Tölvumál - 01.04.1986, Page 16

Tölvumál - 01.04.1986, Page 16
NÚ ER LAG Margt bendir til þess að um þessar mundir séu tímamðt I samskiptum tölva og tölvufðlks við íslenska tungu. Hér skulu nefnd fjögur atriði: Aukin útbreiðsla þessara tækja meðal fðlks, sem kalla má almenning til aðgreiningar frá sérfræðingum, átak tölvuseljenda við þýðingu hugbúnaðarkerfa, boðaðar aðgerðir "opinberra" aðila þar sem er skipulagsbreyting þjððskrár og ný útgáfa af orðasafni Skýrslutæknifélagsins, en einnig sú staðreynd, að nú er tæplega nokkur tæknileg afsökun fyrir því að íslenska ekki allt tölvumál. Ég leyfi mér að slá hér saman I eitt tveimur við- fangsefnum. Vissulega eru þau hvort öðru skyld, en auk þess þykir mér sýnt að framfarir á báðum sviðum muni verða samstlga hjá okkur á næstunni. Fyrra viðfangsefnið er það að ná út úr tölvum óbrenglaðri Islensku á blað eða skjá. Vegna tæknilegra vandamála varð löngum að láta sér lynda takmarkað stafrðf (hástafi eingöngu, enga eða fáa breiða sérhljðða, bjagað útlit broddaðra upphafs- stafa, einkum É). Var annað hvort ðmögulegt að gera betur eða þá að fjölgun stafa varð á kostnað afkasta. Nú er að verða sjaldgæft að ekki finnist leið til að íslenska vinnustöðvar án þess að fðrna nokkru I útliti eða fjölda stafa. Takist það ekki er orsökin oftast skortur á tæknilegum upplýsingum, sem sumir framleiðendur eru tregir til að veita. Orval tækja er nú slxkt á markaðnum, að unnt á að vera að sneiða hjá þess konar stirðbusum. Slðara viðfangsefnið eru samskipti á Islensku á milli tölvanna, stjórnkerfa þeirra og forrita annarsvegar og notenda hinsvegar. Á slðastliðnu ári býst ég við að selst hafi á íslandi fleiri tölvur en fyrir voru I landinu til þess tíma. Af því leiðir að þær komast I hendur fólks, sem ekki vill vita meira um þær en nauðsyn krefur vegna þeirra verka, sem vinna skal. Þess gerist ekki lengur þörf I sama mæli og áður að sækja löng námskeið I meðferð þeirra. Hið enska tæknimál, sem tölvufólk lærði áður af handbókum er ekki tiltækt hinum nýja notendahópi, og sér enginn eftir því. Allur er hann þvl jafn opinn fyrir íslenskum orðaforða um tölvuna og forritin og enskum. 16

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.