Tölvumál - 01.12.1986, Page 15

Tölvumál - 01.12.1986, Page 15
BABÚSKUVANDAMÁLIÐ EÐA ÍSLENSKA LEIÐIN Margir eru farnir aö efast um að tölvuvæðing undanfarinna áratuga hafi skilað árangri i samræmi við tilkostnað. Menn hafa mikið velt þvi fyrir sér hvað skilji á milli þeirra fyrirtækja sem ná fram markmiðum sinum með tölvuvæðingu og hinna, sem ekki farnast vel. Hin árangursriku fyrirtæki virðast flest breyta starfsháttum sínum umtalsvert frá þvi sem var fyrir tölvuvæðingu. Þau gefa sér einnig góðan tima til að ná fram árangri með nýrri tækni. í þessari grein er ætlunin að staldra aðeins við aðferðafræðina sjálfa eða þær leiðir, sem menn velja. Aðferðafræði sú sem notuð er við innfærslu tölvukerfis skiptir afar miklu máli. Sama máli gegnir um það með hvaða hugarfari forráðamenn fyrirtækja ganga að endurskipulagningu verkefna með sjálfvirkni og tölvuvæðingu i huga. Svo er að sjá sem þær aðferðir sem gefast best erlendis við tölvuvæðingu séu allólikar þeim leiðum, sem okkur íslendingum lætur best að fara. 13

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.