Tölvumál - 01.09.1986, Page 7

Tölvumál - 01.09.1986, Page 7
Kynning á tölvunámi l.júnf s.l. Það var 1. júní s.l. að fólki gafst kostur á að kynna sér flest af því sem í boði er af tölvukennslu á höfuðborgarsvæðinu. Skýrslutæknifélagið gekkst fyrir kynningunni og var hún haldin i Verzlunarskólanum. Ekki var annað að sjá en að þetta væri kærkomið tækifæri fyrir marga, þvi stöðugur straumur gesta var á kynninguna allan daginn. Alls komu rúmlega 600 manns og voru þeir á öllum aldri. Yfir 20 aðilar tóku þátt i kynningunni. Þarna voru fulltrúar frá Fjölbrautarskólanum i Breiðholti, Háskóla íslands, Iðnskólanum í Reykjavík, Kennara- háskólanum, Menntaskólunum i Kópavogi og Reykjavik, Tækniskóla íslands, Iðntæknistofnun íslands, Stjórn- unarfélagi íslands, Tölvu- og verkfræðiþjónustunni, Tölvufræðslunni, Tölvuskóla Gisla J. Johnsen, Tölvu- skólanum Framsyn, og frá IBM á íslandi. Þá kynnti Bjarni Júliusson tölvunám i Florida State University, Einar Þórðarson og Hrönn Þormóðsdóttir nám í EDB skólanum i Odense, Hjálmtyr Hafsteinsson, tölvunám í Cornell háskólanum i N.Y. og Hólmfriður Pálsdóttir, tölvunám i University of London. Formaður undirbúningsnefndar Bergur Jónsson, tölvufræðingur opnaði kynninguna og sagði m.a. "Fyrir nokkru vaknaði sú hugmynd hjá Skyrslutæknifélagi íslands, hvort ekki væri þörf fyrir kynningu á þvi tölvunámi, sem okkur stendur til boða. Hugmyndin var mótuð og ákveðið að bjóða þátttöku öllum þeim, sem hefðu einhvers konar tölvunám á sinni dagskrá. Ástæður fyrir þvi að við teljum slíka kynningu eiga erindi til fólks eru margar. Ein er sú að á siðustu árum hefur hafist þróun i tölvuvæðingu landsins, sem likja má við byltingu. Börn fá tölvur i fermingargjöf, fólk notar þær til gamans, fyrirtæki og stofnanir af öllum stærðum og gerðum tölvuvæðast. Þessi tækni kemur æ oftar inn i daglegt líf okkar. Þrátt fyrir mjög mikla verðlækkun á tölvubúnaði er þetta dýr búnaður. Hann er einnig flókinn. En það þarf ekki aðeins að læra á vélarnar. Það þarf einnig að læra að nyta þennan tæknibúnað á réttan hátt. Annars eiga menn á hættu að hann verði einungis kostnaðarauki fyrir fyrirtæki og einstaklinga. 7

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.