Vísir - 23.02.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 23.02.1962, Blaðsíða 8
8 V t S I R Föstudagur 23. febrúar 1962 UTGEf-MPÍUI: BLAÐAÚTGÁFAN VlSI* Ritstjórar-. Hersteinn Pólsson Gunnar G Schranv Aðstoðarrítstjóri; Axel Thorsteinsson Préttastjór ar: Sverrir Þórðorson, Porsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur: Laugavegi 27 Auglýsingar og afgreiðsla: ingólfsstrœti 3. Áskriftargjaló er krónur 45.00 ó mónuði - f lausasölu krónur 3,00 eintakið Slmi I 1660 (5 llnur). - Félags- prentsmiðjar. h.t Steindórsprent h.f. Eddo h.f Rannsóknir Ingstads Fyrir nokkrum mánuðum keypti Vísir einkarétt á greinum norska lögfræðingsins og landkönnuðarins Helge Ingstad. I greinum sínum fjallar Ingstad um ferðir sínar í leit að IslendingabyggSum á því landi, sem forfeður vorir nefndu Vínland í fornöld. I fyrra- sumar komst Ingstad að þeirri niðurstöðu, sem kunnugt er, að víkingar hefðu haft búsetu í Lance aux Meadows á Nýfundnalandi. Þessar fréttir voru sagnfræðingum og fornleifafræðingum miklar fréttir; flestir þeirra höfðu talið að hinir fornu sægarpar hefðu tekið land allmiklu sunnar en rannsóknir Ingstads herma. Hinn norski landkönnuður færir okkur Islending- um merkar upplýsingar um ferðir forfeðra okkar á landnámsöld. Þess vegna er hann aufúsugestur hér á landi. Enn meiri auðfúsugestur er hann vegna þess að hann hefir boðið íslenzkum fornleifafræðingi þátttöku í för sinni í sumar, en til þessa hefir kona hans, Anna Stina Ingstad, verið eini fornleifafræðingurinn við upp- gröftinn í Lance aux Meadows. Vonandi sér Kristján Eldjárn þjóðminjavörður sér fært að taka boði Ingstad og feta í fótspor Þorfinns eftir tæp þúsund ár. Fyrir ís- lenzkan fornleifafræðing er slíkt boð einstætt. Á næstu vikum mun Helge Ingstad skýra lesendum Vísis enn frekar frá hinum stórmerku rannsóknum sín- um, leit hans að Islendingabyggðum vestan hafs og þeim merku niðurstöðum, sem hann hefir komizt að. Hér bætist nýr þáttur við sögu íslenzku þjóðarinnar, s-em allt til þessa dags hefir verið hulinn myrkri sög- unnar. Vísir fagnar því að hann skuli eiga þátt í því að birta frásögn af ferðum forfeðra okkar til Vesturheims, sem farnar voru svo löngu áður en skip Kolumbusar létu frá landi. Landhelgismálið I umræðum á Alþingi í fyrradag gaf annar af ritstjór- um Tímans það í skyn að Bretar ættu von á frekari veiði- heimildum hér við land, en í þau þrjú ár, sem upphaflega varsamiðum. Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra leiðrétti þetta ranghermi ritstjórans í rökfastri ræðu og benti á að hér væri með algjöra staðlausa stafi farið. Bretum hefði ítrekað verið skýrt frá því að þeir gætu ekki átt neina von á framlengingu veiðiréttinda sinna á íslandsmiðum. Sannleikurinn er sá, að ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins skýrðu frá því þegar í upphafi að landhelgis- samningurinn væri gerður á þeirri forsendu að við teldum okkur eiga fullan rétt á því að stækka enn fisk- veiðilögsöguna út á landgrunnið ef þörf krefði. Það er dapurlegt, að framsóknarmenn skuli líta þeim augum á þetta mikla hagsmunamál allrar þjóðar- innar, að það beri að nota til pólitísks aurkasts á and- stæðinga. ER EKKITILKYN NING ASKYLD A SKIPA TÍMABÆR ? Sjóslysið mikla suður við Stafnes var að von- um aðalumræðuefni manna hér í Reykjavík í gær. Þær umræður einkenndust af því, að menn undruðust að skip gæti horfið með þeim hætti er nú varð á sigl- ingaleið uppundir landi. Enginn vissi neitt um ferðir skipsins dögum saman. Margir spurðu: Hvernig er hægt að koma því skipulagi á, að útilokað sé að íslenzkt skip sem er á sjó, geti þannig týnzt? Siglingafróðir menn hafa skýrt blaðinu svo frá, að samkvæmt þeim upplýs- ingum, sem fyrir liggja um ferðir hins horfna skips, og sé það þar sem nótin fannst ,.'.V.V.V.V.W.V.V.*.V.V.V á mánudagsmorguninn, 1,7 mílu norður af Stafnesvita, þá muni Stuðlaberg hafa far- izt um miðnætti aðfaranótt sunnudagsins. Það var svo ekki fyrr en seinnipart dags á miðvikudag sem farið var að óttast um skipið, og í ljós kom, að það myndi horfið, sem kunnugt er. Staður sá sem nótin er á, er ósköp venjuleg siglingaleið báta í góðu ferðaveðri. f suðurfalli, þegar sjór er þungur, geta komið þarna ægileg brot. Það var ekkert að veðri nótt- ina sem slysið varð, en sjólag krappt eins og það hefur í rauninni verið úti fyrir Suð- urnesjum undanfarið vegna hinna sífelldu storma. Stað- urinn, sem nótin fannst, cr 5—6 mílum norðar en vita- skipið Hermóður fórst á fyrir nokkrum árunum. Hér á landi tíðkast ekki það fyrirkomulag, að hverju skipi beri að tilkynna um sig einu sinni á sólar- hring. Aftur á móti mun slík tilkynningaskylda vera í gildi hjá Vestmannaeyja- bátum. Á flugvélum hvílir tilkynningaskylda. Tilkynn- ingaskyldan gerir það að verkum, að tryggt er að sam- band er haft við hvert skip örugglega einu sinni á sólar- hring. Slík tilkynningaskylda yrði Iíka ómetanleg ef slys bæri að höndum, því þá lægju fyrir upplýsingar um hvar leita bæri. í tilkynning- askyldunni á að segja frá stað skipsins og siglingaáætl- un næsta sólarhringinn. Nauðsynlegt er að ein og sama stofnun safni saman til- kynningum skipanna. Er það aðeins framkvæmdaatriði, hver hafa skuli það starf með höndum. Tilkynninga- skyldan skal ná til allra fiski- skipa á veiðum hér við land og á fjarlægum miðum, og til allra flutningaskipa, hvar sem er á heimshöfunum. Slysið mikla við Stafnes hefur vakið þá spurningu hvort ekki sé tímabært að taka þegar í stað upp til- kynningaskyldu íslenzkra skipa, og að fela sérfræðing- um, að hefjast handa um að koma þessu í kring hið allra bráðasta, því enn hefur vetr- arvertíðin ekki náð hámarki. .V.V.V.V.V.’.V.V.V.V, Sv. Þ. .v.v.v.v.vv ForráSamenn öl- og gos- drykkjaverksmiðja og aðr- ir helztu menn iðnaðarins í landinu héldu fund með fréttamönnum nýlega til þess að skýra viðhorf sitt til frumvarps þess, sem nú liggur fyrir Alþingi um hækkun á svokölluðu tappagjaldi úr 10 aurum á flösku í 30 aura, en þessu fé á að verja til styrktar vangefnu fólki. Alvarlegt mál. Af hálfu iðnaðarins talaði Björn Ólafsson stórkaupmaður, og fleiri leiðtogar iðnaðarins. Kvað Björn hér vera um að ræða nýja stefnu í skattamál- um, sem iðnaðarsamtökin hljóta að líta alvarlegum aug- um, og benti á að þessi skattur er lagður á, eftir að ríkissjóður er búinn að taka þá skatta, sem hann sér sér framast hægt að taka. Búið er að skattleggja með hinum nýja hætti eldspýt- ur, sígarettur, öl og gosdrykki og ráðherra sá, sem fjallar um þessi mál hefur boðað, að röðin komi að sælgæti og súkkulaði- vörum, svo að sýnilegt væri hvert stefndi, ef ekki væri spornað við fótum. Iðnaðarvörur. Björn Ólafsson tók fram, að ekki væri verið að amast við stuðningi við lög, sem hefðu að marki að hjálpa vangefnum o. fl., en það væri tvennt ólíkt að styrkja félög einstaklinga og hvernig það væri gert,------að afla tekna til þess með þeim hætti sem hér væri gert þekkt- ist ekki nema í löndum Suður- Ameríku þar sem öngþveiti ríkti í skatta-og fjárhagsmálum. Þá benti hann á, að höggvið væri á iðnaðinn, lagt á iðnaðar- vörurnar, en ekki á einkasölu- vörur ríkisins eins og áfengi og tóbak. — Hann og fleiri ræddu þetta nokkuð frekara og kom þar fram, að sú stefna sem tekin hefur verið upp leiðir til þess, að verðlag á umræddum iðnaðarvörum er þegar orðið svo hátt, að ekki er lengur um eðlilega neyzluaukningu að ræða vegna fólksfjölgunar, heldur stendur hún í stað eða minnkaiv 6—7 millj. skattur. M. a. kom fram við umræður, að ef 30 aura tappagjaldið nær fram að ganga, mundi þessi skattur nema 6—7 millj. kr. ár- lega og þar sem lögin sem breyta á gilda til ársloka 1968 má sjá að hér er ekki um neitt smáræði að ræða. Ef farið verði Framhald á bls 10

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.