Tölvumál - 01.02.1987, Qupperneq 19

Tölvumál - 01.02.1987, Qupperneq 19
Skýrslutæknifélagið gerðist aukameðlimur i IFIP - International Federation for Information Processing. Samtök þessi voru stofnuð 1960. Markmið þeirra er: - Að örva alþjóðlegt samstarf á sviði upplýsinga- tækni - Að glæða rannsóknir, þróun og nýtingu upplýs- ingatækni í visindum og mannlegu samstarfi. - Að auka útbreiðslu og upplýsingaskipti um upp- lýsingatækni, og ... - að efla menntun á sviði upplýsingatækni. 57 lönd eiga aðild að IFIP. Samtök þessi eru geysilega fjölmenn og viðamikil og er á þeirra vegum haldinn urmull af ráðstefnum og fundum á ári hverju. Anna Kristjánsdóttir er fulltrúi Skýrslutæknifélagsins hjá IFIP og hefur sótt fundi i þvi sambandi. Á stefnuskrá stjórnar félagsins hefur verið að stofna deildir eða hópa innan vébanda félagsins á þröngum áhugasviðum. Upplýsingatæknisviðið er nú orðið það viðamikið að ástæða er til að skapa sérstökum sviðum innan heildarsviðsins ákveðinn ramma. í þessu sambandi hafa komið upp hugmyndir um t.d. 4300 hóp, PC hóp, HP hóp, o.s.frv. Sumir af þessum hópum hafa nú verið myndaðir en aðrir eru í mótun. Er það von okkar að hér myndist möguleiki fyrir menn að hittast og skiptast á skoðunum og upplýsinum i litlum hópum sem eiga sameiginlegt áhugasvið. Eins og fram hefur komið i TÖLVUMÁLUM hefur stofnun sérstaks fagráðs innan Skýrslutækni- félagsins verið til umræðu i stjórn félagsins. Kosin hefur verið nefnd innan stjórnarinnar til undirbúnings að stofnun ráðsins. ársins var skipuð ný ritnefnd fyrir Stefán íngólfsson er formaður rit- í upphafi ársins var unnin mikil og stefnumótunarvinna hvað varðar Má segja að TÖLVUMÁLUM hafi verið lyft upp á æðra plan. Blaðið kemur nú út reglulegar en áður, hefur fastan útgáfudag. Uppsetningu þess og útliti verið breytt. Blaðið er látið standa í upphafi TÖLVUMÁL. nefndar. skipulags útgáfuna. 19

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.