Tölvumál - 01.09.1986, Síða 12

Tölvumál - 01.09.1986, Síða 12
Frá Félagi tölvunarfræðinema við Háskóla íslands: TÖLVUR OG ÞJÓÐLÍF TÖLVUR OG ÞJÓÐLÍF er tölvusýning, sexn tölvunarfræði- nemar við Háskóla íslands halda dagana 8. - 12. október næstkomandi. Það er orðinn fastur liður hjá tölvunarfræðinemum að halda sýningar af þessu tagi. Þó má segja að i þetta skiptið verði um einstaklega glæsilega sýningu að ræða, sem ætti að gefa fyrirtækjum, fjölskyldum og einstakligum kjörið tækifæri til að sjá og kynnast þvi nyjasta sem er að gerast á sviði tölvutækni. synendur verða fleiri en nokkru sinni áður eða á milli 40 og 50 og verður hið glæsilega Borgarleikhús i Reykjavik syningarstaður að þessu sinni. Fyrir- tækin sem sýna, starfa allt frá sölu mikilvirkra tölva til sérhæfðra sviða innan tölvutækni Póls o.fl. Eins og áður var getið á sýningin TÖLVIJR OG ÞJÓÐLÍF að veita innsyn í það nýjasta sem er að gerast í tölvutækni i dag. Fyrirtækjum gefst kostur á að bera saman þær lausnir sem bjóðast við tölvuvæðingu fyrirtækis, bæði á sviði vél- og hugbúnaðar. Er syningin þvi kjörinn vetvangur til slíkra hluta. Allir hafa heyrt talað um að við lifum á uppiysingaöld og þjóðfélag nútimans sé þjóðfélag uppiysinga. Það er þvi vel við hæfi að sem flestir kynni sér það sem er að gerast í tölvutækni í dag. Tölvur eru í æ ríkari mæli að ryðja sér til rúms sem verkfæri einstaklingsins, bæði sem atvinnutæki, námstæki og einnig til skemmtunar og fróðleiks. TÖLVUR OG ÞJÓÐLÍF er þvi syning sem ætti að veita einstaklingum, sem og fjölskyldum, uppiysingar sem koma mættu að gagni í hugsanlegum tölvukaupum. í tengslum við TÖLVUR OG ÞJÓÐLÍF verður haldin ráðstefna, þann 8. október að Hótel örk i Hvera- gerði, undir heitinu FRAMTÍÐARÞRÓUN í TÖLVUTÆKNI. Þangað hefur verið boðið þekktum erlendum fyrirlesurum. Fundarstjóri verður Páll Jensson, forstöðumaður Reiknistofnunar Háskólans. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt i ráðstefnunni er bent á að tilkynna þátttöku í sima 12602. 12

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.