Vísir - 15.09.1961, Page 7
Föstudagur 15. september 1961
VÍSIR
7
Undirstaða efnahags-
ieg|a
Síðari hluti greinagerðar ríkisstjórnarinnar
um efnahagsmálin.
9. Framleiðsla sjávar-
afurða og útflutnings-
verðlag.
Því hefur verið haldið
fram; að góð sumarsíldveiði
á þessu ári og góð aflabrögð
báta á öðrum veiðum á
þessu sumri og sl. vori á-
samt hækkuðu verðlagi út-
flutningsafurða gerðu það
mögulegt fyrir þjóðarbú-
skapinn að þola áhrif hinna
miklu kauphækkana án
gengisbreytingar. Gegn
þessu hefur verið á það
bent, að tiltölulega góður
afli bátanna á þessu sumri
á síldveiðum og öðrum veið-
um gæti ekki vegið á móti
lélegri vetrarvertíð og miklu
aflaleysi togara, og að verð-
hækkanir íslenzkra afurða
erlendis á undanförnum
mánuðum hefðu enn ekki
bætt upp hið mikla verðfall,
er varð á lýsi og mjöli á s.l.
ári.
Hér fara á eftir útreikn-
ingar Fiskifélags íslands um
framleiðsluverðmæti sjávar-
afurða árin 1959—1961 á
föstu verðl. Er framleiðslu-
verðmæti öll árin miðað við
það verðiag, sem ríkjandi
var í byrjun ágústmánaðar
1961, og það gengi, er ríkti
fyrir síðustu gengisbreytingu
($1=38.00 kr.). Tölurnar
fyrir árið 1961 eru að sjálf-
sögðu áætlaðar að nokkru.
Gert er ráð fyrir, að fram-
leiðsluverðmæti haustsíld-
veiða á þessu ári verði hið
sama og á síðastliðnu ári.
afurða reiknað á föstu verði
lækkaði um 186 m. kr. frá
árinu 1959 til ársins 1960.
Stafaði þessi lækkun af
miklum aflabresti togaranna
og slæmri síldarvertíð, sem
góð vetrarvertíð bátanna og
dragnótaveiðarnar megnuðu
ekki að bæta upp. Á árinu
1961 má gera ráð fyrir, að
framleiðsluverðmætið verði
nokkuð meira en það var á
árinu 1960 en samt um 80
m. kr. lægra en það var á
árinu 1959. Stafar þetta af
því, að góð sumar síldveiði
og aukning annarra veiða
bátanna á vori og sumri
vega ekki á móti lélegri
vetrarvertíð og aflaleysi tog-
aranna.
í viðbót við aflabrestinn
kom mikið verðfall þýðing-
armikilla útflutningsafurða,
mjöls og lýsis. Á árinu 1960
nam verðfall mjölsins um
45% og lýsisins um 25%.
Aðrar útflutningsafurðiv
héldust að mestu óbreyttar í
verði, en áhrif lækkunarinn-
ar á mjöli og lýsi voru svo
mikil, að meðallækkun allra
þorsk- og karfaafurða var
6,7% og síldarafurða 16,0%.
Fyrir allar sjávarafurðir var
meðaliækkunin 8,9%. Þetta
svarar til þess, að framleiðsla
ársins 1960 af sjávarafurðu'
hafi verið um 210 m. kr.
minni að verðmæti en hún
ella hefði verið. Áhrif afla-
brests og verðfalls á árinu
1960 svöruðú því samtals
til um 400 m. kr. minnkunar
á framleiðsluverðmætinu.
Hér er þó ekki tekið tillit
Framleiðsluverðmæti sjávarafurða á föstu verði.
1959 1960 1961
millj. kr. millj. kr. millj. kr
1. Vetrarvertíð •894.7 1.013.0 805.2
2. Vor og sumar 305.6 390.8 427.9
3. Sumarsíldveiðar .... 375.6 240.7 492.4
4. Haustsíldveiðar .... 107.7 76.1 76.1
5. Vetrarsíldveiðar — — 96.8
1.683.6 1.720.6 1.898.4
Togarar 791.8 565.2 502.9
Hvalveiðar 36.2 39.8 30.0
Samtals 2.511.6 2.325.6 2.432.3
Visitala framleiðslumagns
(1959—100) 100.0 92.6 96.8
af ‘mjöli og lýsi voru miklar
í ársbyrjun 1960.
Á árinu 1961 hefur orðið
nokkur verðhækkun á ýms-
um sjávarafurðum, svo sem
freðfiski, saltfiski og skreið.
Þar að auki hefur verð
hækkað að nýju á fiskimjöli,
enda þótt mikið vanti á, að
hið fyrra verð hafi náðst aft-
ur. Lýsi hefur aftur á móti
haldið áfram að falla í verði.
Hér fer á eftir sundurliðaður
samanburður á verðlagi út-
fluttra sjávarafurða í árs-
lok 1959, rétt áður en við-
reisnin hófst, og verðlagi
þeirra í ágústmánuði 1961.
Fiskifélag íslands hefur gert
samanburðinn.
við
Fréttaauk-
inn í gær-
kvöldi var við-
',tal við
Tryggva Ole-
son vestur-
íslenzkan
prófessor í
miðaldasögu
Manitobaháskóla. Annað
tveggja mun útvarpið hafa gert
ráð fyrir því, að mjög væri
prófessorinn tímabundinn —
eða það hefur vantreyst honum
— að ég hygg að ástæðulausu
— til að geta sagt nokkuð sem
fleytti hugum hlustendanna
vestur yfir hafið og gerði þeim
komu hans að hljóðnemanum
minnisstæða. En íslenzku talaði
hann ekki með meiri erlendum
hreimi en sumir þeir íslend-
ingar, sem dvalið hafa einhver
misseri við nám vestra og
minna mig ævinlega á mann-
inn, sem var þrjá mánuði í
Kaupmannahöfn og kallaði allt,
Breyting verðlags frá árslokum 1959 til ágústsmánaðar
1961. Verðhækkun verðlækkun -í-.
Þorsk- og karfaafurðir
ísfiskur .........................
Freðfiskur .......................
Frystur úrgangur..................
Skreið............................
verkaður ..............
óverkaður .............
.+
+
+
+:
Saltfiskur
Saltfiskur
Fiskimjöl .................
Karfamjöl .................
Þorskalýsi ................
Karfalýsi .................
Hrogn fryst .............i .
Hrogn söltuð ..............
Ýmsar minniháttar afurðir
+
+
%
3.8
4.0
12.0
4.0
11.0
5.0
25.8
23.0
41.1
31.2
2.7
0.0
19.8
Meðaltal þorsk. og karfaafurða
Síldarafurðir
Söltuð Norðurlandssíld
Söltuð Suðurlandssíld .
Síldarmjöl ............
Síldarlýsi ............
Fryst síld ............
+
+
Meðaltal síldarafurða ......
Meðaltal þorsk-, karfa- og
síldarafurða ...............
1.8
5.4
1.1
18.0
32.6
5.7
10.9
3.8
Af þessu yfirliti sést, að
framleiðsluverðmæti sjávar-
til þess sérstaka taps, sem
varð vegna þess, hve birgðir
Af þessu yfirliti sést, að
enda þótt verulegar verð-
hækkanir hafi orðið á ýms-
um þýðingarmiklum afurð-
um eins og freðfiski, skreið
og saltfiski, er hið mikla
verðfall mjöls og lýsis enn
þyngra á metunum, þannig
að sjávarafurðir 1 heild hafa
að meðaltali lækkað í verði
um 3,8% frá árslokum 1959,
þ. e. a. s. um það leyti, sem
viðreisnin hófst, til ágúst-
mánaðar 1961. Þessi verð-
lækkun svarar til um 90 m.
kr. verðmætis, og er því sam-
anlögð verðmætisminnkun á
árinu 1961 miðað við árið
1959 vegna aflabrests og verð
falls um 170 m. kr.
Hér eru þó engan veginn
öll kurl komin til grafar.
Taka verður tillit til þess,
að báta- og togaraflotinn er
talsvert stærri á árinu 1961
en hann var á árinu 1959.
Þjóðarbúið verður að standa
undir kostnaði við rekstur
hins stækkaða flota og greiða
vexti og afborganir af þeim
erlendu lánum, sem aflað
hefur verið til kaupa 4ians.
Aukið framleiðsluverðmæti
Framh. á hls. 10.
sem úr var drukkið, koppa
næstu þrjú árin eftir heimkomu
sína.
í skugga djassins var
skemmtileg tónlist, ekki sízt
„söngurinn um slöngudráp“.
. ... Á eftir honum kom erindi
Julyans Watts lektors. Fræðslu-
mál og þjóðfélagskerfi í Eng-
landi. Þessi enski fyrirlesari
talaði góða íslenzku, raunar
með enskum hreimi, og erindi
hans var með afbrigðum skil-
merkilegt. Hann gerði grein
fyrir því, hver aðstöðu munur
er til fræðslu í heimalandi
hans, og dæmdi allhart þá mót-
un nemendanna, sem tíðkast
þar í hinum gömlu heimavist-
arskólum, en sannarlega er þó
þjóð hans öfundsverð af því,
að hún hefur fengið aldagamla
reynslu þess, að skólar geta
orðið ómetanleg deigla til mót-
unar vilja og manndómi, — og
vel gæti það komið kotþjóð í
erfiðu og stóru landi að haldi
til viðhalds menningu og mann-
dáð, að skólar hennar yrðu of-
urlítið meira en stofnanir, þar
sem í sex tíma á dag í 8—25
ár eru tekin upp fræði á and-
leg segulbönd tugþúsunda ís-
lenzkra ungmenna.
Guðmundur Steinsson flutti
þýðingu á skemmtilega orðuðu
erindi um myndlist, þar sem
Christian Zervos ræðir við
Picasso. Já, skemmtilegt var
það, en ég hygg, að við alla
hina glæsilegu sleggjudóma
þessa skálds lita og forma og
hin að því er virzt gæti skörpu
rök hans, geti hver vel rökvís
maður gert fjölmargar athuga-
semdir. Að menn megi ekki
leitazt við að skilja list —
hvers konar kjaftæði er nú
annað eins og þetta? Ef lista-
verk hefur á annað borð áhrif
á þann, sem skoðar það, hefur
hann um leið öðlazt skilning á
því, sinn skilning. Eða að list
skýrendur séu allir vísvitandi
loddarar! .... En gaman var
að hlýða á þetta erindi, sem
virtist njóta sín vel í þýðingu
Guðmundar Steinssonar og
Guðmundur er tekinn að vinna
þarft verk með þýðingum and-
ríkra erinda erlendra merkis-
manna og flutningi þeirra í út-
varp.
Guðm. Gíslason Hagalín.
Maður nokkur í Rómaborg
gekk berserksgang nýlega
og eyðilagði 10 bíla með exi.
Áður cn hann hóf skemmd-
arverkin æpti hann í sífellu:
„Niður með bíla — hestar
lengi lifi. “
+ Frá ársbyrjun til júníloka
í ár tóku nærri 53.000 brezk
börn hjólreiðapróf.