Vísir - 02.11.1961, Síða 7

Vísir - 02.11.1961, Síða 7
■Fimmtudagur 2. nóvember 1961 V f S I R Myndin sem heimspressan birti af Stalin á líkbörunum. — Ver minnumst hetj- unnar sem við elskum sagði Einar Olgeirsson um Stalin. T*egar fregnin um bana- -*■ Iegu Stalins barst út frá Moskvu, segir Þjóð- viljinn 5. marz 1953. „Skarð fyrir skildi ef hans nýtur ekki við.“ — Var bað tebið úr Moskvufréttinni, þar sem sagði m.a.: Miðstjórninni og ríkisstjórninni, öllum flokki okkar og allri sovétþjóðinni er ljóst, hve mikið skarð verður fyrir skildi ef félagi Stalin verður að láta af störfum í þágu flokks og stjórnar.“ — í annari for- síðufrétt segir að Alexis patriak hafi ákveðið sér- [ stakar guðþjónustur til að biðja fyrir lífi Stalins! Fregnin um lát Stalins var á forsíðu Þjóðviljans 7. marz og þar skýrt m.a. frá því að miðstjórn kommúnista- flokksins hér hafi vottað kommúnistaflokki Sovét- ríkjanna samúð sína. — Neðst á forsíðunni eru myndir af þeim sem þá voru taldir hugsanlegir eftirmenn Stalins: Malenkov, Voroshi- loff, ,MoIotov og Bería. Þeir hafa nú allir verið hreins- aðir. • T eiðari blaðsins þann dag var helgaður minning- unni um Stalin og þetta var ekki venjulegur leiðari, held. ur var hann undirritaður sérstaklega af höfundi hans Einari Olgeirssyni, sem m.a. komst svo að orði: „Stalin er Iátinn. Með honum hafa allir hinir fjórir miklu brautryðjendur og læri- feður sósíalismans: Marx, Engels, Lenin og Stalin kvatt oss. — Einhverri stór- brotnustu ævi sem lifað hef- ur verið, er lokið. — Með klökkmn hug og djúpri virð- ingu hugsa allir þeir sem berjast fyrir sósíalisma á jörðinni til hins ógleyman- Iega látna leiðtoga . . . Vér minnumst hugsuðarins .... Vér minnumst þess læri- föður sósíalismans, sem á úrslitasund í bróun mann- kynsins mótar kenninguna um uppbyggingu sósíalism- ans í einu landi og gerir þar með Sovétríkin að óvinnandi vígi verkalýðsins , . . Vér minnumst hetjunnar .... Vér minnumst mannsins Stalins, sem hefur verið elskaður og dáður meir en flestir menn í mannkyns- sögunni áður og naut slíks trúnaðartrausts, sem fáir menn nokkru sinni hafa not- ið, en lét sér aldrei stíga þá ást og aðdáun til höfuðs, heldur var til síðustu stund- ar sami góði félaginn sem mat manngildi ofar öllu öðru . . .“ — — „Gagnvart mannlegum mikilleik þessa látna baráttufélaga drúpum við höfði, — í þökk fyrir allt sem hann vann fyrir verka- lýðshreyfinguna og sósíal- isann, — í djúpri samúð við flokk hans og albýðu sovét- ríkjanna.“ Einar Olgeirsson. Á síðunni gegnt leiðaran- um er svo birt síðasta Kalli frændi ræða Stalins undir fyrir- sögninni: „Kveðja Stalins til alþýðu heimsins.“ Næsta dag, 8. marz skýrir kommúnistablaðið frá því að menningartengsl íslands og Ráðstjórnarríkjanna efni til minningarfundar um ■ Stalin. Þar komu fram nokkrir helztu Moskvu- kommúnistar bæjarins: Þór- bergur Þórðarson, Kristinn E. Andrésson, Sverrir Krist- jánsson, Hannes Stephensen o. fl. og þar las Þorsteinn Ö. Stephensen unp úr rit- verkum Stalins. — Þennan sama dag er líka nokkurs- konar minningargrein um Stalin. Er þar tekinn upp Stalinkaflinn eftir Halldór Kiljan úr Gerska ævintýrinu. Frásögn af útför Stalins kom svo í Þjóðviljanum 10. marz, undir stórurn fyrir- sögnum m.a. þcssari: Vertu sæll kennari okkar og leið- togi, kæri vinur og góði félagi.“ • TVTæsta dag er svo frásögn- -*- ’ in af minningarfundin- um hjá MÍR, þar segir m.a.: „Þórbergur minnist Stalíns, sem mesta mikilmennis sem uppi hefur verið í sögu mannkynsins“ . . . „Hannes Stephensen flutti minning- arorð frá íslenzkri verka- Iýðshreyfingu“! — Næsta dag kom svo í heild ræða Kristins Andréssonar um Stalin Hann komst m.a. svo að orði: Nú vjðurkenna allir að Stalin hafi verið mikil- Dr. Þorbjírn Sigurgeirsson róaði larids- Lýðinn í frétta aukanum í gaerkvöldi, og sagði ekki á- stæðu til að óttast alvar- lega geislunarhættu vegna sprengjutilrauna Rússa. Fregn- ir um hættu af völdúm geisla- ryks eru mjög ósamhljóða, og því gott að fá upplýsingar dr. Þorbjörns. Þau undur gerðust, að kl. 20 var útvarpað dægurlögum leiknum á píanó, og hefur ekki í annan tíma svo skammgildri tónlist verið skipaður jafn veg- legur sess í kvölddagskránni. Þessu mikla átaki ber að fagna innilega. Hófst síðan kvöldvaka, sú fyrsta í vetur. Gekk þar fyrst fram Kristján nökkur Eldjárn ok las úr sögu Eixúks ins rauða Mælti hann all sköruliga ok sagði frá ætt Eiríks ok tildrög- um að sigling hans til eyjar þeirrar innar stóru í vesturátt, er hann Grænland nefndi. Var sagan fróðlig og sögumanni töm tungan. Söng Þjóðleikhúskói'inn nokk ur innlend lög, undir stjórn dr. Hallgríms Helgasonai', en að því loknu rifjaði Alexander Einarsson frá Dynjanda upp garnlar sagnir úr ísafjarðar- djúpi. Hafði Stefán Jónsson, fréttamaður fest sagnirnar á hljóðband vestur þar, en lét annars sögumann afskiptalaus- menni.“ .... „Andstæðing- ar So'»étríkjanna hafa ckki um langan tíma reynt að gcra lítið úr pcrsónu Stalins og því síður valdi hans. — Hinsvegar hafa þeir aldrei látið af, ekki fram á þenna dag, að lýsa valdi hans ann- ars eðlis en það var; sem ógnarvaldi og honum sem harðstjóra og einræðisherra með reidda svipu yfir alþýðu Rússlands ógnandi öllum heimi. Lokaorð Kristins voru á þessa leið: „Stalin stóð vörð, trúan hljóðlátan vörð um líf alþýðu mannsins í heim- inum, um sósíalismann, um friðinn.“ Svo kom 22. marz ósköp fyrirferðalítil frétt á forsíð- Frarnh. á 2. síðu. an um lesturinn. Voru þetta mest sjóferðasögur og var þar einlægt aftakaveður og foráttu- brim. Bátum var þá róið eða segl notuð og kunni Alexander að segja frá svaðilförunum á þessum skeljum. Samt var þessi upptaka ekki meðal þeirra beztu, sem Stefán hefur haft með sér úr ferðum sínum. Kvöldvökunni lauk með lestri Jóhannesar úr Kötlum, en hann las úr Þjóðsögum Jóns Árna- sonar. Hann las um álfa og huldufólk, og fjallaði kaflinn um líkamsbyggingu, eðli og lifnaðai'hætti þessara kynja- vei'a, sem áttu svo stóran þátt í þjóðtrú íslendinga um aldir. Lesturinn var skemmtilegur og efnið kynlegt. Flutninguriinn var góður eins og hjá öllum þeim, sem sáu um kvöldvök- una að þessu sinni. Dr. Jakob Benediktsson flutti þáttinn um íslenzkt mál. Hann ræddi mest um orðabókina og aðstoð þá, sem hlustendur þátt- arins geta veitt með söfnun orða og upplýsingum um sjaldgæf orð. Þórarinn Guðnason, læknir las fyrrihluta sögunnar „Draum leir“, eftir William L. Gresham og hefur Þórarinn sjálfur þýtt söguixa, eins og fjölda annarra sagna. Sagan er sérkennileg og heldur hlustaridanum föngnum, þýðingin virðist ágæt, og lest- uririn var sérlega góður. „Um náttmálabil“ voi’u kvöld tónleikarnir kallaðir, en þar fór fram útvarp á tónleikum Sin- fóníuhljómsyeitarinnar frá 26. 10. Af hinum ágætu tónverk- um, sem flutt voi'U, naut ég bezt Eldfuglsins, eftir Strav- insky. Ég verð að minnast lítillega á fréttaflutninginn í gærkvöldi. í ágripi frétta kl. 19.30 var sagt, að séra Jakob Jónsson hefði varið doktorsritgerð sína víð háskólann í Lundi. Ekki síðan orð um það meira, þar til í seinni fréttum, en þá var fregnin borin til baka án allra skýringa. En til að bæta upp þennan missi, var skýrt frá því, að Vilhjálmur Einarsson hefði þá um daginn sett heimsmet í hástökki án atrennu. Ekki var getið um það, hvar Vilhjálmur hefði unnið þetta frækilega af- rek, svo það hefði eins getað átt sér stað heima í stofu hjá honum. Þórir S. Gröndal.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.