkennisstafir. 17 á fé. 19 nízkupúki. Lóðrétt: — 1 Tala. 2 sam- hljóðar. 3 hrós. 4 kona. 5 ekki efnishyggjunnar. 8 tveir eins. 11 skordýr. 13 félag. 15 óarga- dýr. 18 ósamstæðir. Lausn á krossgátu nr. Lárétt: — 1 Barkinn. 6 Mön. 7 ká. 9 sn. 10 krá. 12 aus. 14 fá. 16 MT. 17 ill. 19 norska. Lóðrétt: — 1 Bakkinn. 2 RM. 3 kös. 4 inna. 5 Nausts. 8 ár. 11 áfir. 13 um. 15 áls. 18 Ik. Trúlofanir Nýlega opinberuðu trúlofun sina ungfrú Sólveig Þóra Ragn arsdóttir, afgr.stúlka, Vest- mannaeyjum og Hafsteinn Guð mundsson, rafvirki, Reykjavík. 2.J7. dagur ársins. Sólarupprás kl. 05:24. Sólarlag kl. 19:27. Árdegisháflœður kl. 03:14- Síðdegisháflœður kl. 15:40. Slysavarðstofan er opin all- an sólarhringinn. Læknvörður kl. 18—8 Sími 15030. Næturvörður þessa vikur er í Vesturbæjarapóteki. Söfnin: — Arbæjarsafn opið kl. 2—6. A sunnudögum kl. 2 —7. Lokað mánudaga. — Minjasafn Reykjavíkur, Skúla- túni 2, opið kl. 14—16, nema mánudaga — Listasafn Islands opið dagleg kl. 13:30—16. — Ásgrimssafn, Bergstaðastr. 74, opið þriðju-, fimmtu- og sunnu daga kl. 1:30—4. — Listasafn Einars Jónssonar er opið á sunnud. og miðvikud. kl. 13:30 —15:30. — Þjóðminjasafnið er opið á sunnud., fimmtud., og laugardögum kl. 13:30—16. Bæjarbóksafn Reykjavíkur, sími 12308 Aðalsafnið Þing- holtsstræti 29A. Lokað sunnu- daga. Lesstofa opin 10—10 virka daga nema laugardaga 10—4. Útibúið Hólmgarði 34. Opið 5—7 nema laugard. og sunnud — Útibúið Hofsvalla- götu 16. Opið 5:30—7:30 nema laugard. og sunnudaga. GUNNAR GUÐJONSSON / SKIPAMIÐLARI SÍMI 22214 (3 línur) WALA SISHEP; "I-I SUF’F’OSE NOW VOU MUST LEAVE A\E AGAIN?// TAKZAN SVMLE7 TEN7ESLV.v' l'AÁ SOZZY—" Wala andvarpaði og sagði við Tarzan: „Eg býst við, að nú þurfir þú að yfirgefa mig enn á ný?“ Tarzan brosti blítt og sagði: „Mér þykir það leitt, en ég kem aftur“, sagði hann að skilnaði. „Og fyrr en þig grunar, fallega stúlka, fyrr en ANI7 SOONE& THAN VOL) THINIC, F’ELETTV | SKL/ttOltELu' AVJKÍAUK.E7 í ‘SOONEK : THAN YOU THINK.!" þig grunar,“ muldraði Morelli ánægður með sjálfum sér.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.