Tölvumál - 01.04.1986, Page 10
FÉLÖG - NOTIÐ TÖLVUMÁL
Við ítrekum að TÖLVUMÁL standa öllum félögum og
áhugamönnum um tölvumál opin. Notið blaðið til að
kynna starfsemi ykkar og höfða til nýrra félaga.
Auglýsið fundi, ráðstefnur og ferðir erlendis. Það
gera til dæmis tvö ðlík samtök í þessu blaði, DECUS
og Félag ísl. iðnrekenda.
TÖLVUMÁL koma út mánaðarlega 10. - 15. hvers mánaðar
nema sumarmánuðina júní, júlí og ágúst. Blaðið berst
hátt í eitt þúsund aðilum, sem allir hafa áhuga á
tölvumálum. Margir þeirra eru auk þess í
áhrifastöðum 1 fyrirtækjum og stofnunum og/eða
áhrifamenn í þjððllfinu.
Aðgangur að þessum miðli stendur ykkur opinn án
endurgjalds.
SKRIFIÐ GREINAR - VEKIÐ UMRÆÐU
Villt þú vekja athygli hins almenna tölvunotanda á
málefni, sem þú telur tímabært? Átt þú "erindi við
ráðamenn þessa lands" um málefni, sem snerta
upplýsingatækni? Ef svo er skulum við sem stöndum á
bak við TÖLVUMÁL koma erindi þlnu á framfæri.
TÖLVUMÁL eru send til tæplega eittþúsund aðila. Á
meðal þeirra eru tölvunotendur, stjðrnendur tölvu-
deilda, fyrirtækja og stofnana. Einnig fá
embættismenn, borgarfulltrúar, alþingismenn og
ráðherrar blaðið sent.
TÖLVUMÁL eru málgagn Skýrslutæknifélagsins, sem eru
stærstu samtök á sviði upplýsingamála á landinu. Það
er gefið út 1 þeim tilgangi að efla umræðu um
málefni, sem skipta máli á sviði tölvumála og
upplýsingatækni. Blaðið er engum öðrum háð en stefnu
félagsins og eigin sannfæringu. 1 blaðinu er rúm
fyrir öll sjðnarmið innan þessa málaflokka. Skrifaðu
grein og vektu umræðu. -si.
10