Tölvumál - 01.09.1986, Page 20
TVEIR FRÁ SHANGHAI
Einn af þekktustu tölvumönnum í heiminum er An Wang.
Wang stofnaði Wang Laboratories á sjöunda áratugnum.
Fyrirtækið er nú i hópi tiu stærstu tölvufyrirtækja i
Bandaríkjunum. Wang Labratories velta 2,6 miljörðum
dollara á ári. Markaðsverð fyrirtækisins er talið
vera álika hátt. Fjölskylda Wangs ræður 70% af öllu
hlutafé fyrirtækisins. Hann er sjálfur talinn vera í
hópi 10 auðugustu manna í Bandarikjunum. Saga An
Wangs er draumasaga hins fátæka innflytjanda til
Bandarikjanna, sem kemst i fremstu röð af eigin
verðleikum.
Hann fæddist í Kina 1920. Fyrstu rafeindatæki sin
framleiddi hann fyrir kinverska herinn þegar
föðurland hans var hersetið af Japönum. í lok siðari
heimstyrjaldarinnar fluttist hann frá Shanghai til
Bandarikjanna. 3. júli siðastliðinn var An Wang i
hópi 12 innflytenda, sem þykja hafa skarað fram úr á
einhverju sviði og Reagen forseti heiðraði. Þar var
hann í félagsskap Bob Hope og Henry Kissinger.
í vor sameinuðust stórfyrirtækin Sperry Corp. og
Burroughs Corp. Saman mynda þau næst stærsta
tölvufyrirtæki i heimi. Við sameininguna hafði
Burroughs yfirhöndina. Stjórnarformaður þess er nú
valdamesti maður hins sameinaða fyrirtækis. W.
Michael Blumenthal er ekki gamall i hettunni sem
"tölvumaður". Hann tók við stjórnartaumunum hjá
Burroughs 1980. Þá var hann þegar orðinn mjög kunnur
athafnamaður, sem stjórnarformaður Bendix Corp. Ekki
var hann siður þekktur af setu i stjórn Jimmy
Carters. Þar gegndi hann embætti fjármálaráðherra
1977 - 1979.
Blumenthal er af þýsku bergi brotinn. Foreldrar hans
flýðu undan nasistum 1939 þegar Michael var 13 ára.
Þau settust að i Shanghai. Þar vann drengurinn meðal
annars fyrir sér með þvi að þrifa rannsóknartæki á
tilraunastofu fyrir einn dollara á viku. Til
Bandarikjanna flutti hann 1947 með 60 dollara i
vasanum og fátæklega kunnáttu í enskri tungu. -si.
20