Tölvumál - 01.12.1986, Blaðsíða 22

Tölvumál - 01.12.1986, Blaðsíða 22
Fyrirtæki i Suður Kóreu hafa mun skemxnri reynslu af tölvuframleiðslu. Þau hafa á hinn bóginn mikla reynslu af framleiðslu rafeindatækja og eiga stórar verksmiðjur með mikla framleiðslugetu. Þau hafa ekki framleitt tölvubúnað nema örfá ár. Samkeppni Asíuríkja Veruleg samkeppni er á milli Asiurikjanna á tölvumarkaðinum. Þó að Formósu og Suður Kóreu vegni best og Japan hafi vegnað ver upp á siðkastið, rikir nú hörð samkeppni á milli fyrirtækja i þessum heimshluta. Ekki síst keppa tölvuframleiðendur í Kóreu og Formósu á markaði fyrir einmenningstölvur sem likjast IBM PC. Fyrir tveimur árum seldu Formósubúar einmennings- tölvur fyrir þrefalt hærri upphæð en Suður Kórea. Kóreumenn hafa hins vegar sótt mjög að keppinautum sinum undanfarin ár og orðið vel ágengt. Nú er reiknað með að þeir hafi náð Formósu á þessu sviði eða jafnvel farið fram úr þeim. Þó að tölvufyrirtæki á Formósu hafi mun meiri tækniþekkingu og reynslu en keppinautar þeirra i Kóreu hamlar það þeim hversu smá þau eru. Þá njóta þau óverulegs stuðnings yfirvalda. í Suður Kóreu eru það einkum risafyrirtækin Daewoo og Hyundai, sem framleiða tölvur. Stærð þeirra gerir þeim kleift að selja tæki sin með lágmarkshagnaði eða jafnvel tapi á meðan þau eru að vinna sér markaðshlutdeild. Talið er að áform Kóreumanna séu einföld. Þeir leggi alla áherslu á að vinna sér nafn á Bandarikjamarkaði. í þeim tilgangi eru þeir reiðubúnir að fórna miklum hluta af ágóða sínum. Ýmis timarit telja að söluverð Kóreumanna sé það lágt að þeir hafi tæpast upp i framleiðslukostnað tækjanna. Á næsta ári áforma þau á hinn bóginn að koma með dýrari gerðir af tölvum, sem skila þeim meiri hagnaði. Fullvist er talið að tölva, sem keppa á við IBM PC/AT sé þar á meðal. 20

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.