Vísir - 03.04.1962, Side 1
VISIR
Liz og Eddie
í morgun var birt frétt um
það í brezka útvarpinu, að lög-
fræðingur í New York hefði til-
kynnt, að kvikmyndaleikkonan
Elisabeth (Liz) Taylor og Eddie
Fisher söngvari hefðu nú slitið
samvistum og tekið ákvörðun
um að fara fram á skilnað.
Eddie Fisher er fyrir skömmu
kominn til New York frá Róma
borg, þar sem Liz er áfram og
leikur í kvikmyndinni CLEO
PATRA. Sagt er, að mótleikari
hennar, Burton, kunnur brezk-
ur leikari, kvæntur maður, sé
ástfanginn af Liz og hún endur-
gjaldi þær tilfinningar — og
sé þetta orsök þess að leiðir
Liz og Eddie skilja.
í gær var yndislegt veður í . .
sfijór hvarvetna
draga úr frostunum. Þetta ,
var eins og mildur sumardag-
ur. Strætin fylltust af fólki,
sem fékk sér fyrstu sumar-
göngu sína og ailir voru í
léttasta skapi í spássertúrun-
En í morgun var allt í einu
kominn vetur aftur, kafalds-
bylur og bömin farin að
byggja snjókeriingar og fara
í snjókast. Sýna þessar tvær
myndir hin snöggu umskipti.
Önnur var tekin í gær I Lækj-
argötunni af léttklæddum
Menntaskóiastúlkum, — hin í
morgun af blaðsölustúlku á
Lækjartorgi.
Páli Bergþórsson á Veður-
stofunni upplýsti Vísi um það
að þegar hann kom á vaktina
í morgun kl. 6 hafi verið aust
læg átt með 4 stiga hita. En
um kl. 7.30 fór að gera
slyddu og snjóhríð.
Snjókomubeltið lá yfir
landið frá norðaustri til suð-
vesturs og var í morgun á
svæðinu frá Siglufirði til Eyr-
arbakka og frá Stykkishólmi
og eitthvað út í flóann. — í
Reykjavík var snjókoman
talsvert mikil eða um 4 mm
á iy2 klst. Veðurfræðingur-
inn kvaðst hins vegar búast
við að nokkuð létti upp úr
hádeginu.
Bindindismenn ætla
i vor
Nefnd, sem bindindis-
menn hafa sett á laggir,
hefir tekið ákvörðun um
að efna til framboðs við
bæjarstjórnarkosning-
arnar í Reykjavík í vor,
og hefir komið til tals,
að Gísli Sigurbjörnsson,
heimsókn
Helge Ingstad hinn kunni
norski rithöfundur er stadd-
ur hér í bænum. Kom hann
hér við á leiðinni frá Amer-
íku til Noregs. Hefur Helge
dvalizt að undanfömu í Kan-
ada og Bandaríkjunum og átt
viðræður við fomleifafræð-
inga og verið að undirbúa
ferðina vestur í vor. Hér hef-
ur hann rætt við þjóðminja-
vörð og aðra þá, sem taka
þátt I leiðangri hans í sum-
ar um undirbúning ferðar-
innar.
forstjóri, verði í
sæti.
Vísir átti £ morgun tai við
Freymóð Jóhannsson listmál-
ara, sem er formaður >ian-
greindrar nefndar, en aðrir
nefndarmenn eru Bene ’ikt
Bjarklind, Einar Hanness m,
Sigríður Pétursdóttir, Kjartan
Ólafsson og Njáll Þórarinsson.
Skýrði Freýmóður svo frá, að
nefndin hefði skrifað ölkun
flokkunum bréf og óskað eflir
öruggu sæti á listum þeirra fyr-
ir bindindismenn. Svör bárust
frá öllum nema Alþýðubanda-
laginu, og voru þau kurte’sleg
en neikvæð — nema frá Þjóð-
varnarflokknum!
Vegna þessarra viðbragða
má nú telja víst, að borin verði
fram listi bindindismanna, og er
líklegt, að efnt verði til próf-
kosningar í þessari viku til að
kanna hug manna til málsins
og einstaklinga, sem koma til
greina á listann. Mun því ver'a
reynt að fá menn úr öiluni
flokkum til að taka þátt í próf-
Framhald á bls. 5.
mild sumartíö í gær