Tölvumál - 01.12.1986, Blaðsíða 9

Tölvumál - 01.12.1986, Blaðsíða 9
SKÝRSLUTÆKNIFÉLAG ÍSLANDS VERÐUR AÐILI AÐ INTERNATIONAL FEDERATION FOR INFORMATION PROCESSING International Federation for Information Processing (IFIP) samtökin voru stofnuð 1960 i framhaldi af fyrstu alþjóðlegu ráðstefnunni um gagnavinnslu en hún var haldin i Paris 1959 fyrir tilstuðlan UNESCO. Markmið IFIP er: að örva alþjóðlegt samstarf á sviði uppiysingatækni að glæða rannsóknir, þróun og nytingu uppiysingatækni í vísindum og mannlegu starfi - að auka útbreiðslu og uppiysingaskipti um uppiysingatækni að efla menntun á sviði upplýsingatækni Aðild að IFIP er á félagagrundvelli og getur aðeins eitt félag frá hverju landi verið aðili. 57 lönd eiga aðild að IFIP. Aðalstöðvar þess eru i Sviss. IFIP á fjögur systursamtök sem það hefur mikla samvinnu við og myndar með þeim Five International Associations Co-ordinating Committee (FIACC). Þessi systursamtök eru: (IFAC), International Federation of Operational Research (IFORS), (IMACS) og Inter- national Measurement Confederation (IMEKO). Þá hefur IFIP samstarf við Intergovernmental Bureau for Informatics (IBI) og International Telegraph and Telephone Consultative Committee (CCITT). Vegna fjölbreyttra viðfangsefna sem samtökin hafa á dagskrá sinni, en þau ná eins og fram kemur hér á eftir til allra sviða uppiysingatækninnar, var Skyrslutæknifélag íslands rétti aðilinn hérlendis til að sækja um aðild að IFIP, þar sem innan þess félags eru stofnanir og einstaklingar sem nyta uppiysingatæknina á mismunandi sviðum. 7

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.