Tölvumál - 01.02.1987, Blaðsíða 18

Tölvumál - 01.02.1987, Blaðsíða 18
svo fyrirhugað að endurtaka kynningu á tölvunámi og að halda þá ráðstefnu eða fund um tölvukennslu i skólum i tengslum við kynninguna. Á árinu voru veitt eins og hingað til verðlaun til nemenda i framhaldsskólum og Háskóla íslands sem skarað höfðu fram úr við nám í tölvufræði. Orðanefndin starfaði á vegum félagsins á árinu og bar starf hennar rikulegan ávöxt með endurútgáfu Tölvuorðasafnsins. Þessi útgáfa er mjög mikið aukin og endurbætt og er i þvi að finna orð- skýringar á 2600 heitum. Sigrún Helgadóttir er formaður orðanefndarinnar hefur unnið griðalegt starf við Tölvuorðasafnið og verður henni seint þakkað fyrir það. Án hennar starfs ættum við ekki Tölvuorðasafn. Samstarf hefur verið með íslenskri málnefnd vegna safnsins. Stór hluti kosnaðar var fjármagnaður með styrkjum. Leitað var til aðila eins og innflytjenda, seljenda, notenda o.fl. Alls staðar var málaleitan okkar tekið mjög vel og myndarlega og vil ég nota tækifærið til að þakka öllum þeim sem styrktu útgáfuna en þeirra er getið i formála Tölvu- orðasafnsins. Við erum íslendingar og málið sem við tölum, islenskan, er hluti af okkar sjálf- stæði og menningararfleyfð. Með þvi að rækta málið og búa til islensk orð yfir hugtök á tölvusviðinu höldum við reisn okkar i samfélagi þj óðanna. Hin árlega NordDATA ráðstefna var haldin i Stokkhólmi i júni. Skýrslutæknifélagið efndi til hópferðar á ráðstefnuna og fóru um 30 manns héðan. 3 islenskir fyrirlesarar héldu fyrirlestra og fékk fyrirlestur Dr. Jörgen Pind, deildar- stjóra Orðabókar Háskólans verðlaun. Fyrirlest- urinn fjallaði um Orðabókargerð á tölvuöld. Eins og áður er getið er Skýrslutæknifélagið meðlimur i NDU, samtökum skýrslutæknifélaga á Norðurlöndum. Lilja ólafsdóttir hefur sótt ársfjórðungslega vinnuhópsfundi NDU og kunnum við henni bestu þakkir fyrir hennar framlag vegna hins norræna sambands. 18

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.