Vísir - 02.04.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 02.04.1962, Blaðsíða 7
Ménudagurinn 2. apríl 1962 V'SIR 7 Hinn banvæni sígarettureykur J^Jenn standa nú augliti til auglitis við þá alvarlegu* staðreynd að útbreiddasta nautnalyf í heiminum, sígarett- an er í rauninni einn hinn mesti meinvaldur. Það var rakið fyrir nokkru í grein hér í blaðinu, hvemig gífurleg aukning lungnakrabb- ans hefði siglt í kjðlfar síga- rettureykinganna. í fyrstu var mönnum það hulin ráðgáta hversvegna sjúkdómurinn fór skyndilega að aukast verulega á fyrri hluta þessarar aldar og þó sérstaklega upp úr 1930. — Varð aukning sjúkdómsins t.d. 40 föld f Englandi á um það bil 30 árum. En svo er nú komið að mörg hundruð þúsund manns um allan heim deyja úr sjúk- dómnum á hverju ári. Þessi óvissa um orsakir sjúk dómsins stóð þó ekki lengi. Or sakasambandið er svo Ijóst, að það gat ekki lengi misskilist, Skurðlæknar fóru að taka eftir þvi að megnið af þeim mönnum sem sýktust af lungnakrabba voru reykingamenn. Sfðan hóf- ust athuganir á reykingavenj- um manna og sambandi reyking anna við sjúkdóminn og benda þær allar ótvírætt í sömu átt, að það séu sígaretturnar, sem beinlínis valda sjúkdómnum. — Þetta er hinn hræðilegi sann- leikur, sem nú blasir við. Eftir að þetta varð ljóst tóku vísindamenn að einbeita sér að athugunum á því, hvaða efni í reyknum yllu sjúkdómnum og hvernig það gerðist. Hefur feikilegá miklum kostnaði og fyrirhöfn verið eytt f rannsókn ir á tóbaksreyknum og er enn stöðugt unnið að þessu i mörg- um stærstu vísindastofnunum heimsins. Þrátt fyrir það hefur enn eng in endanleg skýring fengizt á þvi, hvað það er í reyknum sem veldur sjúkdómnum. J kennslubókum í eðlisfræði í miðskólunum er frá því greint að bruni sé einfaldlega samruni kolefnis og súrefnis. En málið er ekki svo einfalt. Þegar um er að ræða bruna líf- rænna efna eins og tóbaks og sígarettubréfs myndast ákaflega margbrotin lífræn efnasambönd. Skipta ótal atriði þar máli og hafa sín áhrif á efnamyndunina. Efnasamsetning verður t.d. önnur eftir því hvort efnið brennur hratt eða hægt, við há- an eða lágan hita, hvort nóg súrefni er fyrir hendi, hvort tó- bakið er rakt eða þurrt. Efna- samsetning reyksins verður t.d. • • Onnur grein ólik eftir því hvort hann kem- ur fremst úr sígarettu eða úr síðasta stubbinum. í tóbaki eins og öðrum gróðri er talsvert af steinefnum og málmum. Sumt af þeim verður eftir í öskunni, annað fer með reyknum svo sem það efni, er skiptir reykingamanninn mestu máli, nikotinið. Tóbak er mjög misjafnt að gæðum og bragði eins og allir reykingamenn þekkja. Sumt er bragðsterkt, annað milt. Tó- honum taki miklum breyting- um. Það eru tiltölulega fá ár síð an aðferðir voru fundnar upp til nákvæmari efnagreiningar á reyk og hafa þær nú komið í góðar þarfir. Hafa vísinda- menn nú fundið um 100 mis- munandi efnasamsetningar í tó baksreyknum, en eiga eftir að finna miklu fleiri. Þegar efnafræðingar gera at- huganir á sígarettureyknum reyna þeir að skapa eins líkar aðstæður eins og þegar maður krabbameinsvaldur, en sama gildir um ýmis önnur efni, sem látin eru liggja lengi við húð- ina. Þetta gildir að sjálfsögðu einnig um tjöru frá tóbaki en rannsóknir hafa þó ekki sýnt, að hún sé á neinn hátt skæð- ari en önnur tjara. Það er t. d. athyglisvert, að sígarettureyk- urinn veldur ekki krabbameini á fingrum, þó að þeir verði gulir af tóbaksreyk. Vísindamenn hafa tekið tób- Hér sést ein af reykingavélunum í enskri vísindastofnun. Þar er sígarettan reykt sem líkast því er maðurinn reykir hana. Reykurinn er því næst leiddur eftir pípum og þéttaður til efnarannsókna. baksafbrigðin eru óteljandi. — Menn þekkja t.d. muninn á tyrk neska tóbakinu og Virgina tó- bakinu og enn kemur svarta tóbakið. í það er ennfremur blandað margskyns efnum til að breyta bragði þess og lykt. j^ú er ekki nóg með það, að tóbaksreykurinn sé marg- föld efnasamsetning, heldur er ástand hans þannig, að mjög erfitt er að framkvæma efna- greiningu á honum. Hann er loft tegund og ef litið er á hann í smásjá sést að hann er samsett ur af aragrúa af örsmáum fitu- bólum, sem svífa um loftið. Áð ur en hægt er að efnagreina hann verður að þétta hann með einhverju móti, en þá er líka hætt við að efnasamsetningar í er að reykja. Gerðar hafa verið margar tegundir af svokölluð- um reykingavélum, þar sem sígarettan reykist með sama hraða og venjulegt er hjá reyk ingamönnum. Síðan er reykur- inn leiddur gegnum leiðslur og síur og látinn þéttast. Myndast þá dökkbrúnn eða gulleitur lög ur, sem efnagreiningarnar eru framkvæmdar á . ^thygli manna hefur fljótlega beinst að kolvetnissam- böndunum eða tjörunni sem er í reyknum. Það er vitað af löng úm tilraunum á dýrum, að tjara getur framkallað krabbamein. Ef tjara er lengi látin liggja við húð tilraunakanínu myndast á henni illkynjaður vöxtur. Það er þannig sannað að tjara er um samband reykinga og lungnakrabba byggð á dönsku læknaskýrzlunni akstjöru og smurt henni á til- raunamýs. í sumum tilfellum kom ekki fram krabbamein en í öðrum kom það fram. Þeir eru sammála um það að sígar- ettutjara er veikari krabbameins valdur á húð en margar aðrar tjörutegundir. Þá hafa líka verið gerðar til- raunir með að láta tilraunadýr anda að sér tóbaksreyk. Að- staðan verður að vísu aldrei sú sama og hjá reykingamanni. — Það er ekki hægt að kenna til- raunadýrunum að reykja. En þau hafa hins vegar verið látin lifa lengri tíma í hylkjum með tóbaksreyk. — Þessar tilraunir hafa enn engan árangur borið, og er ekki vitað til að krabba- mein hafi myndazt með þessum hætti í lungum tilraunadýra. þannig standa rannsóknirnar núna, að engin endanleg eða óyggjandi skýring er til á því, hvaða efni í sígarettureykn- um eru krabbameinsvaldurinn Grunurinn beinist að tjörunni, en það hefur ekki tekizt með tilraunum að framkalla krabba- mein í lungum með henni. Hér eru líka margs konar erfiðleik- ar á, fyrst og fremst þeir, að aðdragandi sjúkdómsins er mjög langur. Svo virðist sem lungna- krabbi komi í fæstum tilfellum fram fyrr en 20—30 árum eftir að menn hófu reykingar. Eftir þessum langa aðdraganda er erf itt að líkja í tilraununum. Það eitt segir og lítið, að það sé tjaran, sem er krabbameins- valdur. Hún er aftur mjög flók- in og margbreytileg að efna- samsetningu. í henni hafa menn m. a. fundið eitt efnisafbrigði, sem kallast 3:4 benzpyrene, en það efni er talið allsterkur krabbameinsvaldur. Og í sam- bandi við það hefur verið gerð mjög athyglisverð uppgötvun. Það myndast meira af 3:4 benz- pyrene í tóbaksreyknum, ef tób- akið brennúr við fremur háan hita. Það getur hugsazt ,að þarna sé fundin skýringin á því hvers vegna sígarettur eru miklu hættulegri en vindlar eða pípur. Það er einmitt staðreynd að sígarettur brenna við hærri hita en vindlar og pípa og því myndast miklu meira af þessu varasama efni en ella. Jjað eru margar spurningar sem úr þarf að leysa áður en nokkur niðurstaða fæst. — Hver er t. d. ástæðan fyrir því að sígarettureykurinn veldur sérstaklega krabbameini í lung- um, en ekki í hálsi eða munni, þó að hann leiki jafnt um það. Og ekki kemur nein illkynjuð myndun í gula fingur reykj- andans. Skýringa á þessu er talið helzt að leita í því, að hér séu einhver fleiri atriði eða eigin- leikar reyksins, sem verki sam- an. Á það er bent, að slímið í lungnapípum eigi að vera til varnar lungunum svo að hin hættulegu krabbameinsvaldandi efni komist ekki að vefjunum. En þó bregður svo undarlega við, að sígarettureykurinn hef- ur með einhverjum hætti þau áhrif að draga úr myndun slíms- ins, lungnapípurnar þorna rfþp, svo að skaðlegu efnin komast að vefjunum. En það gæti ver- ið jafn þýðingarmikið að finna það og hindra þessi aukaáhrif reyksins, eins og að finna sjálft efnið, sem veldur krabbamein- jþegar Ijós rann upp fyrir mönnum fyrir rúmum ára- tug að sígarettureykurinn væri svo stórskaðlegur krabbameins valdur, var gripið til ýmissa ráða. sem áttu að draga úr þess ari hættu. Eitt helzta ráðið átti að vera það, að setja pappírs- síur á sígaretturnar. Var mönn- um svo talin trú um það, að sf- urnar myndu aðgreina frá reykn um mikinn hluta tjörunnar. — Fjöldi fólks út um allan heitp fór að reykja hinar löngu síu- sigarettur. Framh. á 10. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.