Vísir - 14.03.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 14.03.1962, Blaðsíða 5
Twro’vnetraa’gannn 14. marz 1952 VTSTR Skemmdir á brezka togaranum St. Elstan / * Ohugnanleg saga um frumkomu úhafnar Brezki togarinn St. Elstan var nýlega tekinn að ólöglegum veið-1 um innan landhelgi á Húnaflóa. Hlaut skipstjórinn 230 þúsund króna sekt. Þetta atvik var þó að- eins smáræði móti þeim vandræð- um sem togarinn hafði lent í skömmu áður í Norður-Noregi, en þar má heita að allri áhöfninni hafi verið kastað í fangelsi nema skipstjóra og stýrimanni. Vitni frá Noregi. Nú er togarinn nýlega kominn — Stáliðjuverið Framh. af 1. síðu. við framleiðsluna, fellur einkum frá þéttbýlinu. Vinnuaflið er ekki sérstakt vandamál. En markaðs- málin þurfa gaumgæfilegrar athug- unar við. Þá verða einnig könnuð ýms tæknileg atriði, eins og t. d. tækja- og vélaval. Samkeppnisfært? — Það væri kannske réttast að segja að allar þessar athuganir mið ist við það hvort hægt sé að fram- leiða steypustyrktarjárn á sam- keppnisfæru verði. — Hefur verið hugleitt hvort nauðsynlegt mundi vera að leita eftir erlendu fjármagni til að koma stáliðjuverinu á fót? — Það hefur verið hugleitt, svar aði Sveinn Björnsson, en engar endanlegar niðurstöður fengnar. Sennilegt má þó telja að íslenzkir aðilar væru einfærir um þetta. Úrgangsjárn notað. Árin 1956—1961 var flutt út 1100 — 6000 tonn af úrgangsjárni árlega. Innflutningur á járni nem- ur um 20 — 30 þúsund tonnum ár- lega. Ef stáliðjuverið ætti að geta framleitt um 10 þúsund tonn má gera ráð fyrir að setja þyrfti ein- hverjar hömlur á útflutning úr- gangsjárns, til að hægt verði að safna birgðum fyrir iðjuverið. Dan- ir gripu til þess ráðs í hliðstæðu tilfelli. r Eru á byrjunarstigi. Mr. Sims verður hérlendis næstu tvær vikurnar en fer síðan til Bandaríkjanna og vinnur þar úr gögnum sínum. Mun hann síðan semja skýrslu um niðurstöður sin- ar, og ætti því verki að verða lok- ið innan tveggja mánaða, segir hann. Mr. Sims var tæknilegur framkværhdastjóri Baetelle Memor ial Institute, Ohio, árin 1936 — 58, er hann lét af þessu starfi, fyrir aldurs sakir. Hann vinnur nú ein- öngu sem tæknilegur ráðgjafi i árstökúm verkefnum fyrir stofn- na. Hann er mámvinnsluverkfræð- igur að menntun. Enda þótt nokkuð nafi verið jnnið af undirbúningsathugunum ■ sambandi við stáliðjuverið eink- jn. at Jóni Brynjólfssyni, verkfræð ngi, eru þessar athuganir raunveru ega allar á byrjunarstigi, svo að Mr. Sims taldi erfitt að fullyrða mikic að svo komnu máli. heim til Hull og hafa byrjað þar rannsókn og réttarhöld yfir nokkr- um mönnum úr áhöfn skipsins fyrir að hafa unnið skemmdarverk á því. I máli þessu eru m.a. sótt allmörg vitni til Noregs og verður að kosta flugfar undir þau. Það sem gerðist í St. Elstan er hann kom í höfn í Hammerfest í Norður-Noregi mun vera nær ein- stakt í sjómannasögunni. Einhverj- ir af áhöfninni frömdu skemmd- arverk á vél skipsins og reynt var skipulega að eyðileggja veiðiferð- ina. Ástæðan fyrir þessu var ó- ánægja eldri skipsmanna yfir því að of margt af ungum og óreynd- um sjómönnum hefði verið ráðið á togarann, svo að vinnan kom harðara niður á vönu mönnun- um. Vélarhlutar hverfa. Skömmu eftir að skipið kom í höfn £ Hammerfest hurfu þýðing- armiklir vélarhlutar úr togaranum. En þeir fundust á botni hafnarinn- ar rétt hjá skipinu og var kafari fenginn til að taka þá upp. En ekki voru hlutirnir fyrr komnir á sinn stað en þeir hurfu aftur og nú svo rækilega, að þeir fundust hvergi. Varð nú að panta nýja varahluti með flugvél frá Bret- landi og draga togarann til við- gerðar í Tromsö. Þegar hlutirnir voru loks komnir í togarann tókst áhöfninni ekki að hita vélina upp né koma skipinu af stað, svo að ráða varð norska vélstjóra til að gera skipið klárt. Sjö fyrir rétti. Sjö af áhöfn skipsins hafa nú verið leiddir fyrir rétt í Hull sak- aðir um skemmdarverk. Við því liggur þung refsing. Þar að auki eru skipverjar sakaðir um að hafa stolið fiski úr lestum skipsins. Seldu þeir hann og keyptu brenni- vín fyrir. — Svefnlyf Framh. af 1. síðu. Selt I tvö ár. Lyf þetta fór að fást fyrir tveimur árum á Norðurlöndum, en notkun á því hefur ekki orð- ið almenn aðallega vegna þess, að læknar eru oft ekki fljótir að taka í notkun ný lyf. Verst er ástandið í Vestur-Þýzkalandi, þar sem notkun lyfsins hefur orðið allalgengt. Það er talið, að lyfið hafi þar valdið vansköp- un þúsunda barna. Athuga þarf ný lyf. Sænski læknirinn Claes Tho- ren, sem veitir forstöðu barna- sjúkrahúsi í Stokkhólmi, segir að mál þetta muni vekja menn til umhugsunar um það, að taka verði upp miklu harðara eftir- lit en tíðkazt hefur á nýjum lyfjum- .Það sé allt of algengt að aukaáhrif komi síðar í ljós, sem valdi fjölda manns heilsu- tjóni. ► Fyrirlesari í Moskvuútvarp- inu hélt því fram nú í vikunni, að Bandaríkjamenn létu U-2 njósna- flugvélar fljúga yfir Kúbu annað veifið, en samtímis sé undirbúin innrás á eyna, frá Guatemala, Nicaragua og Florida. Sigurður Nordal prófessor. Sigurður Nordal seg- ir þjóðsögur s kvöSd Búast má við, að margir leggi við hlustirnar á kvöld- vöku útvarpsins í kvöld, því að þar kemur fram Sigurður prófessor Nordal og segir gamlar og nýjar þjóðsögur. Vísir birti fyrr í vetur við- tal við Hafstein Guðmunds- son prentsmiðjustjóra, þar s^m hann sagði þaú tíðindi, að bókaútgáfan Þjóðsaga, sem hann vei.tir forstöðu, væri með á prjónunum nýja stórauknh útgáfu Gráskinnu, OTTAST MIKIÐ TJÓN Á BÓKALAGER í RÚBLU þjóðsagnasafnsins, sem þeir Sigurður Nordal og Þórberg- ur Þórðarson gáfu út í fjór- um heftum á árunum 1928 — 36. Lokið mun vera prent- un hins nýja safns, sem er 'því sem næst tvöfalt að stærð á við hið gamla, og er Gráskinna hin nýja væntan- leg á markaðinn seint í maí. Það munu vera sögur úr henni, sem Sigurður prófess- or ætlar að segja á kvöld- vökunni í kvöld, og jafnvel fleiri á næstu kvöldvökum útvarpsins. -h i MORGUN, þegar starfs- fólk í bókabúð Máls & Menn- ingar í Rúblunni við Lauga- veginn, kom til starfa, veitti það strax athygli, að mikið vatn hafði komizt inn í kjall- ara undir bókabúðinni, en þar niðri er vörulager bókabúð- arinnar. Rannsóknarlögreglumenn voru beðnir að kom; á vett- vang. Við athugun' þeirra kom í ljós, að vatnsflóð þetta í húsinu stafaði af því, að gömul vatnsæð að húsi því, sem þarna stóð áður, hafði rifnað og vatnið frá henni komizt inn í húsið, en hvern- ig lá ekki ljóst fyrir. Höfðu starfsmenn rafmagnsveitunn- ar verið að vinna í allstórri gryfju framan við dyr búð- arinnar í gærdag. Varð þess þá vart að lítils háttar leki var kominn að gömlu vatns- æðinni. En hann .hefur sýni- Myndsjóin — Framh af 3. síðu. dagsins, en m.a. var keppt í tertuáti og sótti Baldur krakk- ana fram i sal. Þau máttu ekki nota skeiðar eða annan borð- búnað, og urðu að standa með ændur fyrir aftan bak, og stinga sér á kaf í .crtumar og ryðja þeini þannig upp í sig. Þetta vakti kátínu. Krakkarnir með handklæðin um hálsinn tóku þátt í keppninni. — Sjálf- ur sýndi Ómar Ragnarsson m. a. hvemig setja skal heimsmet í hástökki án atrennu. — „Konni“ sem var dómari gleymdi að slá máli á hæðina og met Ómars fékkst ekki stað- fest. — Þrátt fyrir allt þetta hopp og hí, vakti það mesta skemmtun þegar Ómar söng fyrir krakkana „Sveitaball“ og „Ást-Ást-Ást“, þá ætlaðí þakið af Austurbæjarbíói að rifna af hrifningu. lega aukizt svona mikið í nótt, að allt var komið á flot í kjallara bókabúðarinnar í morgun .Var vatnshæðin tal- in vera kringum 1 fet á kjall- aragólfinu og virtist mikið tjón hafa orðið á ýmis konar pappírsvörum og bókum ‘frá verzluninni. — Kraftmikilli dælu var ekið á staðinn til að þurrausa kjallarann. Skattaáþjánin Skattofriim- varp afgrejtt í efri deild FRUMVARP ríkisstjórnarinnar um tekju- og eignaskatt var afgreitt í gærkvöldi í efri deild, eftir 3. um ræðu þar, til neðri deildar. Framh. af 1. síðu. I' fyrrnefndum löndum hefði verið komið í veg fyrir þetta með viðeigandi lagaákvæðum og reynt að tryggja það að efnalítið fólk gengi fyrir um kaup á slíkum huta- bréfum. Slík hlutabréfaeign almenn ings væri þýðingarmeiri fyrir þjóð- félagið en margur hyggði, sagði ráðherrann. Mikilvægt væri að sem flestir landsmenn gerðust meðeig- endur í atvinnufyrirtækjum. Með því skapaðist ábyrgðartiifinning og víst inundi slík eign breyta hugs- unarhætti margra og afstöðu til til efnahagsmála. Rakti ráðherrann síðan ýtarlega nýmæli bæði skatta og útsvars- frumvarpsins og gerði grein fyrir hver tilgangur þeirra væri. Að ræðu ráðherra lokinni tóku til máls Svavar Pálsson, Sigurliði Kristjánsson, Þorvarður Jón Július- son og Sigmar Pétursson. Fögnuðu ræðumenn þeim miklu umbótum sem hér væru á döfinni í skatta- og útsvarsmálum þjóðarinnar. Fundinum stýrði formaður Varð- ar Höskuldur Ólafsson bankastjóri, en fundurinn var fjölsóttur. Gekk' 81 nýr félagi í Vörð á þessum fundi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.