Tölvumál - 01.02.1987, Blaðsíða 6
Ritari
Stefán Ingólfsson, verkfræðingur
Skjalavörður Hjörtur Hjartar, rekstrarhagfr.
Félag isl. iðnrekenda
Meðstjórnandi Halldór Kristjánsson, verkfr.
Tölvu- og verkfr.þjónustan sf.
Varamenn i
stj órn
Þorgeir Pálsson, dósent og
Anna Kristjánsdóttir, lektor.
Endurskoð-
endur
Gunnlaugur Björnson, deildarstjóri,
Jakob Sigurðsson, forstöðumaður.
Félagsgjöld fyrir árið 1987 voru samþykkt kr.
4.200 fyrir fyrsta mann frá fyrirtæki eða
stofnun, kr. 2.100 fyrir annan mann og kr. 1.050
fyrir hvern mann umfram tvo. Félagar á eiginn
vegum greiða kr. 2.100. Er þetta um 30% hækkun
frá síðasta ári.
Undir liðnum "önnur mál" kvaddi Lilja ólafsdóttir
sér hljóðs og þakkaði fráfarandi stjórnarmönnum,
Sigurjóni Péturssyni og Bergi Jónssyni fyrir
sérstaklega gott samstarf i stjórn Skýrslu-
tæknifélagsins og bauð nýja menn velkomna.
Hjörtur Hjartar tók einnig til máls og tók tók
undir orð Lilju. Eins vildi hann benda á, að
ISDATA ráðstefnan s.l. sumar, væri verðugt
umhugsunaratriði fyrir félagsmenn. Farið hefði
verið út á nýjar brautir við val á gestum. Huga
þyrfti að undirbúningi nýrrar ráðstefnu, sem gæti
orðið sumarið 1988.
Halldór Kristjansson þakkaði það traust sem sér
væri sýnt að vera kosinn i stjórn félagsins.
Fleira var ekki á dagskrá og var aðafundi slitið
kl. 16.45. -kþ.
6