Vísir


Vísir - 05.03.1962, Qupperneq 10

Vísir - 05.03.1962, Qupperneq 10
 10 V í S I R Mánudagur 5. marz í síðasta laugardagsblaði Vísis kveður Jóhann Briem upp þann dóm um bréfasöfn þau, sem hér hafa verið gefin út á síðustu árum, að „innihaldið sé rýrt, meginhluti bréfanna aðeins þýðingarlaust rabb um éinskisv'-'rðá hluti.“ Að sjalfsögðu eru skoðanir manna skiptar um gildi sendi- bréfa eins og annað. Jóhann Briem telur þau „þýðingarlaust rabb“. Jón Sigurðsson forseti segir hinsvegar í einu þessara bréfasafna við vin sinn, Pál stúdent: „Þér vitið manna bezt hversu mikið er varið í bréfa- skipti merkra manna.“ — Ég leyfi mér að halda því fram, að þau bréf, sem ég hef búið til prentunar, séu yfirleitt frá merku fólki og höfundunum fremur til sæmdar en álits- hnekkis. Jóhann Briem hneykslast einkum á bréfi frá merkri frændkonu sinni, Rannveigu Ólafsdóttur Briem. Rannveig á heima vestan hafs. Hún skrifar sr. Eggert bróður sínum í létt- um tón, getur meðal annars frétta, sem sér hafi borizt af nafngreindum bróður þeirra, án þess að leggja dóm á hann á nokkurn hátt. Jóhann Briem tilfærir orð hennar, en sleppir nöfnum „vegna velsæmis“. Við þessi orð bætir Rannveig: „Af þér hef ég aldi'ei mikið illt heyrt nema þetta gamla — um vínið. — — Heyrir þú aldrei, neitt vestan um haf um systurj þína? Ég gæti sagt þér margt i ófagurt af henni.“ — Tónninn í bréfi Rannveigar virðist' ekki gefa til kynna, að hún taki mjög hátíðlega fréttirnar um | Harald bróður sinn, enda hef ég aldrei annað um hann heyrt en að hann hafi verið hinn mæt- asti maður. Ég hefði ekki hirt um að svara Jóhanni' Briem, ef ekki gætti hjá lionum misskilnlngs, sem ég tel þörf á að leiðrétta. Hann virðist halda, að það sé á valdi Landsbókasafnsins eða yfirmanna þess að hindra út- gáfu bréfa, sem þar eru geymd. En þessu er þannig varið, að bréf frá látnum mönnum, sem komizt hafa í safnið, eru öllum frjáls til afnota, ef ekki fylgja þeim önnur fyrirmæli frá gef- anda. Landsbókasafnið getur því hvorki leyft né bannað út- gáfu. Erfingjar bréfritara eiga útgáfuréttinn í 50 ár frá dauða hans. Eftir þann tíma er útgáf- an öllum frjáls. Það er rétt hjá Jóhanni Briem, að erfingjar Rannveigar Ólafsdóttur munu enn eiga út- gáfuréttinn að bréfum hennar, því að ekki eru liðin nema 46 ár frá dauða hennar. En þar sem hún átti engan afkomanda, treysti ég mér ekki til að gera leit að erfingjum hennar, enda hafði ég áður birt bréf frá henni án þess að nokkur hreyfði andmælum. Ef erfingj- ar hennar gefa sig fram og heimta rétt sinn, þá er sjálfsagt að taka því. Að lokum mælist ég til þess í fullri vinsemd. að Jóhann Briem geri mér nánari grein fyrir þeim hneykslunaratriðum BiFREIÐAEIGENDUR AfHUGlQ Hefi opnaS nýja hjóíbarðavinnustofu undir nafninu HJÓLBARÐAVIÐGERÐ VESTURBÆJAR ! Opið alla daga vikunnar, helga sem virka frá kl. 8 :00 f.h, — 11:00 e.h. Sfórt og rúmgotf bílastæðl .HJÓLBARÐAVRÐGERft VESTURBÆJAR við hliðina á benzínafgreiðslu Essó við Nesveg. í bókinni Konur skrifa bréf, sem hann telur verst. Það gæti komið mér að gagni síðar. Hann tekur fram, að setningar þær, sem hann tilgreinir úr bókinni, séu „alls ekki það versta“, og nefnir til dæmis „dylgjur um hryllilegan glæp“. Er mér ekki Ijóst, að hverju þeim ummæl- um er stefnt. Ef hann j telur þetta „versta“ ekki prenthæft „velsæmis vegna“, gæti hann skrifað mér einkabréf. Hann má treysta því, að slíkt bréf mundi ég ekki prenta án leyfis bréfritarans eða þeirra, sem eignast kynnu útgáfuréttinn. Finnur Sigmundsson. Vfðtal dagsins— Framh. at 5 siðu. jafnvel þótt það geri mann vonsvikinn. Engin kona hef- ir rétt til að ímynda sér að lífinu sé lokið við fertugt, fimmtugt eða sjötugt. Að vísu er það sárt að verða þess vör að fegurð manns fer að blikna, að hár- ið fer að grána eða að mað- ur verði að fara að nota gleraugu. En það er alltaf spennandi að koma inn í nýja þætti lífsins. Það væri hræðilegt að vera alltaf ung. Áskriftasími Vísis er 1-16-60. Svar Aðalstems- Framh. af 9 síðu. eftir kröfum tímans, mundi kosta niikla peninga, og gæti varla þjónað öðru hlutverki síðar. Hinsvegar mundi hún auka á þýðingu vallarins og verða til þess, að honum yrði frekar viðhaldið. Gæti það aftur hamlað nauðsynlegri þróun okkar í flugmálum, ef stækkunarmöguleikar vallar- ins væri ekki nægilega mikl- ir, fyrir flugvélagerðir næstu framtíðar.Nærtækt dæmi má benda á, Kastrupflugvöllur við Kaupmannahöfn var ný- lega stækkaður. Var þar unnið af mikilli fyrirhyggju og þekkingu, en þó hefur völlurinn reynst fulllítill, og mun stækkunar þörf, en hitt er veigameira, að hávaðinn er svo mikill frá nýju flug- vélunum fþotunum), að fólk getur ekki búið í nágrenni vallarins. Hefur skanazt mik- ið vandamál við að koma fólkinu fyrir annarstaðar. Tvímælalaust er Reykja- víkurflugvöllur mjög illa staðsettur með tilliti til þess- arar reynslu. enda var hann gerður til bráðabirgða á stríðstímum. Tel ég að keppa beri að bví að draga úr þvð- ingu hans. enda mun Reykja- víkurflugvöllur aldrei eiga rétt á sér sem þotuvöllur, en margt bendir til að sú flug- vélagerð verði mikið notuð á næstu árum. ASalsteinn Jóhannsson. Minningarathöfn um skipshöfnina, sem fórst með MS. STUÐLABERGI, fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 6. marz og hefst kl. 2 s.d. Athöfninni verður útvarpað. Ferð frá sérleyfis- stöð Steindórs kl. 12,30 með viðkomu í Hafnarfirði. Jarðarför PÉTURS ÞORFINNSSONAR stýrimanns, fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 7. marz og hefst kl. 10,30 árdegis. Jafnframt verður þá sérstaklega minnst BIRGIS GUÐMUNDSSONAR og GUÐMUNDAR ÓLASONAR. — Athöfninni verður útvarpað. Fyrir hönd Bergs h.f. Björgvin Jónsson. Fyrir sprengida; SALTKJÖT — BAUNIR — FLESK GULRÖFUR — PORRUR Munið okkar velkunna hangikjöt, léttreyktu og léttsöltuðu Lambahamborgarlæri — hryggi og framparta. S S - góða fæða bragðast, bazt MATARBOÐIR S.S. Matarbúðin Akranesi Matardeildin Kjötbúð Vesturbæjar Kjötbúðin Skólavörðustíg 22 Kjötbúðin Grettisgötu 64 Kjötbúðin Brekkulæk 1 Kjötbúðin Réttarholtsvegi 1 Kjötbúðin Álfheimum 4 SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS. msms I

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.