Tölvumál - 01.02.1987, Blaðsíða 8

Tölvumál - 01.02.1987, Blaðsíða 8
Niðurstaða Stefáns var aö tölvuvæðing i opinbera kerfinu væri fyrst og fremst fyrir "stóra bróður" en "litli maðurinn" fengi litlu um ráðið. 1 umræðum á eftir erindinu komu mjög eindregið fram þær skgðanir að leggja bæri stóraukna áherslu á að auka upplýsingastreymi til almenn- ings. Jafnframt kom skýrt fram að gæta bæri persónuverndar og hleypa ekki óviðkomandi aðilum i viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga. Hjörtur Hjartar vakti athýgli á þvi að hið opinbera vantaði stefnumörkun um samræmda upplýsingamiðlun og einnig væri innri stefnu- mörkun einstakra stofnana ábótavant. Lilja ólafsdóttir taldi að Fasteignamat rikisins hefði ekki verið dæmigerð rikisstofnun hvað upplýs- ingamiðlun varðaði. Mætti frekar lita á starf þesss sem velheppnaða tilraun en dæmi um hefðbundinn opinberan rekstur. Páll Jensson spurði Stefán um kostnað við upplýsingamiðlunina og hvernig ákveðið hefði verið hvaða upplýsingar skyldi teljast birta. Fram kom að engar kannanir hafa verið gerðar á þvi hvernig opinbera kerfið gæti gert upplýsingar sinar aðgengilegar. Af þeim sökum liggi ekki heldur fyrir áætlun um kostnað. Fráfarandi formaður Skýrslutæknifélags íslands, Sigurjón Pétursson sleit fundinum. Hann þakkaði Stefáni fyrir erindið og lét þess getið að hann hefði átt von á hvassari ádeilu á afskipti stjórnmálamanna. Stefán hefði orðið að hætta störfum hjá Fasteignamatinu vegna afskipta stjórnmálamanna og hefði málið vakið talsverða athygli. Þá gat Sigurjón þess að fundurinn væri dæmi um það að upplýsingatæknin teygði anga sina inn á flest svið þjóðfélagsins. Fyrir örfáum árum hefði tæplega þótt við hæfi að fjallað væri um hiðstæð mál á almennum félagsfundi. Til þess hefði það sennilega þótt of "pólitiskt". Nú væru hins vegar nýir timar og þætti mönnum sjálfsagt að fjalla um allar hliðar á upplýsingatækninni. 8

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.