Vísir


Vísir - 05.03.1962, Qupperneq 7

Vísir - 05.03.1962, Qupperneq 7
Mánudagur 5. marz 1962 V í S I R 1 Ivö ust í Þorlákshöfn Frá fréttaritara blaðs- ins í Árnessýslu. Þorlákshafnarncfnd sat á miðvikudaginn var, hinn 28. febr., með vitamálastjóra á fundum um framkoyiin til- boð í fyrirhugaða hafnar- gerð í Þorlákshöfn. Vitamálastjóri hafði haft tilboð þessi til athugunar og umsagnar og gaf nefndinni skýrslu sína þar að lútandi. Tilboð þau sem helzt koma til greina á þessu stigi máls- ins eru tvö:, frá Almenna byggingafélaginu h.f. ásamt danska fyrirtækinu Phil & Sön A/S og frá þýzka fyrir- tækinu Hochtief ásamt fyrir- tækjunum Verklegar fram- kvæmdir h.f. og Verk h.f. Á fundinum var ákveðið að fela vitamálastjóra að leita upplýsinga um afstöðu ofangreindra aðilja til nokk- urra æsklegra breytinga á tilboðum þeirra, og var gert ráð fyrir að svör mundu liggja fyrir eftir tvær vik- ur. Verður þá væntanlega á- kveðið, hvaða tilboði verður tekið. Hókasýiiing í Snorrasal ílestar frá íorSagi Eliots Nóbelsskálds Strindbergs, Iþróttir ••'ramh. at 2. ■iíí'u áttunni við FH. Þannig gelur sigur og tap leikið á nokkrum sentimetrum, eða nokkrum sek- úndubrotum. í Víkingsliðinu var Jóhann drýgstur að skora (6 mörk), en Rósmundur átti beztan leikinn. Pétur Bjarnason var og klett- ur í vörninni, maður, sem helzt mátti aldrei láta sig vanta í þessum leik. Sigurður Hauks- son er sérstaklega laginn með boltann og skemmtilegur leik- maður. Framliðið átt' hér ekki einn af sínum beztu leikjum og lét draga hraðann, ’ sem liðið vissulega hefur, niður í ekki neitt. Ingólfur og Guðjón skor- uðu sín 7 mörkin hvor og voru beztu menn liðsins. Sami maður skoraði 20 mörk í markarcgni HAUKA og KEFLAVÍKUR. 49—23 var markatalan, sem tekin var niður að loknum leið- inlegum leik Hauka og ÍBK 2. deild. Því leiðinlegur var þessi yfirburðaleikur Hauk- anna þótt segja megi að gleði- legt sé að sjá hér gott hand- knattleikslið í uppsiglingu þar sem Haukarnir eru, en þeir sýna betri og betri leiki eftir því sem líður á mótið. Ásgeir Þorsteinsson, hinn á- gæti miðherji liðsins skoraði nú 20 mörk, sem er mjög sjaldgæft að einn maður skori i : einum leik, því að í 2x30 mínútna leikj im eru mörk annars liðsins yf- rleitt ekki mikið yfir 20. Hauk- ar skoruðu þó 49 mörk gegn 23, >g ær samanlögð markatalan 72 nörk án efa nýtt markamet. 5inu sinni hefur eitt lið skorað 'eiri mörk í sama leik en Hauk- rnir nú. í liði ÍBK var Matthías Ás- sirsson langbeztur, bar af sem , gull af eiri. —jbp— Síðastl. laugardag byrjaði í Snorrasal á Laugavegi 18 sýn- ing brezkra bóka, sem var opn- u<$ með því, að brezki sendi- kennarinn við Háskóla íslands, Donald N. Brander M. A. flutti erindi. Það er Bókabúð Máls og menningar, sem efnir til sýn- ingarinnar, er stendur aðeins til þriðjudagskvölds og hefst sala á sýningarbókum á morgun. Sýndar eru um 250 bækur, r 6 veikjast ... 'fi Framh. af 1. síðu. uðu þó fengnar grímur með tilheyrandi púðum, sem skipt er um jafnharðan og duft safn- azt að ráði í þá. Hjálmar sagði að vegna hætlu á framangreindri ert- ingu á slímhúð manna og hör- und, hafi ítrekaðar tilraunir verið gerðar til að fá nægan mannafla til skipta við upp- skipunina, en það hafi ekki tekizt eins og ætlað var, jafn- vel þótt leitað hafi verið að verkamönnum út fyrir tak- mörk Reykjavíkur. Fyrir bragðið hafi sumir mannanna starfað lengur að uppskipun- inni en skyldi. Jón Sigurðsson borgarlæknir tjáði Vísi að leitað hafi verið til borgarlæknisembættisins s. 1. laugardags vegna einkenna sem komið hafi fram á nokkr- um þeirra manna, sem unnu við uppskipun á hinum tilbúna áburði. Mennirnir voru sendir í skoðun til atvinnusjúkdóma- deildar Heilsuverndarstöðvar- innar þar sem þeir Óskar Þ. Þórðarson yfirlæknir skoðuðu þá. Sex menn voru að því búnu látnir hætía vinnu við uppskipun á áburðinum, en borgarjæknir gat þess jafn- framt að það væri ekki óal- gengt að menn veiktust vegna ertinau á hörundi og slímhúð ef þeir ynnu lengi samfleytt við þrífosfstáburð og al- gengustu einkennin væru nef- blæðingar og velgja. langflestar frá útgáfufélaginu Faber & Faber, sem sjálfur T. S. Eliot Nóbelskáld hefur veitt forstöðu í 37 ár, og mega allir vera vissir um það, að slíkt for- lag gefur ekki út neina eldhús- reyfara eða hasarrit. Mest ber þarna á skáldritum, einkum Ijóðabókum skáldanna, sem voru atómskáld 3. og 4. áratug- arins á öldinni. Vitaskuld for- stjórinn sjálfur, Eliot, þá fé- lagarnir tveir, sem hingað komu og ferðuðumst um landið og i skrifuðu ferðabók um, W. H. i^.uden og Luis MacNeice. Þá getur þarna að líta bækur Ezra Pound, sem Eliot gerði manna mest af því að kynna umheim- inum. Einnig er þarna fjöldi bóka um myndlist, svo sem fagrar listir yfirleitt, og er þarna orðinn allstór bókaflokk- ur F. & F. um einstaka málara frá ýmsum löndum, litprentan- ir málverka með formála eftir færustu listfræðinga. Einnig eru þarna bækur um ýmis, fræði, bæði frá sama forlagi og sagn- fræði og heimspekirit frá for» laginu Routledge & Kegan Pane. Sýningin er opin frá kl. 14—22 í dag og á morgun, í Snorrasal, 3. hæð á Laugavegi í 18. Maður geklc til rekkju í þungum þönk- nm, svartsýnn á lífið og til- veruna eftir að hafa hlust- að á hið áhrifa mikla leikrit Brunarústir“, á laugardagskvöldið. Þarna fékk maður í einum skammti sýns- horn af öllu því ljótasta og svartasta, sem getur að líta í lífi mannsins. Snilldarverk var þetta, en magnað illsku og þrungið hatri. Valur Gíslason Landsgangan . . . Framh. af 1. síðu. kvöldin frá Guðmundi Jónas- syni. Þeir sem ætla sér áð taka þátt í kvöldferðunum eru vinsamlega beðnir að tilkynna áður þátttöku til Guðmundar, í síma 11515. Á miðvikudaginn kemur er almennt skólafrí í Reykjavík. þá verða þrjár ferðir á vegum Guðmundar, sú fyrsta kl. 10 að morgni. Börnin eru áminnt um að búa sig vel. Þau sem vilja geta tekið þátt í göngunni, og verða þá að tilkynna þátt- töku sína í Skíðaskálanum. Alsír B:,'f skemmdur á bilstæði I morgun kom maður nokkur að bíl sínum allmik- ið skemmdum, har sem hann stóð á bílstæðinu á Óðinstorgi. Þar hafði hann lagt bílnum um klukkan 9 í gærkvöldi, en þetta er mjög nýlegur Moskvist. í morgun klukkan 9 kom hann að bíln- um illa útleiknum og sá sem bcssuni skemmdum olli á bílnum, hafði laust fyrir há- degið ekki gcfið sig fram við lögregluna. Framh. af 1. síðu. var haldinn, og blaðamannin- um tgáð, að ef þeir yrðu ekki á brott fyrir mánudagsmorgun, yrði einn þeirra drepinn (í sum um fréttum segir, að þeir yrðu allir drepnir), vegna fréttaflutn- ings þeirra að undanfrnu, og er sagt, að OAS-menn séu reið- astir yfir frásögnum, sem út- varpað var frá Rómaborg, en í þeim var Salan hershöfðingi kallaður glæpamaður, þefdýr og fleiri slíkum nöfnum. Einn eftir í Alsír. Eini fréttamaðurinn, sem kvaðst hvergi fara, er blaða- maður frá Milano og fer hann nú huldu höfði. Leita OAS-menn hans um alla Al- geirsborg. Einnig komu al- vopnaðir lögreglumenn og spurðu um hann í gistihús inu, þar sem hann bjó og leituðu hans. Er þess getið til. að lögreglan hafi ætlað að - taka hann undir verndsína en hann sagði áður en hann hvarf ið sér hefði ekki vcrið boðin lögregluvernd, né mundi hann þiggja hana. Heimkomnir ítalskir frétta- menn segja, að það séu bófar júr samtökum OAS, sem raun- Iverulega stjórni í Algeirsborg. gleymist ekki næstu dagana, því svo eftirminnilega fór hann með hlutverk ókunna manns- ins. Þýðandi leiksins, Sveinn Einarsson, fil. kand. flutti for- mála fyrir leiknum og var það skilmerkilega gert. Þótt leikrit þetta sé mikið skáldvek, hefði jverið æskilegra að velja verk við hæfi fleiri hlustenda til flutnings á laugardagskvöldi. Sunnudagsmorguninn var helgaður Mozart, bæði með er- indi og tónleikum. Síðan messa, sem endaði kl. 12.01. Þá ein af erfðavenjum útvarpsins, sem flestum er illskiljanleg: „Há- degisútvarp hefst kl. 12.15.“ Það er skrítið að slíta dagskrána sundur með 14 mínútna hléi, en þannig hefi.- þetta verið og verður eflaust. Eftir hádegi flutti Vilhjálmur Þ. Gíslason erindi um Nehru, og var það fróðlegt. Eftir mið- degistónleika og kaffitímann, var dagskrá æskulýðsnefndar þjóðkirkjunnar í umsjá séra Ólafs Skulasonar. Þetta var mjög þokkalegur þáttur og vel unninn. Mesta athygli vakti ís- lenzkukunnátta ungrar, banda- rískrar stúlku, sem aðeins hafði dvalið hér í 7 mánuði. Að loknum skemmtilegum barnatíma, sem Anna Snorra- dóttir annaðist, heyrðum við gömlu lögin, en það er orðinn vinsæll þáttur á sunnudögun- um. Eftir fréttir flutti Sigurður Sigurðsson yfirlit yfir íþróttavið burði vikunnar. Hæst bar þar atburð þann, er ýmsir fyrir- menn nær sprengdu sig fyrir borgina sína í fjögurra kíló- metra skíðalandsgöngunni. Eftir ágæta balletttónlist flutti Ragnheiður Jónsdóttir, rit- höfundur verðlaunaritgerð sína, „Hverf er haustgríma“. Ritgerð in var dæmd sú bezta af mörg- um, en efnið var „Því gleymi ég aldrei“. Verða fleiriL» ritgerðir í uttar í útvarpinu undir þessu sama nafni, og trúi ég, að af verði góður útvarpsþáttur. Rit- l uð Ragnheiðar var mjög vel samin og sagði frá atviki, sem minnisstæít mun verða mörg- ira. Flutningurinn var þokka- legur. Elísabet Haraldsdóttir var gestur i útvarpssal og lék pianó- lög eftir Brahm>\ Þar næst kom , Hratt flýgur stund“, kabarett J ' nasar Jónassonar. Gestir hans voru 50 lögregluþjónar og frúr þeirra. Ég held, að þátturinn hafi verið óvenjulega vel heppn- aður að þessu sinni. Að vísu var efnið ekki allt Nóbelskáldskap- ur, en vel mátti þó hlæja, eí menn höfðu jafnað sig eftir Strindberginn kvöldið áður. Mikla kátínu vakti gaman- vísnasöngur Steinunnar Bjarna- tíóttur. Þórir S. Gröndal.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.