Tölvumál - 01.02.1987, Blaðsíða 4

Tölvumál - 01.02.1987, Blaðsíða 4
FORDÆMI - FRUMKVÆÐI Fyrir síðustu jól kom á markaðinn bók, sem fjallaði um þann þjóðkunna mann Torfa i ólafsdal og búnaðarskóla hans. Bókin var rituð af öldruðum Breiðfirðingi. Höfundurinn Játvarður Jökull Júliusson er mikið fatlaður. Hann hefur skráð verkið á ritvinnslutölvu með staut sem hann heldur i munninum. Þessi aldraði bóndi sem er lamaður upp að hálsi hefur á aðdáunarlegan hátt náð tökum á tölvutækninni og nýtt sér hana til þess að geta stundað ritstörf. Nýlega mátti lesa i blöðunum að íslendingur hafi samið nýtt forritunarmál. Snorri Agnarsson flutti á siðasta ári erindi á félagsfundi Skýrslutæknifélagsins um einingaforritun. Nú hefur hann lokið við að semja þýðara fyrir einingaforritun. Forritunarmálið er islensk framleiðsla. Auk þess að málið er samið hér á landi er það á okkar tungumáli. Þessir tveir menn eru að flestu leiti ólikir. Engu að siður eru verk þeirra dæmi um það að tölvutæknin er að verða óaðskiljanlegur þáttur af okkar menningu. Báðir hafa þeir lagt mikið til máls. Annar hefur samið fyrsta islenska forritunarmálið. Hinn hefur sýnt einstakt fordæmi i notkun tölvutækninnnar. Þessir tveir menn eiga skilið viðurkenningu fyrir verk sin. Þvi miður er skilningur ráðamanna afar bágborinn á þýðingu þess að tölvutæknin verði aðlöguð okkar menningu og daglega lifi. Eins og áður hefur verið bent á ættu forsvarsmenn menntamála að leggja sitt af mörkum til að hvetja til frekara frumkvæðis í þvi að gera þessa nýju tækni að óaðskiljanlegum þætti islenskrar menn- ingar. Þvi miður virðist einhver bið ætla að verða á þvi að þeir vakni til meðvitundar um mikilvægi þessa máls. Af þeim sökum er framtak manna eins og Snorra og Játvarðar Jökuls og annarra sem lagt hafa sitt af mörkum afar lofsvert. Stefán Ingólfsson 4

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.