Vísir - 23.02.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 23.02.1962, Blaðsíða 5
I Föstudagur 23. febrúar 1962, Vf SIB Lánin notuð til nauðsyn- legra framkvæmda Gunnar Thoroddsen málaráðherra svaraði fyrirspurnum Eysteins sonar í sameinuðu Alþingi um ráðstöfun tveggja bandarískra lána. Vörukaupalánin: Fyrsti liður þessarar fyrirspurnar var um það hve mikið vörukaupalán P1 480 voru tekin í Bandaríkjunum árið 1961. Svar; Árið 1961 var gerður samn- ingur milli ríkisstjórna íslands og Bandaríkjanna um kaup á bandarískum umframhirgðum af landbúnaðarvörum fyrir 1840 þús. dollara. Önnur spurning var: Hve mik- il slík lán hafa nú verið tekin samtals og hve mikið á hverju ári. Svar,- Heildarupphæðir þeirra vörukaupasamninga sem gerðir hafa verið árlega árið 1957 og síðan eru sem hér grein- ir. Árið 1957: 2 millj. 785 þús. fjár-1 dollarar. Árið 1958: 3 millj. gær log 60 þús. dollarar. Árið 1959: Jóns- 2 millj. 575 þús. dollarar. Árið 1960: 1 millj. 925 þús. dollarar og árið 1961: 1 millj. 840 þús. dollarar. ■ Samtals á þessum fimm árum 12 milj. 185 þús. dollarar. Þriðja spurningin: Hve mik- ið af því fé kemur til útlána innanlands? Svar: Innkomið fé til ráð- stöfunar til’ útlána innanlands var 8. þ. m. alls 213 millj, sem sundurliðast milli samninga eftir árum þannig: Af samn- ingi ársins 1958: 361 millj. Af samningi ársins 1959: 55.9 millj. kr. Af samningi ársins 1960: 48.5 millj. kr. Af samn- ingi ársins 1961: 37.9 millj. samtals 213 millj. Til viðbótar þessu er áætlað, að enn komi (.amkvæmt samn- ingnum frá 1960 um 1 millj. króna, og samkvæmt samnjngn- Guðm. Guðjónsson í Arósa- óperunni í kvöld I kvöld verður ópera Verdi's, La Traviata, frumsýnd í Árós- um með Guðmund Guðjónsson söngvara í einu aðalhlutverk- inu. Guðmundur fer þarna með hlutverk Alfredos, og má telja þetta mikla viðurkenningu, sem Guðmundur hefir hlotið með því að vera valinn í jafn stórt og vandamikið hlutverk. Guðmundur stundaði söng- nám hér heima hjá ítalska söngkennaranum Vincenzo Ma- ria Demetz og kom hér oftlega fram síðustu árin, bæði sem einsöngvari með kferum og einnig í óperum Þjóðleikhúss- ins. Var greinilegt, að þar var góður og vaxandi söngvari á ferð. Sl. haust bauðst Guðmundi þýzkur styrkur til söngnáms og fór hann þá til Kölnar. Þar hafði hann ekki lengi verið þegar hann var beðinn um að taka að sér hlutverk Alfredo í La Traviata, sem átti að flytja í Árósum seinni hluta þessa mánaðar. Óperan hefir undanfarið verið æfð í Kaupmannahöfn og Guðmundur verið þar við æf- ingar. Þessum efnilega og geðþekka söngvara fylgja góðar óskir allra íslendinga þegar hann kemur nú fram í fyrsta sinn í veigamiklu óperuhlutverki á erlendri grund. ' Víða vegaskemmdir í rigningunum undanfarna daga urðu víða vegaskemmdir, en þó hvergi stórvægilegar. — Hefur verið unnið að viðgerð á þeim, nú síðast í dag á Krýsu- víkurveginum, og má segja, að þeir séu að komast í samt horf aftur. Þessar vegaskemmdir orsak- ast af því að vatnið nær ekki að renna niður heldur myndar rás- ir og flæðir upp á vegi og ríf- ur í þá skörð og skvompur. Sem betur fer hafa þessar skemmdir hvergi verið verulegar, en hins vegar allvíða. Með hlákunni hefur færð yf- irleitt batnað um land allt, og hér á Suðurlandi má segja, að allar venjulegar leiðir séu fær- ar. Góð færð er allt austur í Mýrdal, en Mýrdalssandur er þungfær og hefur verið það undanfarnar vikur. Sums staðar er kvartað und- an hálku á vegum, ekki sízt á Snæfellsnesi, þar sem svell- bunkar eru á vegunum og mynda hliðarhalla. Er nú unn- ið að lagfæringu á þessu. Á norðurleiðinni hefur bæði Vatnskarð og Langidalur verið rutt og í gær gekk bílunum sæmilega norður í Skagafjörð. Enn er mikill snjór í Öxnadaln- um og á Öxnadalsheiðinni en unnið er að því að ryðja leið- ina yfir hana. um frá 1961 um 14 millj. kr. Verður þá heildarfjárhæð, sem kemúr til útlána innanlands, væntanlega um 228 millj. — Fjórða spurning var: Hve mikið hefir nú verið samþykkt að lána innanlands af þessu fé og í hvaða fram- kv.? Svar: Samþykktar lánveit- ingar nema alls 174 millj., sem sundurliðast milli frani- kvæmda sem hér segir: Til virkjunar Efra Sogs: 80.7 millj. kr. Til rafmagnsveitna ríkisins vegna Keflavíkurlínunnar: 15 millj. kr. Til verkstæða í einká- eign: 1.3 millj. kr. Til hita- veitu Reykjavíkur: 25 millj. kr. Til Keflavíkurvegar 10 millj. Til hafnarmála: 15 millj. Til Rafmagnsveitu Reykjavíkur vegna varastöðva við Elliðaár: 5.5 millj. Til iðnlánasjóðs: 21.5 millj. AIls 174 millj Fimmta spurning: Hvað er áætlað að við þessi vörukaupa- lán bætist á árinu 1962?. Gert er ráð fyrir að á þessu ári verði gerður nýr vörukaupa- samningur að upphæð um 1 millj 740 þús. dollarar, og að 75% af innkomnum greiðslum samkvæmt honum á árunum 1962 og 1963, það er um 56 millj. kr., komi til lánveitinga hér á landi. Ein hæsta fisksala ytra9 sem um getur Nokkrir togarar hafa selt eig- in afla og annan fisk í Þýzka- landi undanfarna daga. Meðal þeirra var b.v. Freyr, sem fékk eina mestu fjárhæð, sem um getur, fyrir fiskfarm sinn, en þar var mestmegnis um síld að ræða. Freyr seldi í Brem- erhaven 319 lestir af síld fyr- ir 194,822 mörk, en að auki var hann með 9,9 lestir af öðrum fiski, og seldist það magn fyrir 15,898 mörk. Alls fékk Freyr því 210,720 mörk fyrir farm sinn, en það jafngildir kr. 2,275,776 samkvæmt núverandi gengi. Þetta mun vera mesta fjár- hæð, sem íslenzkt skip hefur nokkru sinni fengið á Þýzka- landsmarkaði, en meira hef- ur fengizt í Bretlandi, svo sem á síðasta ári, en Fylkir fékk 21,000 pund, sem er um 2,5 millj. króna með núgild- andi gengi. Sex skip — Framh. af 1. síðu. til hafna á þessum hluta lands- ins. Þar hafa sjö skip komið til Kópaskers á skömmum tíma, en aðeins reynzt unnt að af- greiða eitt þeirra. I|in hafa ekki treyst sér til að leggjast að bryggju, af' því að svo illt hefur verið í sjóinn og horfið frá. ‘ ■ Vegna þess hve átt hefur verið breytileg og þar af leið- andi spilliblotar, hefur beit nýtzt mjög illa og er þó ekki mikil. Hefur vetur því verið mjög gjafafrekur. I Aðrar aflasölur að undan- förnu eru hjá Hvalfelli, er seldi 133 lestir af síld fyrir 76,200 mörk, og 52,9 lestir af öðrum fiski fyrir 44,962 mörk. Þá hefur Þorkell máni selt 291,5 lestir af síld fyrir 150,000 mörk og 10,7 lestir af öðrum fiski fyrir 8,116 mörk og loks hefur Uranus selt 211,4 lestir af síld fyrir 118,6660 mörk. Karl ekur á snjókerlingu Frá fréttaritara Vísis. Selfossi í gær. Það vildi til upp úr liádcgi sj. IaugarHag í npkkúrri snjó- muggu, að bóndi einn.úr Gaul- verjabæjarhreppi kom að máli við bifreiðaeftirlitið á Selfossi og sagði sínar farir ekki slétt- ar. Hann hafði þá skömmu áður verið að aka sem leið liggur á Bæjarhreppsvegi í sveit sinni. Einhvers staðar á leiðinni milli bæjanna Glóru og Smjördala, vildi það til að jeppinn stanzaði að mestu og um leið brotnar framrúðan, sem líklega hefir verið sprungin áður. Er bóndi kemur út sérj hann, að hann hefir ekið um koll heilmikla snjókerlingu og mun efri hluti hennar hafa lent á framrúð- unni. Auk þess var annað frambretti jeppans lítið eitt dældað af völdum kerlingar. Bifreiðarstjórann sakaði ekki, né tvo farþega, er voru í jeppa hans. Heimtaði nú bóndi skjótra og róttækra aðgerða af hálfu bifreiðaeftirlitsins, þar sem hér hefði verið um víta- verðan farartálma að ræða á opinberum umferðarvegi. Og fullra bóta krafðist hann á skemmdum þeim, er árekstur- inn við snjókerlinguna hefði orsakað. Tveir lögregluþjónar frá Selfossi fóru á staðinn og at- huguðu verksummerki. Töldu þeir sig ef til vill kenna þar eftirhreytur af ganglimum snjókerlingar, en einhverjar bifreiðar höfðu ekið þar um, síðan slysið varð. Þess má geta, að bóndi sá, er hér um ræðir, hefir nýlega verið heiðraður fyrir 10 ára öruggan og tjónlausan akstur og í því tilefni fengið merki ) — Ég tel mig hvergi hafa „misboðið“ íslenzku máli, hvað þá að ég hafi gert til- ræði við það. (Einn af blaðam. Morgunbl. 6. janúar 1962). ★ — Það var ekki nóg með að Bretar undirbyggju ný- lendur sínar undir frelsið í 5—10 ár, heldur reistu þeir meira að segja hótelin til þess að hægt væri að halda sj álf stæðishátíðirnar. (Búrgíba, forseti Túnis). Hvað hafa snargli* innin hnið á jörðíjni^ Menn hafa löngum velt því fyrir sér, hversu margir menn muni hafa búið á jöðinni frá upphafi vega til þess dags, en að sjálfsögðu mun jafnan reyn- ast erfitt að „kasta tölu“ á alla mannkindina. Nú hefir þó verið gerð tilraun til þess, þyí að bandarískt fyrirtæki, sem tekur að sér allskonar rannsóknir fyrir aðila sem þess óska, hefir reiknað út, að frá upphafi hafi búið á jörðinni 77 milljarðar manna. Fyrirtæki þetta, Popu- lation Reference Bureau, reikn- ar þá með, að maðurinn hafi verið orðinn það, sem kallazt hefir á latínu „homo sapiens“ fyrir um það bil 600.000 árum, og við það tímabil er miðað, þcgar áætlunin er gerð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.