Vísir - 05.03.1962, Síða 9

Vísir - 05.03.1962, Síða 9
V I S I R 9 Mánudagur 5. marz 1962 byggja flugvöll á Álftanes- svæði og ef fjármagn fæst til þess, ber að stefna að því. 2) Það er augljóst að ó- hagkvæmt er að flugfarþegar til og frá höfuðborginni fara um Keflavíkurflugvöll, og á þetta sérstaklega við innan- landsfarþega. Auk þess ber að hafa i huga stór-aukin út- gjöld fyrir flugfélögin. Eins og nú er ástatt, hafa ís- lenzku flugfélögin ekki at- hafnamöguleika á Keflavík- urflugvelli. Getur því Kefla- víkurflugvöilur. um óákveð- inn tíma, ekki fuhkomlega sinnt flugvallarþörf höfuð- staðarins. 3) Unz endanlega fæst úr því skorið hvar framtíðar- flugvöllur Reykjavíkur verð- ur staðsettur, er sjálfsagt að halda núverandi flugvallar- mannvirki við. endurbæta það bæði hvað flugbrautir snertir og nýbyggingar. Haga ætt; nýbyggingum þannig. að þær séu varanlegar, not- hæfar almennt og falli inn í væntanlegt skipulag ef flug- völlurinn verður lapður nið- ur, sem ég fæ ekki séð að komi til greina fyrst um sinn (10—20 ár). Alfreð Elíasson. Fyrir nokkru lagði Vísir spurningu varðandi framtíð Reykja- vikurflugvallar fyrir þrjá kunna borgara — Örn Ó. Johnson, fram- kvœmdastjóra Flugfélags íslands, Aðalstein Jóhannsson vélfrœðing og Alfreð Elíasson, framkvœmdastjóra Loftleiða. Hafa nú borizt svör þeirra við spurningunni, sem var svohljóðandi: „Teljið þér rétt, að hafizt sé handa um byggingu flug- stöðvar á Reykjavíkurflugvelli og hann hafður til frambúðar í flugsamgöngum okkar eða hann verði lagður niður svo fljótt sem auðið er?” ^ Wm Svar: ÆT Arnar 0. Johnson i ■ : Spurningin er í rauninni tvíþætt, annarsvegar „hvort rétt gæti talizt að hafizt sé handa um byggingu flug- stöðvar á Reykjavíkurflug- velli“, og hinsvegar, „hvort rétt sé að flugvöllurinn sé hafður til frambúðar (á þessum stað) eða hann lagð- ur niður svo fljótt sem auð- ið er“. Ég kýsa að svara fyrst síð- ari lið spurningarinnar, enda tel ég hann skipta megin máli. Honum verður þó ekki að sinni svarað með afdrátt- arlausu „jái“ eða „neii“, til þess þyrftu að liggja fyrir niðurstöður nákvæmra rann- sókna, sem enn hafa ekki verið framkvæmdar, á að- stöðu og kostnaði við flug- vallargerð á öðrum stöðum í nágrenni Reykjavíkur, sem til greina koma og til saman- burðar, kostnaðaráætlun um nauðsynlegar breytingar og lagfæringar á núverandi Reykjavíkurflugvelli. Ég tel þó miklar líkur fyrir því, að flugvöllur höfuðstaðarins væri til frambúðar betur staðsettur á Álftanesi, en þar sem hann er nú, og tel höfuð- nauðsyn, að athugunum og á- kvörðunum í þessu mikil- væga máli sé hraðað svo sem kostur er. Ég tel fráleitt að nota Keflavíkurflugvöll í þessum tilgangi og tel því. að ekki komi til greina að „leggja niður" núverandi Reykjavíkurflugvöll fyrr en Loftmynd af Reykjavíkurflugvelli. annar fullkomnari hefir ver- ið gerður í næsta nágrenni bæjarins. Varðandi byggingu flug- stöðvarinnar vil ég segja þetta: Vissulega hljóta bæði flugfélögin að fagna þeirri bættu aðstöðu og aðbúnaði fyrir starfsemi sína og far- þega, sem hin nýja flugstöð hefði í för með sér. Hinsveg- ar er nauðsynlegt að bygging flugstöðvarinnar verði hvorki til þess að hindra né seinka því að tekin verði frambúðar ákvörðun í flug- vallarmálinu. Slíkt mundi hefna sín fyrir alla aðila, enda mun þess skammt að bíða að flugfélögin þurfi á fleiri býggingum að halda fyrir starfsemi sína, svo sem flugvélaskýlum, og hvar á að ætla þeim stað? Loks tel ég, að ekki megi skerða fjárveitingu til flug- valla úti á landi vegna flug- stöðvarinnar. Þar er svo margt, sem kallar að. Örn Ó. Johnson. Svar: Alfreðs Elíassonar Að mínu áliti er aðeins um þrjú svæði að ræða fyrir flugvöll Reykjavíkur og ná- grennis. Þau eru, á Álftanesi, Keflavíkurflugvöllur og Reykjavíkurflugvöllur. Með þeim takmarkaða orðafjölda sem ég hefi til að svara þess- um spurningum tel ég því heppilegast að skipta svarinu í þrjá aðalkafla. 1) Rannsaka þarf tafarlaust allar aðstæður og ákveða síðan staðsetningu Reykja- vikurflugvallar framtíðarinn- ar. Ef rannsóknir leiða í ljós að tiltækilegt er að Svar: Aðaisteins Jóhannssonar Ég tel ekki rétt að byggja vandaða flugstöðvarbygg- ingu á Reykjavíkurflugvelli og held að reynslan hafi sýnt, að flugvelli eigi að fjarlægja frá bæjum, vegna hávaða og slysahættu. Flug- stöðvarbygging, sem gerð er Frh. á 10 síðu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.