Tölvumál - 01.04.1986, Side 11
SPOR 1 RÉTTA ÁTT
Notkun tölva hérlendis hefur aukist verulega
undanfarin ár. Mikil grðska er á öllum sviðum, sem
tengjast tölvum. Fyrirtæki, sem framleiða hugbunað,
hafa sprottið upp og jafnvel haslað sér völl
erlendis. önnur framleiða ýmis konar tölvustýrð
tæki. Þá hafa almennir skolar og sérhæfðir
tölvuskólar séð um grunnkennslu á þessu sviði og hafa
sumir þeirra verið fljótir að tileinka sér nýjungar.
Á síðastliðnu ári var sett upp íslenskt tölvunet um
landið (X.25) á vegum Pðsts og Síma og í maí á þessu
ári mun tenging erlendis komast á. Islendingar eru
örugglega á réttri braut I tölvumálum þó eflaust megi
finna einhver óæskileg hliðarspor.
Hins vegar er eitt mjög mikilvægt svið, sem ekki
hefur verið sinnt að verðleikum. Hér á ég við
tölvustaðla og stöðlun. Frumkvæði hefur verið hjá
Skýrslutæknifélagi Islands og nokkrar nefndir hafa
starfað að stöðlunarmálum á vegum þess. Má nefna
nefndir um lyklaborð, 7 bita tölvukóda og 8 bita
tölvukóda. Tillögur frá þessum nefndum hafa náð
fðtfestu hér á landi og árangur nefndar um lyklaborð
kristallast í Staðli um lyklaborð. Þetta er eini
xslenski tölvustaðallinn, sem til er. Ég endurtek,
eini tölvustaðallinn.
Sérstök deild er til hjá Iðntæknistofnun, sem ber
nafnið staðladeild. Ofangreindar nefndir höfðu að
sjálfsögðu samráð við starfsmann staðladeildar eins
og kostur var.
Jóhannes Þorsteinsson hðf nýlega störf sem
deildarstjóri staðladeildar. Eftir kynni okkar er ég
sannfærður um að hann hefur góðar hugmyndir um
uppbyggingu á þessu sviði. Aftur á móti er mjög
litlu fjármagni varið til stöðlunarmála hérlendis.
Ástæða fyir þessu er mér ókunn, en svo virðist sem
stjðrnmálamenn geri sér ekki grein fyrir hversu
mikilvæg stöðlunarmál eru.
Lög og reglugerðir beina mönnum á réttar brautir
innan samfélags. Staðlar hafa mjög hliðstæð áhrif
innan iðnaðar. Þegar þetta er haft í huga sést að
11