Vísir - 14.03.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 14.03.1962, Blaðsíða 9
Miðvikudagurinn 14. marz 1952 VISIR 9 LÁNA SJÓÐIRNIR Á EIGIN FÓTVM Á Alþingi í gær fylgdi Ingólfur Jónsson Iandbúnaðarráðherra úr hlaði frumvarpi ríldsstjómarinnar um stofnlánadeild landbúnaðarins, landnám, ræktun og byggingar í sveitum. Með frumv., sem var til umræðu f efrideild, er m. a. lagt til að myndaður verði einn sjóður úr ræktunarsjóði og byggingar- sjóði og skuli hann nefnast stofn- lánadeild landbúnaðarins. Áður en ráðherrann tók að ræða tillögur frumvarpsins gerði hann að umræðu efni blaðaskrifa um frumvarpið. Svaraði hann nokkr- um atriðum í gagnrýni, sem fram hefur komið á frumv. í dagblöðum stjórnarandstæðinga. Vísaði ráð- herrann þeim fullyrðingum á bug að með frumv. væri ætlast til að bændur greiddu gengistöp land- ' Ingólfur Jónsson. búnaðarsjóðanna, meðan bankar og aðrar lánastofnanir hefðu feng- ið sín gengistöp bætt. Taldi ráð- herrann þetta alrangt. Bönkunum hefur ekki verið bætt gengistapið, heldur tekin af þeim gengishagn- aðurinn, sagði ráðherrann. Með þessu frumv. sem hér um ræðir, er lagt til að búnaðarsjóðunum verði ekki aðeins bætt gengistap- ið að fullu en fái raunar miklu meira heldur en sem nemur hali- anum vegna gengistapsins, hélt ráðherrann áfram. Það mun gera búnaðarsjóðunum fært að auka útlán sín og efla landbúnaðinn, verða sú styrka stoð, sem landbún- aðurinn þarf á að halda. Síðan lýsti Ingólfur Jónsson því hvernig fyrirhugað væri að byggja lánasjóðina upp. Lagt er til að stofnlánadeildin fái nýtt stofnfé, 60.5 millj. Þannig eignast lánasjóð- irnir nokkurn höfuðstól í stað þess að þeir skulda nú 34 millj. Þá verða stofnlánadeildinni tryggðar ár- lega tekjur. Núverandi fjárfram- lag verður óbreytt, 4 millj. kr. á ári. Síðan kemur 1% gjald til bún- aðarmálasjóðs og y2% gjald til bændahallarinnar. Ráðherrann minnti I þessu sambandi á að gjaldið til bændahallarinnar félli niður samkvæmt Iögum á þessu ári. Verði það ekki framlengt er hér aðeins um að ræða y2% hækkun á búvörur bænda. Þessar tekjur eru áætlaðar um 8 — 9 millj. krónur. Það er og lagt til að sett verði gjald á útsöluverð nijólkur og rjóma og á heildsölu- verð allra annarra landbúnaðar- vara er nemi 0.7% af verði til framleiðenda. Þetta bætist við út- söluverð vörunnar og mun senni- lega alls nema um 5 — 6 millj. króna. Þetta er nýtt í löggjöf hér- lendis og er fyrirmyndin sótt til Noregs. Þetta er gert með sama sjónarmiði í huga og Norðmenn hafa, að landbúnaðurinn sé ekki aðeins fyrir bændur heldur þjóð- arheildina. Ráðherrann taldi að alls mundu árlegar tekjur til stofnlánadeildar- innar nema um 35 millj. króna. Sú breyting er gerð á gildandi ákvæðum um lánaframkvæmdir að bætt er við framkvæmdum í sambandi við lax- og silungseldi, sem ætla má að verði 1 vaxandi mæli. Þá er gert ráð fyrir lánum allt að 60% kostnaðarverös, sem nú er í gildandi lögum um ræktun- arsjóð. En lagt er til að lánstím- inn vegna bygginga útihúsa svo og vegna ræktunarframkvæmda verði lengdur úr 15 árum í 20 ár. Ekkert er ákveðið um vaxtafót- inn í þessu lagafrumvarpi, vegna þess að vextir eru, eins og kunn- ugt er ákveðnir af Seðlabankan- um í samráði við ríkisstjórn. En mælt er fyrir um vaxtamismun og gert ráð fyrir eins og áður að vext- ir verði hærri á lánum til fbúðar- byggingar en lánum til ræktunar. Þá er ríkissjóður gerður ábyrgur fyrir öllum skuldbindingum fyrir stofnlánadeildina. Þrátt fyrir þá augljósu uppbygg- ingu lánasjóðanna, sem fólgin er í frumvarpinu er gert ráð fyrir að stofnlánadeildin taki lán fyrstu árin og er veitt til þess heimild í 12. gr. Ætti slík lántaka nú að verða auðveldari en áður, fyrir ræktunar- og byggingarsjóð. Hef- ur Seðlabankinn beinlínis látið í ljósi þá skoðun að ekki væri hægt að lána þessum sjóðum Iengur, nema skipulagi þeirra yrði breytt til hins betra. Samkvæmt 13. grein er gert ráð fyrir að stofnlánadeildin geti keypt bankavaxtabréf af veðdeild Bún- aðarbankans fyrir um 10 milljónir á á ri. Mundi það gera veðdeildinni kleift að lána samkv. þeim regl- um, sem henni var upphaflega ætl- að að gera. Eftir að hafa gert frekari grein fyrir einstökum greinum frum- varpsins sagði Ingólfur Jónsson: Eins og augljóst er þeim, sem lesa frumv. miðar það að því að efla sjóðina, koma styrkum stoðum undir þá og gera þá færa um að auka útlánin og verða landbúnað- inum meiri og styrkari stoð held- ur en búnaðarsjóðirnir hafa verið á undanfömum árum, og skal þó ekki gert lítið úr því, sem búnað- arsjóðirnir hafa verið landbúnað- inum hingað til, enda þótt þeir vegna fjárskorts hafi alltaf lánað minna heldur en nauðsyn bar til og vegna þessa fjárskorts hafa safnazt lausaskuldir hjá landbún- aðinum, sem nú er verið að gera ráðstafanir til að losa bændur við. Sfðan ræddi ráðherrann um það hvernig fjárhag sjóðanna mundi verða komið á næstu árum ef ekki verða gerðar róttækar úrbætur f rekstri þeirra. Fylgja frumv. skýrslur og útreikingar þessu máli til skýringar. Jafnframt eru út- reikningar, sem sýna hvemig stofnlánadeildin mun byggja sig ört upp með þvf skipulagi, sem fyrirhugað er að koma á rekstur hennar. y.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VV.V.'.V.VV.'AW.VA'.VAV.V.VAV.WAW.V.'.V.W.V.V s Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra: |: w • • VERKALYÐSFELOG og viðreisn • Áróðurínn. Allt frá þvf, er viðreisnin hófst fyrir tveim árum, hafa andstæðingar hennar, kommún- istar og framsóknarmenn, stimplað hana sem árás á lífs- kjör almennings, og hafi hag- ur allrar alþýðu þrengzt stómm við þessar aðgerðir. Á liðnu sumri tókst þeim með þessum áróðri að efna til verkfalla og kauphækkana, sem ekki var fjárhagslegur grund- völlur fyrir í atvinnulffi þjóðar- innar. Þegar þessar kauphækk- anir leiddu til gengisfellingar f ágústmánuði, var áróður and- stæðinganna gegn ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar enn hertur að mun. Var hamrað á því, að nú hefði f annað sinn verið vegið í hinn sama knérunn að ástæðu- lausu og lífskjörin rýrð, — allt f þágu hinna ríku í þjóðfélag- inu! • Tveggja ára reynsla. Fróðlegt er nú að virða fyrir sér, eftir tveggja ára reynslu af viðreisninni, hvern hljóm- grunn hún hefur fengið hjá verkamönnum og iðnstéttum. Hafa þessar stéttir fallizt á hinn taumlausa áróður stjórnarand- stæðingaj: og - fordæmt viðreisn- ina? • Stjómarkosningar í stéttarfélögum. Nú vill svo til, að síðan um áramót hafa farið fram stjórn- arkosningar f mörgum stéttar- félögum. Hafa þar yfirleitt ver- ið harðir bardagar milli tveggja fylkinga, annarsvegar lýðræðis- sinna, hinsvegar kommúnista með trúrri fylgd framsóknar- manna. Stjórnarandstæðingar hafa vafalaust gert sér glæstar von- ir um mikla sigra; nú mundi fólkið f þessum félögum fylkja sér undir merki þeirra og mót- mæla efnahagsaðgerðunum. Gunnar Thoroddsen. G Fylgishrun kommúnista. í ársbyrjun fór fram stjórnar- kosning í Sjómannafélagi Hafn- arfjarðar, sem kommúnistar stjórnuðu. Kommúnistum var steypt af stóli og lýðræðissinn- ar kjörnir í stjórn. í sveinafélagi pfpuagningar- manna höfðu kommúnistar ver- ið einir f stjórn árum saman. Nú sigruðu lýðræðissinnar með miklum atkvæðamun. í verkamannafélaginu Hlíf í Hafnarfirði hafa verið 2 — 3 kommúnistar í stjórn. Nú voru kommúnistar alveg þurrkaðir út úr stjórn Hlífar. 1 Verkamannafélaginu Dags- brún héldu kommúnistar stjórn artaumum. En 920 atkvæða meiri hluti þeirra yfir lýðræð- issinna hrapaði nú niður f 750 atkvæði. { vörubflstjórafélaginu Þrótti héldu kommúnistar völdum með naumindum. Þeir höfðu 26 atkvæði fram yfir lýðræðis- sinna f fyrra, en aðeins 7 at- kvæði nú. 1 Trésmiðafélagi Reykjavfkur lækkaði meiri hluti kommún- ista úr 42 atkvæðum niður f 16. 1 Iðju, félagi verksmiðjufólks, unnu lýðræðissinnar stórsigur. Þeir fengu 471 atkvæðis meiri hluta, á móti 225 atkvæða meiri hluta í fyrra. I Hinu íslenzka prentarafélagi fengu lýðræðissinnar nú 134 at- kvæði yfir kommúnista, en 85 í fyrra. Múrarafélagi Reykjavíkur héldu lýðræðissinnar með 40 atkvæða meiri hluta, móti 27 í fyrra. 9 Heildarsvipurinn. Heildarsvipur kosninganna er því alveg ljós og eindreginn. Hann er sá, að kommúnistar og fylgihnettir þeirra hafa tap- að fylgi í verkalýðsfélögunum í stærri stíl en dæmi eru til áður. Því fe.t, fjarri, að. launa-.. menn hafi fýst andúð eða ván- trausti á stjórnarstefnunnf, heldur þvert á móti. Stjórnar- andstæðingar og stefna þeirra hafa hlotið dóm fólksins með fylgishruni f verkalýðsfélögun- um. Fólkið hefur ekki fallizt á það, að hér séu móðuharð- indi af mannavöldum. Hrak- spárnar um, að viðreisnin stefndi til atvinnuleysis, hafa ekki rætzt, þvf að full atvinna hefur haldizt f landinu. Stjórnarflokkarnir geta því ótrauðir 'starfað áfram að framkvæmd stefnu sinnar um alhliða viðreisn efnahagslífsins, til þess að skapa grundvöll undir auknar framfarir og bætt Iffskjör í Iandinu. AV.V.W.V.V.V.V.W.V.V.V.V.VAVV.V.V.V.W.V.V.V.VAV.W.V.V.V.V.V.V.V.V, Ef ekkert hefði verið aðhafzt og miðað við óbreytt ástand, sagði ráðherrann, þá gæti byggingar- sjóður ekkert lánað, en greiðslu- halli hans næmi 50 milljónum, næstu 14 árin. Rekstrarhalli Rækt- unarsjóðs var 6 millj. kr. árið 1961 og árið 1970 mundi hann verða 16.5 millj. kr. Skuld Rækt- unarsjóðs f árslok nam 22.5 millj. kr. umfram eignir. Að óbreyttu ástandi hefðu skuldir sjóðsins orð- ið 156 millj. umfram eignir árið 1970. Ástæðan er vitanlega eink- um gengishallinn, sagði ráðherr- ann, en þótt hann yrði bættur upp, geta sjóðirnir samt ekki byggt sig upp. Með fyrirhuguðu skipulagi má gera ráð fyrir að stofnlánadeildin hafi árið 1962 31.7 millj. sem eig- ið fé, og þarf þvf að taka einhver Íán. En 1963 verður eigið fé deild- arinnar komið upp f 50 millj. 1964 verður það 56.5 millj., 1965 verður það orðið 61.6 millj., árið 1970 verður það 101.6 millj. og árið 1975 verður það 148.4 millj. Þetta ei miðað við óbreytt verð- lag, en hækki verðlagið, þá hækk- ar framlagið til deildarinnar einn- ig, þannig að lánsfjármáttur deild- arinnar ætti lítið að minnka, þótt verðlag hækkaði. Af þessu er ljóst, sagði ráð- herra, að stofnlánadeildin verður á skömmum tíma sterk stofnun. Er reiknað með að höfuðstóllinn verði orðinn 255 millj. árið 1970. Vegna þess að lánasjóðirnir hafa lánað með lægri vöxtum, en þeir hafa sjálfir þurft að greiða af lán- um sem þeir hafa tekið má gera ráð fyrir að vaxtatap þeirra, hefði að óbreyttu skipulagi orðið um 100 millj. krónur á næstu 15 árum. Þess vegna hafa verið teknir upp samningar við Framkvæmdabank- ann um lækkun vaxta á eldri lán- og einnig þeim lánum sem hér eftir verða tekin úr mótvirðissjóði. Aðalfundur múrura Aðalfundur Múrarameistara- félags Reykjavíkur var haldinn þriðjudaginn 27 .febrúar. — 1 stjóm voru kosnir: Guðmundur St. Gíslason, formaður, Jón Bergsteinsson, varaformaður, Þórður Þórðarson, ritari, Ólafur Þ. Pálsson, gjaldkeri, og Sig- urður Helgason, meðstjómandi. Fulltrúi félagsins til Vinnuveit- endasambandsin: Jón Berg- steinsson og fulltrúi á Iðnþing Magnús Árnason.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.