Tölvumál - 01.02.1987, Blaðsíða 16

Tölvumál - 01.02.1987, Blaðsíða 16
ÁRSSKÝRSLA SKÝRSLUTÆKNIFÉLAGSINS Flutt af Sigurjóni Péturssyni á aðalfundi félagsins 29. jan. 1987. Kæru félagar. Starf Skýrslutæknifélagsins var með miklum blóma á síðastliðnu starfsári. Haldnir voru 6 félags- fundir, þar sem fram komu 10 fyrirlesarar. Á þessum fundum voru fluttir fyrirlestrar um: Einingaforritun Áhrif skjávinnu á heilsufar Tölvutal Tölvukerfi fyrir framleiðslu & birgðaáætlanir Tölvuvæðingu fyrirtækja Sjálfvirkni og upplýsingakerfi á skrifstofum Breytingar á þjóðskrá og Orðabókargerð á tölvuöld. Fjöldi fundarmanna var að jafnaði 50 manns. Á árinu voru haldnar tvær ráðstefnur. Sú fyrri var haldin i ágúst og markaði að ýmsu leiti þáttaskil i starfsemi Skýrslutæknifélagsins. Ráðstefna þessi var haldin i samstarfi við Nordisk Data Union sem eru samtök skýrslu- tæknifélaga á Norðurlöndum. ísland varð auka- meðlimur i samtökunum fyrir nokkrum árum siðan en 1985 varð félagið fullgildur meðlimur i sam- tökunum. Á þvi ári var ákveðið að Skýrslutækni- félagið héldi ráðstefnu i samvinnu við NDU sem myndi höfða til manna á öllu Norðurlöndunum. Ráðstefnu þessari var valið nafnið ÍSDATA. í tengslum við ráðstefnuna komu til íslands á þriðja hundrað manns. Mikil undirbúningsvinna var leyst af hendi undir forystu Hjartar Hjartar og tókst öll framkvæmd ráðstefnunar mjög vel. 12 fyrirlesarar frá ýmsum þjóðlöndum fluttu fyrir- lestra. Mjög myndarlegur auglýsingabæklingur var prentaður i 15.000 eintökum og var honum dreift um Norðurlönd. Ráðstefnugestir voru mjög ánægðir. 16

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.