Tölvumál - 01.04.1986, Side 20

Tölvumál - 01.04.1986, Side 20
hefur verið kallað nærnet eða svæðanet á íslensku. Nú hefur okkur dottið í hug hvort staðarnet eða jafn- vel staðbundið net væri ekki betri þýðing. Wide area network mun á sama hátt vera gagnanet sem notað er til þess að tengja saman tölvubúnað sem er dreifður um stórt svæði, t.d. um ísland eða Norður- lönd. Jóhann Gunnarsson hefur lagt til að kalla slík net víðnet og líst okkur vel á þá hugmynd. í staðarnetum eru stundum notuð einskonar tákn sem á ensku nefnast tokens. Þau eru send á milli stöðva og segja til um hvaða stöð hafi yfirráð yfir netinu á hverjum tíma. Lagt var til að nota hvorugkynsorðið tók fyrir tQkfin. Token passing network héti þá tóka- sendingarnet. samofinn hugbúnaður í 5. tbl. 10. árg. Tölvumála (maí 1985) ræddi ég um heitið samofinn hugbúnaður sem mun vera þýðing á inteorated software. Við vorum þá nokkuð ánægð með þessa þýðingu. Samofinn getur gengið sem þýðing á intearated í þessu tiltekna samhengi, en málið fer að vandast þegar þýða á sögnina integrate og nafnorðið intearation. Sem betur fer er búið að leysa málið fyrir okkur. Þeir sem eiga börn í skóla hafa varla komist hjá því að heyra talað um samþættingu námsefnis. Þar er verið að tengja saman námsgreinar á sama hátt og samofinn hugbúnaður er nokkur forrit tengd saman í eina heild. Sögnina inteqrate mætti þá þýða með samþætta, inteqration væri samþætting og integrated samþættur eða jafnvel samofinn. Einn hluti samofna hugbúnaðarins mun vera forrit fyrir business graphics. í SKÝRR fréttum var það forrit kallað línuriti en við lögðum til þýðinguna drátt- riti. Nú skilst mér að það orð hafi ekki náð vin- sældum. Við tókum því málið til endurskoðunar. Tillaga okkar nú er sú að business graphics heiti skýrslumyndir og forrit sem býr til skýrslumyndir heiti skýrslumyndaforrit. robot Orðið robot er notað um tæki sem líta má á sem eins- konar blendingstölvu (hybrid computer). Tækið hefur nema sem skynja ýmsa þætti sem síðan er breytt 1 stafræn boð sem tölvan vinnur úr. Á grundvelli ^ framh. á bls. 22

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.