Tölvumál - 01.02.1987, Síða 20

Tölvumál - 01.02.1987, Síða 20
undir sér með auglýsingum o.s.frv. Einnig var dreifing blaðsins aukin þannig að nú er blaðið sent t.d Alþingismönnum, borgarfulltrúum og fréttamönnum. Blaðsiðnafjöldi er kominn á 3. hundrað svo sjá má að mikið starf og gott hefur verið unnið af Stefáni og hans fólki og kann ég þeim hinar bestu þakkir. Á árinu annaðist Kolbrún Þórhallsdóttir daglegan rekstur félagsins, i hálfu starfi, af miklum dugnaði og myndarskap eins og undanfarin ár. Mikil vinna liggur að baki alls þess starfs sem hér að ofan er getið og hefur þá ekki verið tiundað ýmsir hlutir eins og fjárreiður, inn- heimtur, sem aldrei hafa verið i eins góðu standi sem nú, og ótal markt annað sem fylgir almennu skrifstofuhaldi. Skrifstofuaðstöðu hefur Sjóvátryggingarfélag íslands hf. látið félaginu i té að kostnaðarlausu eins og undanfarin ár. Ég hef nú verið formaður félagsins i 4 ár eða tvö kjörtimabil og i stjórn félagsin frá 1978. Þessi ár hafa verið viðburðarrík og lærdómsrik. í gegn um setu i stjórn félagsins og við að vinna að ýmsum verkefnum á vegum þess hef ég öðlast mikla þekkingu á sviði tölvutækninnar. En annað verðmætara hef ég eignast i þessu starfi. Ég hef eignast vini og kunningja svo tugum ef ekki hundruðum skiptir ekki aðeins hér á landi heldur einnig erlendis. Þessi verðmæti ganga ekki úr sér eins og tölvutæknin. Ég hef beðist undan endurkosningu i stjórnina nú á þessum fundi. Ég vil þvi nota tækifærið til að þakka öllum fyrir hið mikla og góða samstarf sem ég hef átt við þá og þá velvild sem ég hef alls staðar mætt. Sérstaklega vil ég þakka framkvæmdastjóra félagsins Kolbrúnu Þórhalls- dóttur fyrir samstarfið. Þar hefur aldrei fallið skuggi á. Þakka þér fyrir Kolbrún. Að lokum þakka ég gott hljóð. 20

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.