Vísir - 23.02.1962, Blaðsíða 16
VISIR
Föstudagui' 23. febrúar 1962
Frank aft-
ur frjáls
Slitnað hefur upp úr milli
þeirra Franks Sinatra kvik-
myndaleikara og suður-afr-
ísku dansmærinni Juliet
Prowse — aðeins tæpum
mánuði eftir að þau boðuðu,
að þau væru trúlofuð, og
segja þau nú, að vegna á-
greinings sem varði atvinnu
beggja í framtíðinni hafi þau
ákveðið að hætta við að gift-
ast.
En því er ekki meir en
svo trúað, að þar með sé,
allur sannleikurinn sagður
um kvennagullið Frank Sin-
atra, sem hefur sjaldnast á
síðari árum farið dult með,
að frelsið væri sér mikilvægt,
og hina fagurlimuðu dans-
mær, sem m. a. vakti athygli
fyrir dans sinn og leik í kvik-
myndinni CAN-CAN, er sýnd
var hér í Laugarásbíói.
Frank hefur á undangcngn
um tíma verið umsetinn af
fögrum konum og mikið hef-
ur verið rætt um hann í
seinni tíð og Marilyn Mon-
roe, svo mjög, að vegna vin-
áttu þeirra, vakti trúlofun
Franks og Juliet miklu meiri
athygli en clla. — Juliet bar
fyrir nokkru til baka, að
það væri að slitna upp úr
með hcnni og Frank, og
sagði, að þau væru ásátt um
að láta gefa sig saman í júní.
Vöruskiptin í janúar voru
hagstæð um 78,7 millj. kr.
Viðskiptajöfnuður hér í jan.
á þessu ári voru hagstæðari
en þau hafa verið um langt
árabil.
Útflutningurinn varð þá
rúmlega 305,8 milljónir króna,
en inn var f.Iutt á sama tíma
allskonar varningur fyrir rúm-
lega 227,1 milljón króna. Voru
vöruskiptin þess vegna liagstæð
um hvorki meira né minna en
Iftorgfirzk revya\
Borgfirðingafélagið heldur
árshátíð sína í kvöld í Sjálf-
stæðishúsinu.
Þangað kemur í heimsókn og
til skemmtunar leikflokkur of-
an úr Lundarreykjadal, sem
sýnir borgfirzka revýu, um
borgfirzkt efni, nýja af nálinni.
78,7 milljónir króna, því að út-
flutningurinn hefur farið fram
úr innflutningnum svo að nem-
ur meira en þriðjungi, en slíkt
hefur ekki þekkzt um langt
skeið^ eins og þegar er sagt.
I sama mánuði á síðasta ári
nam útflutningurinn rúmlega
188,3 milljónum króna, en þá
var flutt inn fyrir 147,6 millj.,
svo að hagstæð vöruskipti
námu þá 40,7 milljónum króna.
Útkoma alls síðasta árs varð
sú, eins og getið hefur verið
hér í blaðinu, að að vöruskiptin
urðu óhagstæð um aðeins 130
milljónir króna af 300 milljóna
innflutningi. Útkoma þessa
fyrsta mánaðar þessa árs gefur
því góðar vonir um, að heildar-
árgangur ársins geti orðið enn
betri en á síðasta ári.
Trésmiðir samþykkja
stórathyglisverða tillögu
Á þriðjudaginn var haldinn
fundur í Trésmiðafélagi Reykja
víkur, og var mikið fjör á fund-
inum, enda dcildu lýðræðissinn-
ar hart á kommúnista fyrir
ráðsincnnsku þeirra í stjórn fé-
lagsins.
Lýðræðissinnar lögðu meðal
annars . fram eftirfarandi til-
lögu á fundinum og var hún
samþykkt:
„Fundur í Trésmiðafélagi
Reykjavíkur, haldinn 20. febr-
úar 1962, ályktar samkvæmt
anda félagslaganna og eðlileg-
um tilgangi stéttarfélaga yfir-
leitt, að stjórn Trésmiðafélags-
ins beri að halda þannig á mál-
um félagsins, að ekki verði tal-
in sérstök þjónustusemi við
vissa stjórnmálaflokka í land-
inu, til dæmis með samþykkt
tillagna, sem varða ekki stéttina
sérstaklega en hafa aðeins al-
mennt áróðursgildi, með heilla-
óskum til vissra stjórnmála-
flokka eða fyrirtækja, sem eru
þeim nátengd o. s. frv.
Með tilliti til þess, að T. R. er
sá. vettvangur, sem faglærðir
menn úr öllum stjórnmálaflokk-
um eiga að sameinast á, um þau
mál, sem sérstaklega snerta
heill og hagsmuni stéttarinnar,
telur fundurinn þessa ályktun
nauðsynlega, svo að komizt
verði hjá óheillavænlegum á-
tökum innan félagsins."
Tillöguna fluttu frambjóðendur
og stuðningsmenn B-listans, sem
borinn er fram af iýðr^eðissinn-
um, þeir: Sigurður Pétursson,
Magnús Jóhannsson, Guðni H.
Árnason, Kristinn Magnússon
og Þorvaldur O. Karlsson.
Það hefur vakið athygli tré-
smiða, að kommúnistar i stjórn
félagsins og frambjóðendur A-
listans vildu sem minnst gera úr
þessari tillögu og tóku loks þá
„stórmannlegu“ afstöðu að sitja
hjá við afgreiðslu hennar.
Sýnir það betur en flest ann-
að, að kommúnistar vilja hafa
þetta félag eins og önnur, sem
þeir stjórna, fyrir verkfæri
flokks síns og ættu trésmiðir
þess vegna að sameinast um að
taka félagið úr höndum þeirra.
Kosning í stjórn og trúnaðar-
mannaráð fer fram á morgun
og sunnudag og er listi lýðræð-
issinna B-listi.
Mynd þessi sýnir fjörtma
í Þorlákshöfn, þar sem vél-
báturinn Faxi strandaði fyr-
ir nokkru. Er myndin tekin
af hafnargarðinum og sést
til norðurs. Sýnir hún hvar
brimið brýtur á skerjum og
klöppum við ströndina, ein-
mitt þar sem báturinn
strandaði.
Listi lýðræðissinna
í Trésmíðafélaginu
Kosningar til stjórnar og
trúnaðarráðs Trésmiðafélagsins
fer fram á morgun og sunnud.,
og er listi lýðræðissinna B-listi.
Hann er skipaður þessum
mönnum:
Magnús Jóhannesson, form.,
Sigurður Pétursson. varaform.,
Guðmundur Sigfússon, ritari,
Kristinn Magnússon, vararitari,
Haraldur Sumarliðason, gjald-
keri. Varastjórn: Þorleifur Th.
Sigurðsson, Kári I. Ingvarsson,
og Magnús Þorvaldsson. Trúnað
armannaráð: Aðils Kemp,
Guðni H. Árnason, Þorvaldur
Karlsson, Arnþór Sigurðsson,
Karl Þorvaldsson, Erlingur Vig-
fússon, Jónas G. Sigurðsson,
Jón Þorsteinsson, Jóhann Wald-
erhaug, Sveinn Guðmundsson,
★ Kennedy forseti hefur
þakkað heillaóskaskeyti
Krúsévs í tilefni af vel
hcppnaðri geimför Glenns
og tekur vel í það að geim-
vísindamenn Sovétríkjanna
og Bandaríkjanna stofni til
samstarfs sín x milli.
Magnús Jóhannesson.
Ragnar Bjarnason og Eggert
Ólafsson. Varamenn: Geir
Guðjónsson, Erlingur Guð-
mundsson, Tómas Ó. Tómasson,
Jón H. Gunnarsson, Kjartan
Tómasson og Guðmundur Þ.
Tryggvason. Endurskoðendur:
Ásmundur Þorkelsson og Böðv-
ar Böðvarsson. — Til vara:
Þórir Thorlacíus og Þorkell
Ásmundsson.
Kennedy hafnar enn
foppfundartillögu
Kenncdy Bandaríkjaforscti
hefur hafnað ítrekaðri tillögu
Krúsévs um að æðstu menn
komi saman í Genf 14. marz
n.k. við setningu 18 þjóða af-
vopnunarráðstefnunnar.
Kennedy og Macmillan höfðu
áður hafnað slíkri uppástungu
kurteislega og' lýst sig fúsa til
þátttöku í slíkum fundi síðar,
ef leggja þyrfti smiðshögg á
samkomulag er næðist á fyrr-
nefndri ráðstefnu. Þrátt fyrir
þessar undirtektir og annarra,
sem ekki gátu aðhyllzt hana ó-
breytta, svo sem Nehru, reyndi
Krúsév enn að halda henni til
streitu í orðsendingu, sem af
hent var í gær Mikhail Smirn-
ovskji settum sendiherra í
Washington, en George Ball að-
stoðarutanríkisráðherra veitti
henni viðtöku.
.(( f.